Söluauglýsing: 764251

Sunnuflöt 37

210 Garðabær

Verð

99.000.000

Stærð

278.5

Fermetraverð

355.476 kr. / m²

Tegund

Einbýli

Fasteignamat

83.400.000

Fasteignasala

Landmark

Símanúmer

hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 7 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

 

LANDMARK 512-4900 KYNNIR:
Um er að ræða vel skipulagt og fjölskylduvænt 278.5 fm einbýlishús sem stendur á 1.873 fm lóð ofan götu á þessum vinsæla stað á flötunum í Garðabæ.
Eignin skiptist á eftirfarandi hátt; Íbúðarrými aðalhæðar er 191.5 fm, íbúðarherbergi á jarðhæð 45 fm með sér eldhúsi og sérinngangi, tvöfaldur bílskúr á jarðhæð 42 fm.
Húsið er í Fúnkisstíl og byggt í U með góllfsíðum gluggum úr  gegnheilum við úr Oregon pine sem snúa inn í aflokaðan skjólgóðan garð/verönd í miðju húsinu þar sem er steyptur heitur pottur.
Eign sem bíður uppá mikla möguleika.   

Eignin er vel byggð og vönduð og ljóst að hún hefur fengið gott viðhald í gegnum tíðina, einn eigandi að eigninni frá upphafi.


Upplýsingar um eign og bókun á skoðunartíma:
Jóhanna Gustavsdóttir sölufulltrúi s. 698-9470 eða [email protected]
Sveinn Eyland lögg.fasteignasali s. 6900-820 eða [email protected]


Eignin skiptist í:
Forstofu, hol/alrými, stofu, borðstofu, arinstofu, sjónvarpsrými/herbergjagang, eldhús, aðalbaðherbergi, gestabaðherbergi, fjögur svefnherbergi, fataherbergi og baðherbergi með sturtu innaf hjónaherbergi, þvottaherbergi á aðalhæð. Innangengt er á neðri hæð þar sem er 45 fm herbergi með sér eldhúsi og sérinngangi, tvöfaldur bílskúr.
Skemmtilegur aflokaður garður/verönd í miðri húseign en þar er steyptur pottur hlaðin með Drápuhlíðargrjóti.

Nánari lýsing á eign:

Forstofa með innbyggðum fataskápum, innaf forstofu er gestabaðherbergi.
Hol/alrými  er með innbyggðum fataskápum og úr því er gengið í önnur rými eignar.
Stofa, borðstofa eru rúmgóðar og bjartar og liggja saman í einu rými, bjartir gluggar til suðurs. Innaf stofurými er arinstofa sem er aðskilin með léttum vegg með innbyggðum hillum/skápum úr við frá stofu, fallegur arin hlaðin með Drápuhlíðargrjóti
Gengið er inn í eldhús úr holi/alrými og er eldhús rúmgott með eldri innréttingu, flísar á vegg milli efri og neðri skápa, borðkrókur.
Herbergjagangur og á honum er sjónvarpshol, útgengi er á tvo vegu í aflokaðan og skjólgóðan hellulagðan garð af herbergjagangi.
Þrjú svefnherbergi eru innaf herbergjagangi (voru upphaflega fjögur), fataherbergi og baðherbergi með sturtuklefa og vaski innaf hjónaherbergi.
Aðalbaðherbergi er með flísum á veggjum, baðkari með sturtu og endurnýjaðri hvítri innrétting með skúffum í kringum vask. Endurnýjað klósett.
Þvottaherbergi er innaf herbergjagangi og er útgengt úr þvottaherbergi út í garð.
Innangengt er af aðalhæð niður á neðri hæð þar sem að er 45 fm íbúðarherbergi með sér eldhúsi innaf og sérinngangi, baðherbergi með klósetti og vask á gangi, köld geymsla og tvöfaldur bílskúr með sjálfvirkum hurðaopnunum.
Hiti í plani og stétt sem var endurnýjað fyrir 12 árum.


Gólfefni: Parket, dúkur, korkdúkur, teppi, flísar er á gólfum eignar.

Fjölskylduvænt og vel skipulögð eign á mjög góðum stað í Garðabænum þar sem stutt er í skóla, ýmsa verslun og þjónustu, fallegar náttúruperlur eins og Vífilstaðavatn, Heiðmörk og golfvelli.
 

 Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:

  1. Stimpilgjald af kaupsamningi: 0.8% af fasteignamati eignar fyrir einstaklinga en 1.6% fyrir lögaðila, 0.4% ef um fyrstu íbúðarkaup er að ræða.
  2. Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.000 af hverju skjali.
  3. Umsýslugjald fasteignasölu kr. 69.900.- með vsk.
  4. Annar kostnaður t.d. skilyrt veðleyfi / skjalagerð kr: 15.000.- auk vsk.

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Landmark fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og eftir atvikum leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun. 

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband