Söluauglýsing: 763165

Kirkjuteigur 25

105 Reykjavík

Verð

69.900.000

Stærð

174.4

Fermetraverð

400.803 kr. / m²

Tegund

Hæðir

Fasteignamat

52.550.000

Fasteignasala

Eignamiðlun

Símanúmer

hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 8 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Eignamiðlun kynnir:

Kirkjuteigur 25, virðuleg íbúð á 2.hæð í fjórbýlishúsi. Íbúðin er 174,4 fm að stærð. Einstaklega rúmgóð og vel skipulögð hæð. Þrjár stórar samliggjandi stofur , tvö svefnherb. Stórt hol með arni. Eign í upprunalegu ástandi en það hefur verið vandað til verks í upphafi. Einstaklega góð staðsetning í Laugardalnum , steinsnar frá skólum sundlaugum, íþróttaaðstöðu og rómuðu útivistasvæði . Laus fljótlega. 

Eignin er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 201-8994, 105 Reykjavík, nánar tiltekið eign merkt 02-01, birt stærð 174.4 fm.

Nánari lýsing: Sameiginlegur inngangur er með risíbúðinni. Góður stigapallur framan við inngang og þar er gengið út á sameiginlegar svalir. Íbúðin er rúmgott hol með vandaðri viðarklæðningu og er arinn í holi. Þrjár samliggjandi stofur sem samkvæmt teikningu eru stofa, borðstofa og húsbóndaherbergi en auðveldlega mætti hafa þetta tvö svefnherbergi og rúmgóða stofu. Opið er úr borðstofu yfir í stóra stofu með bogaglugga og úr stofu er gengið út á svalir í suður. Eldhús er rúmgott með mjög stórri innréttingu sem er upprunaleg en búið að hækka borðplötur og fl.  Rúmgóður borðkrókur með áföstum bekk með miklum hirslum. Baðherbergi með baðkari , innbyggðum skáp og innréttingu. Hjónaherbergi með mjög góðum innbyggðum skápum. Herbergi með innbyggðum skáp.Gólfefni íbúðarinnar eru teppi í alrýmum en flísar eru á baðherbergi og eldhúsi . Mjög góð lofthæð er í íbúðinni og vítt til veggja.  Í holi er vönduð eikarklæðning uppá miðja veggi mjög falleg. 
Í snyrtilegri sameign er sérgeymsla íbúðarinnar með glugga og sameiginlegt þvottahús þar sem hver hefur sína vél. 
Samþykktar teikningar eru eftir Hafliða Jóhannsson 
Nánari upplýsingar veitir Þórarinn M. Friðgeirsson lögg.fs. Löggiltur fasteignasali, í síma 899-1882, tölvupóstur [email protected].

Upplýsingar á skrifstofu Eignamiðlunar í síma 588-9090 eða á netfanginu [email protected]

Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum. 

Eignamiðlun Grensásvegi 11 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 alla virka daga

Heimasíða Eignamiðlunar

Eignamiðlun á Facebook


Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband