04.03.2017 761963

Söluskrá FastansRánargata 3

101 Reykjavík

hero

37 myndir

64.900.000

489.811 kr. / m²

04.03.2017 - 13 dag á Fastanum - Fjarlægt þann 16.03.2017

4

Svefnherbergi

2

Baðherbergi

132.5

Fermetrar

Fasteignasala

Miklaborg

[email protected]
773-6000
Hjólageymsla
Geymsla

Staðsetning

Auglýsing

Tenglar

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Miklaborg og Þórunn Pálsdóttir lögg. fasteignasali s:773-6000 kynna mjög heillandi hæð og ris í tvíbýli á þessum frábæra stað í 101. Þrjú mjög góð svefnherbergi og sjónvarpshorn eða vinnukrókur í risi og stórt eldhús með borðstofu og góðar stofur á hæð auk baðherbergis og þvottahúss. Sólríkur suður garður. Mjög góðar geymslur/herbergi í kjallara. Eignin er skráð 132,5 fm en í risi eru til viðbótar 15 fm undir súð.

Til viðbótar við skráða fermetra fylgir  um 66% hlutdeild í 30 fm sameign í kjallara þar sem m.a. er salerni.  Þar fyrir utan er hlutdeild í yfirbyggðum gangi sem hentar td fyrir hjól.  

Gengið er inn um sameiginlegan inngang með íbúð á neðri hæð.

Komið er í hol, þar sem beint af augum er lítið þvottahús með opnanlegum glugga.  Á hægri hönd er baðherbergi með opnanlegum glugga, baðkeri léttri innréttingu. Beint af augum er einstaklega skemmtilegt stórt bjart eldhús með borðstofu.  Gott skápapláss er í innréttingu.  Þaðan er komið inn í bjartar samliggjandi stofur með gluggum út í skjólgóðan og sólríkan suðurgarð.

Á efri hæð eru þrjú mjög góð svefnherbergi undir súð þannig að þau eru stærri  en skráðir fermetrar segja til um. Skemmtilegur þakgluggi er yfir tröppum sem gefur góða birtu.

Á neðri hæð er fallegt gegnheilt olíuborið eikarparket, en á efri hæð eldra parket.

Í kjallara eru tvö samliggjandi herbergi/geymslur sem tilheyra íbúðinni samtals 21,9 fm bæði með glugga, en þar er lofthæð 2,12 m skv eignaskiptayfirlýsingu.

Yfirbyggður gangur sem ekki er inni í skráðum fermetrum  er á milli Ránargötu 3A og Ránargötu 5, sem er í sameign beggja húsanna.  Hann nýtist afar vel sem hjólageymsla og geymsla svo sem fyrir garðhúsgögn.

Á árunum 1999/2000 var að sögn eigenda húsið einangrað að innan og sett  gifs á veggi, raflagnir, neysluvatnslagnir og frárennslislagnir endurnýjaðar.  Nýjir ofnar og ofnalagnir voru settir á neðri hæði, en í risi eru eldri ofnar.  Seljandi setur nýja þakrennu á suðurhlið og niðurfallsrör á báðum hliðum.

Einstaklega heillandi og skemmtileg eign á besta stað í 101, sjón eru sögu ríkari.

Allar frekari upplýsingar gefur Þórunn Pálsdóttir lögg. fasteignasali í s:773-6000 og [email protected]

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Verðmat FastansVerðmat Fastans

Söguleg þróun á verðmati eignarinnar frá 2006

Þinglýstir kaupsamningarÞinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

Engir þinglýstir kaupsamningar fundust á þessari eign

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingarEigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

FasteignaskráFasteignaskrá

Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra

010101

Íbúð á 1. hæð
75

Fasteignamat 2025

62.100.000 kr.

Fasteignamat 2024

60.200.000 kr.

010201

Íbúð á 2. hæð
79

Fasteignamat 2025

64.150.000 kr.

Fasteignamat 2024

62.150.000 kr.

010301

Íbúð á 3. hæð
84

Fasteignamat 2025

66.400.000 kr.

Fasteignamat 2024

64.300.000 kr.

Samskiptasaga byggingar

Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina

Engin samskiptasaga fannst á þessari eign.


    Byggir aðeins á útgefnum fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur á milli 1997 - 2024 ( júlí ).

    PóstlistiÁbendingarHafa samband