Söluauglýsing: 733257

Dragavegur 5

104 Reykjavík

Verð

38.500.000

Stærð

97.5

Fermetraverð

394.872 kr. / m²

Tegund

Hæðir

Fasteignamat

30.250.000

Símanúmer

hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 4 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Fasteignasala Reykjavíkur kynnir: Mikið endurnýjaða fallega 3 herbergja íbúð í tvíbýli á eftirsóttum stað í Reykjavík.

Nánari lýsing: Eignin er 97,5 m2 skv. Þjóðskrá Íslands og skiptist í forstofu, stofu og eldhúsi í opnu rými, tvö svefnherbergi, baðherbergi, svalir og geymslu. Íbúðin er í tvíbýli og er byggingarár hússins skráð 1983.

Forstofa: Gengið er inn á fyrstu hæð í flísalagða forstofu þar sem pláss er fyrir fatahengi. Gengið er upp flísalagðan stiga með palli á aðra hæð.
Stofa: Björt og rúmgóð stofa með smekklegu plastparketi á gólfi með korkundirlagi. Rimlagluggatjöld í gluggum og útgengi á svalir.
Eldhús: Er ásamt stofu í opnu rými. Plastparket á gólfi. Smekkleg hvít innrétting frá IKEA og borðplata frá Fantófell. Spanhelluborð og stór ofn.
Hjónaherbergi: Parket á gólfi og innangengt í fataskáp/herbergi.
Barnaherbergi/skrifstofa: Nýtt í dag sem skrifstofa. Parket á gólfi.
Baðherbergi: Dökkar flísar á gólfi og hvítar á veggjum. Snyrtileg hvít innrétting og upphengt salerni. Sturtuklefi með flísalögðum veggjum.
Geymsla: Er inn af forstofu. Rúmgóð, niðurgrafin geymsla með pláss og tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Svalir: Breiðar svalir sem gengið er á úr stofu.
Útisvæði: Sameiginlegur garður með íbúðunum tveimur. Garði hefur verið skipt með girðingu svo hvor íbúð hefur afnot af um helmingi garðs. Íbúðin hefur afnot af tveimur stæðum fyrir aftan húsið.

Eignin hefur verið uppgerð að mestu leyti á undanförnum misserum. Að sögn seljenda var baðherbergi endurnýjað 2013, eldhús og gólfefni 2014, og nýtt tvöfalt gler sett í allar rúður 2014. Skipt var um neysluvatnslagnir 2013. Möguleiki væri að skipta upp stofu og búa til aukalegt herbergi.

Falleg eign í góðu hverfi í Reykjavík, stutt í verslun og þjónustu.

Nánari upplýsingar um eignina veita Halldór í S: 618-9999 eða á [email protected], Baldur í S: 779-3400 eða á [email protected] og Sylvía Walthersdóttir lgf. S:477-7777.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum.
   (sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% hjá einstaklingum)
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréf, veðleyfi ofl. 2.000 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunnar - almennt um 1,0% af höfuðstól skuldabréfs.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 57.000 kr. m. vsk.

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband