Söluauglýsing: 745180

Hlunnavogur 15

104 Reykjavík

Verð

69.700.000

Stærð

183.3

Fermetraverð

380.251 kr. / m²

Tegund

Rað/Par

Fasteignamat

50.400.000

Fasteignasala

Húsaskjól

Símanúmer

hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 103 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

HÚSASKJÓL FASTEIGNASALA KYNNIR:


Parhús á einni hæð með bílskúr og stórglæsilegum garði með pöllum og potti. Eignin er skráð 161,7 fm og bílskúrinn er skráður 21,6 fm. Heildarstærð eignarinnar er 183,3 fm. 

Smelltu hér til þess að sjá video af eigninni
Smelltu hér til þess að sjá teikningar af eigninni

Lýsing eignar
Komið er inn í forstofu með flísum á gólfi og fataskáp, innaf forstofu er gestasalerni sem er flísalagt í hólf og gólf, einnig er innaf forstofu svefnherbergi með parketi á gólfi og fataskáp. Eldhús og stofa er opið rými með flísum á gólfi í eldhúsi en parketi á gólfi í stofu. Eldhúsinnrétting er sérsmíðuð u-laga með eyju og skápum á einum vegg, innangengt frá eldhúsi í þvottahús og útgengt úr þvottahúsi út í garð. Innaf þvottahúsi er búr með hillum. Stofan er rúmgóð og innangengt í sólskála með flísum á gólfi og hita í gólfi. Frá sólskála er gengið út á pall með heitum potti og garð. Barnaherbergi I er með parketi á gólfi, opinn fataskápur, barnaherbergi II er með parketi á gólfi og það er léttur veggur á milli herbergjanna. Hjónaherbergi er með parketi á gólfi og skápum. Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf með niðurgrafinni rúmgóðri sturtu, vask, salerni og glugga. Bílskúr með heitu og köldu vatni, búið er að minnka bílskúrinn og stækka aðalbaðherbergið í staðinn.

Staðsetning og nærumhverfi
Eignin er staðsett á mjög góðum stað og mjög stutt að fara í allar áttir, Holtagarðar er mjög stutt frá, þar er hægt að nálgast ýmsar verslanir, t.d Bónus, Hagkaup, Reebok Fitness, Jóa Fel og fleira. Stutt er í Laugardalinn þar sem hægt er að fara í Laugardalslaug, Skautahöllina, Grasagarðinn, Fjölskyldu- og Húsdýragarðinn og fleira. Einnig er stutt í Skeifuna þar sem hægt er að nálgast margar verslanir og veitingastaði, t.d Bónus, Hagkaup, Rúmfatalagerinn, Dominos, KFC og fleira. Einnig er stutt í Elliðaárdalinn sem er eitt stærsta græna svæðið í þéttbýliskjarna Reykjavíkur, þar eru skemmtilegar gönguleiðir, Elliðaárdalurinn er mjög vinsæll til útivistar og íþróttaiðkunar. Leiksskólinn Langholt sem er staðsett í Sólheimum19-21, en einnig eru Brákarborg og Sunnuás stutt frá. Langholtsskóli er hverfisskólinn og er staðsettur á Holtavegi 23. Menntaskólinn við Sund er í göngufæri.

Samantekt
Mjög góð staðsetning og stutt í allt.
 

*** Allar nánari upplýsingar veitir Ásdís Ósk Valsdóttir, löggiltur fasteignasali í email: [email protected] eða í síma: 863-0402 ***

 

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Húsaskjól fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.   

 Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5 - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði


Húsaskjól fasteignasala- af því að þín fasteign skiptir máli

Finndu Rúdolf, skemmtilegur leikur á vegum Húsaskjóls. 


Ertu í söluhugleiðingum?  Pantaðu frítt sölumat og skoðaðu kaupendaskrána okkar.
Ertu í eignaleit?                 Skráðu þig á kaupendalistann okkar.


Kíktu á Húsaskjól á facebook.
Kíktu á heimasíðu Húsaskjóls.

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband