Söluauglýsing: 743715

Njálsgata 58B

101 Reykjavík

Verð

29.500.000

Stærð

58.4

Fermetraverð

505.137 kr. / m²

Tegund

Fjölbýli

Fasteignamat

24.400.000

Fasteignasala

Eignamiðlun

Símanúmer

hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 6 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Eignamiðlun kynnir:

Stórglæsileg og endurnýjuð 2ja herbergja 58,4 fm íbúð í litlu tvíbýlishúsi við Njálsgötu 58b í Reykjavík. Íbúðin er frábærlega staðsett í rólegum hluta miðbæjarins. Þá er hún opin og björt og hefur öll verið endurnýjuð á smekklegan hátt. Sér inngangur. 

Nánari lýsing:
Komið er í forstofu með fatahengi. Inn af forstofu er lítið lagnarými sem hægt er að nýta sem geymslu. Beint áfram er flísalagt og glæsilegt baðherbergi með innréttingu og sturtu. Inn af baðherbergi er þvottahús og geymsla með hillum. Til vinstri er eldhús með fallegum innréttingum og inn af því er björt stofa. Frá stofu er svo gengið í svefnherbergi. Fallegir gluggar og góð birta er í ibúðinni. Parket og flísar eru á gólfum. Hitalögn undir flísum og í forstofu.

Að utan var húsið nýlega málað. Auk þess var nýlega skipt um járn og pappa á þaki. Garður snýr til suðurs, í skjóli frá norðanáttinni, er glæsilegur með hellulögn og viðarverönd með skjólveggjum auk matjurtagarð.

Besta aðkoman að húsinu er af svokölluðum ,,öskustíg‘‘, þar sem askan frá kolabrennsluofnum liðinnar tíðar var sótt á öskubílum, sem liggur milli Njálsgötu og Bergþórugötu (sjá kort).  Einnig er hægt að koma að húsinu frá Njálsgötu, en þá er gengið í gegnum lóðina að Njálsgötu 58 (grátt bárujárnshús) og komið að bakhlið hússins við Njálsgötu 58B.

Nánasta umhverfi: Öll þjónusta er í næsta nágrenni.  Leikskólinn Barónsborg er í 70m fjarlægð. Tveir aðrir leikskólar ligga einnig mjög nálægt, annar ofar á Njálsgötunni og hinn á Bergþórugötu.  Fleiri eru í næsta nágrenni.  Austurbæjarskóli er í 100m fjarlægð og framhaldsskólar miðbæjarins (MR, Kvennó, Tækniskólinn) ásamt söng- og tónlistarskólum eru í göngufæri.  Háskóli Íslands og Háskóli Reykjavíkur eru innan seilingar.  Sundhöll Reykjavíkur er í næsta húsi en þar opnar glæsileg viðbót næsta vor.  Sömuleiðis eru í bígerð matarmarkaður á Hlemmi og ný samgöngumiðstöð á lóð BSÍ.

Öll þjónusta miðbæjarins, s.s. veitingastaðir, leikhús, Harpan, verslanir, apótek, skemmtistaðir  og stórir vinnustaðir, s.s. Landspítalinn og Borgartúnið, eru svo í göngufæri án þess þó að íbúar finni nokkuð fyrir því að vera búsettir í hringiðu miðbæjarins.  Þar sem húsið er bakhús við lítið keyrða íbúagötu verða íbúar ekkert varir við bílaumferð og eiga heimili með rólegum og sólríkum suðurgarði í miðborg Reykjavíkur.

Allt húsið var endurnýjað að innan 2011-2012. Garður og húsið að utan gerð upp 2012-2016. Öll gólfefni, flísalagnir, innréttingar, hurðir, öll tæki í eldhúsi (nema eldavél) og baði etc. eru ný síðan 2012.  Gler og gluggalistar endurnýjaðir 2012. Nánari lýsingu á framkvæmdum má sjá á meðfylgjandi viðhengi söluyfirlits.


Önnur íbúð í sama húsi er til sölu, sjá hér: http://www.mbl.is/fasteignir/fasteign/743710/?q=bc8f2ca2e672ecdf8de1529880043c45&item_num=2

FRÁBÆRT TÆKIFÆRI TIL AÐ EIGNAST GULLFALLEGA OG ENDURNÝJAÐA ÍBÚÐ Í RÓLEGU UMHVERFI Í MIÐBÆ REYKJAVÍKUR - SÉRINNGANGUR.

Upplýsingar á skrifstofu Eignamiðlunar í síma 588-9090 eða á netfanginu [email protected]

Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum. 

Eignamiðlun Grensásvegi 11 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 alla virka daga


Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband