Söluauglýsing: 760371

Ármúli 13a

108 Reykjavík

Verð

Tilboð

Stærð

2395

Fermetraverð

-

Tegund

Atvinnuhúsnæði

Fasteignamat

-

Símanúmer

hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 93 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Fasteignasalan Tröð og Leigulistinn kynna gott skrifstofuhúsnæði í Ármúla til leigu:
Skrifstofuhúsnæði að Ármúla 13a er laust til leigu, sem eru fyrrum höfuðstövar MP banka samtals 2.395m² með frábæru útsýni til norðurs að Esjunni.  Eignin getur leigst í heilu lagi eða einingum. Um er að ræða fjórar hæðir ásamt kjallara. Fjórða, þriðja og önnur hæðin eru allar um 445 fm. Fyrsta hæðin skiptist í austur og vestur og er vesturendinn tæplega 190 fm og sá austari um 250 fm. Kjallarinn er svo ríflega 615 fm. Húsið er staðsett á horni Ármúla og Vegmúla. Húsið er allt hið vandaðasta fullinnréttað með góðri blöndu af opnum rýmum og lokuðum skrifstofuum, auk fundarherbergja. Í kjallara eru skjalageymslur, stórt mötuneyti, starfsmannaaðstaða með sturtum, fundarherbergi og tækniherbergi. Vöruhurð er á kjallaranum sem gerir það auðvelt að koma vörum til og frá húsinu, en lyfta gengur úr kjallara og upp á 4 hæð. Á gólfum er að mestu gegnheilt parket, auk terrasó og dúks, en flísar á snyrtingum. Loft eru víða niðurtekin kerfisloft með innfelldri lýsingu, en halógen og óbein lýsing er þar sem kerfislofta nýtur ekki við. Annars er húsið vel tæknivætt með öflugum tölvulögum, loftræstikerfi og öryggiskerfi.
Á baklóðinni eru 48 stæði sem eru sameiginleg með Suðurlandsbraut 16, Vegmúla 2,4 og Ármúla 13a skv. matshlutum á lóð. Á framlóðinni eru 10 stæði og niður með Vegmúlanum eru 17 stæði, eða alls 75 stæði.

Hafið samband við sölumenn okkar í síma 511 2900 og pantið skoðun, eða fáið frekari upplýsingar.


Tröð ............... slóðin að réttu eigninni.


Stærðir:
Grunnflötur hússins er um 13 x 34,2 = 445m² (skráð 446,9m² skv. FMR). Kjallarinn er aðeins stærri, hann er um 615m². Annars skiptist húsið þannig milli hæða:
Kjallari = 615m²
Jarðhæð = 440m² (250+190m²)
2. hæð = 445m²
3. hæð = 445m²
4. hæð = 445m²
Samtals 2.395m²
 

Ljósmyndir

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband