15.06.2016 741514

Söluskrá FastansStakkholt 2

105 Reykjavík

hero

39 myndir

38.900.000

484.433 kr. / m²

15.06.2016 - 18 dag á Fastanum - Fjarlægt þann 02.07.2016

1

Svefnherbergi

1

Baðherbergi

80.3

Fermetrar

Fasteignasala

Fasteignasalan TORG

[email protected]
694-4000
Lyfta
Svalir
Geymsla

Staðsetning

Auglýsing

Tenglar

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Fasteignasalan TORG kynnir: Glæsileg, rúmgóð og björt 2ja herbergja íbúð á 5.hæð í nýlegu lyftuhúsi í miðbæ Reykjavíkur. Íbúðinni fylgir stæði í lokaðri bílageymslu. Aukin lofthæð er í íbúðinni sem gerir hana einstaklega bjarta og glæsilega. Öll rými eignarinnar eru mjög rúmgóð. Innréttingar eru sérsmíðaðar frá Innréttingasmiðju GKS. Út frá stofunni eru góðar suður svalir.
Allar nánari upplýsingar veitir Berglind Hólm, löggiltur fasteignasali gsm 694-4000 eða [email protected]
Nánari lýsing eignar: Keyrt er niður í bílageymsluna við enda hússins. Frá bílageymslunni er svo lyfta sem gengur upp að íbúðinni. Anddyri hússins er á 1.hæð. Anddyrið er mjög stórt og rúmgott með póstkössum mynddyrasímakerfi. Hægt er að ganga út úr húsinu á 1.hæð bæði til suðurs út í Þerholtið og til norðurs út í áttina að snyrtilegum sameiginlegum garði.
Forstofa: Þegar komið er inn í íbúðina er komið inní opið forstofuhol með eikar harðparketi á gólfi og tvöföldum fataskáp. Forstofuholið er opið yfir í stofuna og eldhúsið.
Eldhús: Eldhúsið er opið með góðu skápaplássi. Innréttinginn er í vinkil með efri skápum á einn vegg. Neðri skápar eru eikarspónn í gráleitum tón og efri skápar eru hvítir. Eikar harðparket er á gólfi.
Stofa + borðstofa: Stofan og borðstofan eru saman í opnu rými. Stofan er mjög rúmgóð með eikar harðparketi á gólfi og útgengi á góðar suður svalir.
Hol: Til hliðar við stofuna fyrir framan svefnherbergið og baðherbergið er mjög gott hol með eikar harðparketi á gólfi.
Baðherbergi + þvottaherbergi: Baðherbergið er mjög stórt. Fallegar ljósar flísar eru á gólfi og á hluta af veggjum. Stór sturta með glervegg er beint á gólf með góðum halla á gólfi niður að niðurfallsrist. Tvöföld skúffa úr gráleitri eik er undir vaski og speglaskápur er á vegg fyrir ofan vask. Á móti baðinnréttingunni er viðbótarinnrétting þar sem gert er ráð fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð með skuffum undir.
Herbergi: Herbergið er mjög rúmgott með eikar harðparketi á gólfi. Fallegur fjórfaldur fataskápur er í herberginu úr gráleitri eik.
Geymsla: Í sameign er sérgeymsla sem fylgir íbúðinni. Geymslan er með mikilli lofthæð og er skráð 7,5 fm.
Bílageymsla: Sérmerkt stæði fylgir íbúðinni í lokaðri upphitaðri bílageymslu.
 Allar nánari upplýsingar veitir Berglind Hólm, löggiltur fasteignasali gsm 694-4000 eða [email protected]
 

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Verðmat FastansVerðmat Fastans

Söguleg þróun á verðmati eignarinnar frá 2006

Ath. að Verðmat Fastans er enn í þróun og byggir í dag á mjög grunnum upplýsingum.

Þinglýstir kaupsamningarÞinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingarEigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

FasteignaskráFasteignaskrá

Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra

Ekki tókst að sækja eignir.

Samskiptasaga byggingar

Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina

PóstlistiÁbendingarHafa samband