23.06.2016 742086

Söluskrá FastansHoltsvegur 41

210 Garðabær

hero

25 myndir

48.900.000

399.510 kr. / m²

23.06.2016 - 14 dag á Fastanum - Fjarlægt þann 06.07.2016

2

Svefnherbergi

1

Baðherbergi

122.4

Fermetrar

Fasteignasala

RE/MAX

[email protected]
8622001
Bílskúr
Lyfta
Kjallari
Snjóbræðsla
Svalir
Geymsla

Staðsetning

Auglýsing

Tenglar

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

OPIÐ HÚS Á FIMMTUDAGINN 23. JÚNÍ KL 17:30-18:00 HOLTSVEGUR 41.

RE/MAX SENTER KYNNIR :HOLTSVEGUR 41 GLÆSILEGAR NÝJAR ÍBÚÐIR Á FRÁBÆRUM ÚTSÝNIS STAÐ Í GARÐABÆ.

Glæsileg þriggja herbergja 122,4fm íbúð á annar hæð. Íbúðin er vel skipulögð og útgengi út á 16fm suðursvalir úr stofu. Einstaklega gott útsýni er úr íbúðinni.

Allar nánari upplýsingar um eignina veitir Gunnar Sverrir  í síma 8622001 eða á [email protected] og Ástþór Reynir Lögg. fast. í síma 899-6753 [email protected] 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) -1,6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 
2. Stimpilgjald af veðskuldabréfi - 0% af höfuðstól skuldabréfs. 
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.000 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5 - 2,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana. 
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 57.900

Holtsvegur 41, Garðabæ.   Skilalýsing.                                                                  

Byggingaraðili: Eignarhaldsfélagið Á.D. ehf kt.520203-4270

Arkitekt: Kristinn Ragnarsson

Burðarvirki: Verkfræðistofa Kópavogs ehf.

BYGGINGARLÝSING

Á lóðinni Holtsvegi 41, Staðgreinir:1300-1-41900410  og landnr. 211962 er gert ráð fyrir 10 íbúða fjölbýlishúsi auk kjallara með bílageymslu. Húsið er staðsteypt.  Á jarðhæð er gert ráð fyrir einni íbúð, bílageymslu fyrir 8 bílastæði, einnig eru tveir séreignarbílskúrar og geymslur inn af þeim. Þá er hjóla og vagnageymsla auk sameignageymslna íbúða. Á 1 hæð er gert ráð fyrir tveimur íbúðum og séreignageymslum íbúða. Á annari og þriðju hæð eru þrjár íbúðir á hvorri hæð. Ein íbúð er á fjórðu hæð.

 Stigrör í gangi skal vera merkt eftir fyrirmælum slökkviliðs . Allar klæðningar eru úr efni í flokki 1. Í íbúðum skal koma fyrir reykskynjurum og handslökkvitæki samkv. reglugerðum.

Burðarvirki

Staðsteypt hús, með lituðum STO múr að utan. Útveggir inni einangraðir með 100mm plasteinangrun og pússaðir. Gler er K-gler  Gluggar ísteyptir  úr furu og hvítmálaðir og með állista að neðan. Opnanleg fög með næturopnun.  Útihurð og svalahurð  hvítmálaðar. Gluggar, hurðir og gler er frá BYKO.                     3 ára ábyrð er á gluggum frá BYKO.

Þak

Á þakplötuna er soðinn dúkur, yfirlagsdúkur, Helestop 4mm undirlagsdúkur og 4,5mm einangrun er 200 mm sniðskorinni plasteinangrun (þakhalli 2%). Ofan á þakeinangrun kemur drendúkur og hörpuð möl kornastærð 60-80 mm eða hellur.  

 Lóð.

Lóð tyrfð samkvæmt teikningu og hellulagðir stígar og plan með 30x30 hellum. Snjóbræðsla samkvæmt teikningu . Trjágróður fylgir ekki. Sorpgeymsla er í sérbyggðu skýli á framlóðinni samkv. teikningum.

                                                                                

Frágangur bílageymslu.

Útveggir sem ekki eru einangraðir að utan verða einangraðir með plast einangrun 100mm múraðir og málaðir. Steyptir innveggir og súlur verður slípað og málað. Loft eru einangruð með steinull og rykbundin með ljósum lit. Gólf verða vélpússuð og skilast þannig. Bílskúrshurð með fjarstýrðum opnunarbúnaði.

Frágangur sameignar stigahús og anddyri.

Útveggir verða einangraðir að utan og klæddir. Steyptir innveggir verða slípaðir, sandspartlaðir  og málaðir. Loft verða slípuð, sandspörtluð og máluð hvít gljástig 3. Gólf í andyrum verða flísalögð og stigar og stigapalla teppalagðir.

Frágangur sameignar, hjól og vagnar,tæknirými og brunastúkur og séreignageymslur

Útveggir verða einangraðir með plasteinangrun 100mm múraðir og málaðir. Steyptir innveggir verða slípaðir og málaðir. Loft verða slípuð og máluð hvít. Gólf verða máluð. Geymslur verða með hlöðnum veggjum, spartlaðir málaðir og yfirfelldum hurðum. Engar hillur eða innréttingar eru í geymslum.

Lyfta.  Lyfta er í húsinu samkv. teikningum.

Frágangur íbúða

Útveggir og milliveggir. Staðsteyptir veggir eru spartlaðir og málaðir. Innveggir verða hlaðnir úr 11,5sm milliveggjasteini spartlaðir og málaðir hvítir. Veggir í votrýmum eru hlaðnir spartlaðir og málaðir hvítir.Útveggir verða einangraðir með plasteinangrun 100mm og múraðir, sandspartlaðir og málaðir. Steyptir innveggir verða sandspartlaðir og málaðir hvítir. Loft verða slípuð, spörtluð og máluð hvít gljástig 3.

Innréttingar og tæki.

 Allar innréttingar eru teiknaðar af arkitekt og sér smíðaðar í Birninum. Eldhús: Allir neðriskápar eru hvítir sprautulakkaðir með fræsuðu gripi. Mjúklokun á öllum skúffum. Efriskápar eru úr liggjandi Melamine Eik, með upp opnun og stál höldu. Borðplata er úr Kvartsstein (Bianco Luna). Allir fataskápar eru hvítir sprautulakkaðir með fræsuðu gripi. Innihurðir yfirfelldar Melamine Eik (Liggjandi spónn).  Blöndunartæi og eldhúsvaskur eru frá Grohe eða sambærilegt. Baðtæki, handlaug, vegghengt salerni og blöndunartæki eru frá Grohe eða sambærilegt. Rafmagnstæki í eldhúsi er af gerðinni Electrolux, (sjá tækjalista). Sólbekkir eru úr 12mm kvartsstein (Bianco Luna).

Rafmagn og boðleiðir

Rafmagn fullfrágengið með rafmagnstöflu , rafmagn er samkvæmt teikningu. Sjónvarps og símatenglar í herbergjum. Skylduljós fylgja en ekki önnur ljós.

Hitalögn og neysluvatn: Húsin verða hituð með hefðbundnu ofnakerfi samkv. teikningum. Neysluvatn hefðbundið plast eða sambærilegt. Efni frá BYKO og lagt samkvæmt teikningu.

Baðherbergi

Veggir í baðherberjum eru hvítmálaðir gljástig 20. Flísalagðir eru veggir í sturturými, frá gleri og aðlægur veggur í ca 2,2 metra hæð. Sturtubotn er steyptur með einhalla og afstúkaður með gleri. Gengið er frá hljóðdúk og vatnsþéttimembru áður en gólf er flísalagt. Einhalli er á baðgólfi og í sturtuniðurfall. Vaskinnrétting er hvít sprautulökkuð með fræsuðu gripi. Þar sem efriskápar eru, eru þeir úr liggjandi Melamine Eik. Þvottaherbergi eru sameiginleg baðherbergjum.  Ræstivaskur fylgir ekki. Lagt verður fyrir þvottavél. Þvottavélainnrétting úr Melamine Eik.

Gólfefni

Gólf verða flotuð og frágengin undir endanlegt gólfefni án spörtlunar en gólf í baðherbergjum og anddyri verða flísalögð.

Svalargólf slípað og svalaloft slípað, filterað og málað.

Efnisval

Allar íbúðir eru seldar eins og að ofan greinir. Sérstakar óskir kaupanda um efnisval og fleira þurfa að liggja fyrir tímanlega skriflega. Innréttingar pantast 4 mánuðum fyrir afhendingu.  Breytingar geta seinkað afhendingu íbúðar.

Fyrirvari

Allar málsetningar geta breyst frá teikningum. Allt annað en að framan greinir fylgir ekki. Breytingar á íbúðunum sjálfum og einstaka hlutum  í þeim, að ósk kaupanda, geta haft áhrif á afhendingatímatil seinkunar. Seljandi áskilur sér rétt til að hafna beiðnum um breytingar.

Ábending til kaupanda. Þar sem um nýjar íbúðir er að ræða þarf þá er raki í efnum að losa sig út í allveg 2 ár á eftir og ér mögulegt að sprungumyndum verði á útveggjum og rakamyndun í íbúðum er einhver þá er nauðsynlegt að hafa næturopnun á gluggum á þannig að raki komist greiðlega út og á þetta við um nótt sem dag.                                                                                                                                   

Afhending er áætluð þann 20. apríl 2016.

fh. Eignahaldsfélagið Á.D. ehf.

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Verðmat FastansVerðmat Fastans

Söguleg þróun á verðmati eignarinnar frá 2006

Þinglýstir kaupsamningarÞinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingarEigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

FasteignaskráFasteignaskrá

Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra

010001

Íbúð á jarðhæð
77

Fasteignamat 2025

67.250.000 kr.

Fasteignamat 2024

62.900.000 kr.

010101

Íbúð á 1. hæð
121

Fasteignamat 2025

93.200.000 kr.

Fasteignamat 2024

86.800.000 kr.

010102

Íbúð á 1. hæð
79

Fasteignamat 2025

71.250.000 kr.

Fasteignamat 2024

66.700.000 kr.

010201

Íbúð á 2. hæð
122

Fasteignamat 2025

93.700.000 kr.

Fasteignamat 2024

87.300.000 kr.

010202

Íbúð á 2. hæð
147

Fasteignamat 2025

106.300.000 kr.

Fasteignamat 2024

98.900.000 kr.

010203

Íbúð á 2. hæð
79

Fasteignamat 2025

71.300.000 kr.

Fasteignamat 2024

66.700.000 kr.

010301

Íbúð á 3. hæð
122

Fasteignamat 2025

94.000.000 kr.

Fasteignamat 2024

87.550.000 kr.

010302

Íbúð á 3. hæð
180

Fasteignamat 2025

115.750.000 kr.

Fasteignamat 2024

107.400.000 kr.

010303

Íbúð á 3. hæð
79

Fasteignamat 2025

71.400.000 kr.

Fasteignamat 2024

66.800.000 kr.

010401

Íbúð á 4. hæð
187

Fasteignamat 2025

131.200.000 kr.

Fasteignamat 2024

121.800.000 kr.

Samskiptasaga byggingar

Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina

PóstlistiÁbendingarHafa samband