13.11.2015 723285

Söluskrá FastansHoltsvegur 31

210 Garðabær

hero

21 myndir

75.000.000

452.625 kr. / m²

13.11.2015 - 227 dag á Fastanum - Fjarlægt þann 26.06.2016

2

Svefnherbergi

2

Baðherbergi

165.7

Fermetrar

Ekki tókst að greina fasteignasölu.

Lyfta
Sólpallur
Svalir
Geymsla

Staðsetning

Auglýsing

Tenglar

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Allt fasteignir kynna nýja fallega og rúmgóða 165,7 fm 4-5 herberbergja PENTHOUSE íbúð á 5 hæð merkt 0501 með fallegu útsýni í Urriðaholtinu í Garðabæ. Íbúðin er 152,4 fm og geymsla á 2 hæð merkt 0210 er 13.3 fm. Stæði í bílageymslu merkt B05 fylgir íbúðinni.

Lyftan endar á 5 hæð og er þá sérlyfta fyrir íbúðina. Stæði í bílageymslu er á fyrstu hæð. 

Á þaki er 35,5 fm sér suður sólpallur sem fylgir íbúðinni og er gengið út á hann úr forrými. Af sólpalli er fallegt útsýni yfir Setbergslandið, til sjávar, Akrafjalls og víðar. 

Íbúðin verður afhent tilbúin til innréttinga, með milliveggjum spörsluðum og grunnmáluðum og raflögn.

Búið er að malbika götur og helluleggja bílastæði. Áætlað er að sundlaug, grunnskóli og leikskóli taki til starfa í ágúst 2016. Stutt er í verslanir og þjónustu í Kauptúni.

Sameign verður flísalögð í anddyri og teppi á stigum og stigapöllum. Tröppur eru og stigapallar eru breiðar. Lyfta er rúmgóð. Bílastæði verða upphituð.

Allar nánari upplýsingar veitir Ársæll í síma 896-6076 og á netfanginu [email protected]

Forstofa
er rúmgóð og þaðan útgengt á litlar austursvalir.
Sjónvarpshol er í holi.
Stofa/borðstofa er stór og opin og þar er útgengt á stórar vestursvalir með ústýni til suðurs. 
Eldhús er í opnu rými með stofu. 
Hjónaherbergi er rúmgott og með útsýni. 
Svefnherbergin eru 2 og er annað innaf holi.
Baðherbergi, þar er gert ráð fyrir sturtu og upph.wc.
Gestasnyrting er í holi.
Þvottahús er í holi.

Glæsileg og vönduð íbúð á einum fallegasta stað á höfuðborgarsvæðinu.

Almenn atriði

Holtsvegur 31 er 5 hæða lyftuhús með 9 íbúðum,sjá teikningar arkitekta. Í byggingunni er einn stigagangur með einni lyftu sem gengur niður í  bílakjallara undir húsinu. Í bílakjallaranum eru 9 bílastæði.

Húsið eru staðsett í sunnanverðu Urriðaholti í Garðabæ með góða yfirsýn yfir Urriðavatn og útsýni einnig til austur og vesturs. Verslun og þjónusta er í léttu göngufæri og stutt í helstu stofnleiðir út úr borginni.

Efnis áferðir utanhúss og frágangur 

Burðarkerfi hússins er að mestu hefðbundið staðsteypt og útveggir einangraðir að innan. Útveggir eru sléttsteyptir / múraðir, filtaðir,  og síðan málaðir en hluti útveggja er klæddur með áli/stáli, sjá teikningar arkitekta. Vandaðir ál-trégluggar eru í húsunum . Svalagólf verða frágengin með steyptu yfirborði. Svalahandrið úr hertu gleri. Sameign og lóð eru fullfrágengin með upphitun í bílastæði.

Frágangur sameignar og geymsla

Lyftur eru rúmgóðar og verða þær frágengnar við afhendingu. Gólf í anddyrum stigahúsa verða flísalögð. Veggir í anddyri og stigagöngum verða sandspartlaðir og málaðir. Veggir og loft í anddyri og stigagöngum verða sandspörtluð og máluð. Stigahlaup og stigapallar verða teppalögð. 

Útihurðir og anddyrishurðir eru úr vönduðu efni. Hurðir að íbúðum verða timburhurðir fullfrágengnar með tilheyrandi hurðarbúnaði. Póstkassar verða staðsettir í anddyri ásamt dyrasíma. 

Íbúðum fylgir rúmgóð geymsla á 2. hæð. Gólf í geymslum verða máluð. Ofnhitakerfi og hefðbundin lýsing verður í sameign og geymslum.

Frágangur íbúða

Íbúðum er skilað tilbúnum til innréttinga þ.e með milliveggjum og raflögn. Lofthæð íbúða er 276-278cm (Innanmál)

Gert er ráð fyrir að milliveggir innan íbúða verði hefðbundnir gifsplötuveggir einangraðir með steinull og klæddir tvöföldu gifsi hvoru megin, spartlaðir og málaðir.

Innréttingar og skápar eru frá Bræðrunum Ormsson / HTH, með eikar filmu og efri skápar háglans hvítt, ljúflokunum og plastlögðum borðplötum, sjá nánar á fyrirliggjandi teikningum. Við hönnun eldhúsa verður leitast við að svara kröfum neytenda um nútíma skipulag og góða nýtingu á skápaplássi. Eldhústæki verða af gerðinni AEG., veggofn , helluborð , veggháfur og eyjuháfur , sjá nánar á teikningum.

Baðherbergisgólf og veggir baðherbergja í hæð 220 cm verða flísalögð. Flísarnar eru af viðurkenndri gerð frá Álfaborg. Þvottahús og baðgólf ásamt baðveggjum ( h 220cm ) verða flísalögð með vönduðum 30x60 flísum frá Ítalska framleiðandanum Marazzi úr línu er heitir Stonework. Miðað er við vegghengd salerni með innbyggðum vatnskassa frá viðurkenndum framleiðanda. Blöndunartækin eru stílhrein af vandaðri gerð frá Tengi. Sturtuhliðar verða með hertu öryggisgleri. Þvottahúsi er skilað með flísalögðu gólfi, flísar af sömu gerð og á baðherbergjum, skolvaski úr stáli og vinnuborði þar sem það á við, sbr. teikningar arkitekta. Hefðbundið ofnakerfi eru í íbúðunum til upphitunar. Loftræsting er á böðum og verður hún frágengin.

Hefðbundið raflagnakerfi er í húsunum, sjá raflagnahönnun,  dimmustýringar í stofum. Miðað við rofa og tengla Gira / Berker eða sambærilegt.

Hverri íbúð fylgir slökkvitæki, reykskynjari, læsanlegur lyfjaskápur, dyrasími og bílageymsla í bílakjallara ásamt fjarstýribúnaði til opnunar á bílahúsi.

Þjónusta við kaupendur

Seles ehf leggur ríka áherslu á viðskipti við trausta söluaðila sem veita góða þjónustu, bjóða gæða vörur og mikið úrval.

Allar breytingar sem kaupandi óskar eftir eru háðar samþykkis Seles og er allur aukakostnaður sem af þeim hlýst á ábyrgð kaupanda. Seles áskilur sér rétt til seinkunar á afhendingu sé um breytingar að ræða.

Loftnets og símatengingar:

Sjónvarpsloftnetstenglar eru frágengnir í helstu íverurýmum. Tengikassi fyrir stjörnutengingu síma, tölvu- og loftnetstengingu er í hverri íbúð.

  
Arkitektar: Alark
Byggingaraðili: Seles ehf.

Glæsileg eign á næsta nágrenni við fallega náttúru og með fallegu útsýni.

Allar nánari upplýsingar veitir Ársæll aðstoðarm.fasteignasala í síma 896-6076 og á netfanginu [email protected] eða Þorbjörn Pálsson löggiltur fasteignasala í síma 560-5500

Vegna mikillar eftirspurnar vantar allar gerðir af eignum á skrá. Frítt söluverðmat án skuldbindinga.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1. Stimpilgjald af kaupsamning - 0.8 % af heildarfasteignamati, 0,4% við fyrstu kaup og fyrir lögaðila 1,6% af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldarbréfi, veðleyfi o.fl. kr 2.000 af hverju skjali. 
3. Lántökukostnaður lánastofnunar - almennt 1.0 % af höfuðstóli skuldabréfs. 
4. Umsýslugjald til fasteignasölu samkvæmt kauptilboði.

 

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing

Verðmat FastansVerðmat Fastans

Söguleg þróun á verðmati eignarinnar frá 2006

Þinglýstir kaupsamningarÞinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

Pnr.HeimilisfangKaupverðStærðFermetraverðTegundFastan.Dags.Noth.
67.000.000 kr.165.70 404.345 kr./m²234950203.05.2016

105.000.000 kr.165.70 633.675 kr./m²234950218.09.2019

Fastinn geymir kaupsamninga aftur til 2007

Sótt frá Þjóðskrá

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingarEigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

FasteignaskráFasteignaskrá

Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra

010201

Íbúð á 2. hæð
93

Fasteignamat 2025

76.700.000 kr.

Fasteignamat 2024

71.800.000 kr.

010202

Íbúð á 2. hæð
104

Fasteignamat 2025

82.300.000 kr.

Fasteignamat 2024

76.950.000 kr.

010301

Íbúð á 3. hæð
162

Fasteignamat 2025

113.050.000 kr.

Fasteignamat 2024

105.100.000 kr.

010302

Íbúð á 3. hæð
90

Fasteignamat 2025

75.400.000 kr.

Fasteignamat 2024

70.550.000 kr.

010303

Íbúð á 3. hæð
109

Fasteignamat 2025

84.150.000 kr.

Fasteignamat 2024

78.700.000 kr.

010401

Íbúð á 4. hæð
168

Fasteignamat 2025

114.750.000 kr.

Fasteignamat 2024

106.700.000 kr.

010402

Íbúð á 4. hæð
93

Fasteignamat 2025

76.850.000 kr.

Fasteignamat 2024

71.900.000 kr.

010403

Íbúð á 4. hæð
105

Fasteignamat 2025

82.800.000 kr.

Fasteignamat 2024

77.400.000 kr.

010501

Íbúð á 5. hæð
165

Fasteignamat 2025

127.450.000 kr.

Fasteignamat 2024

118.600.000 kr.

Samskiptasaga byggingar

Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina

Engin samskiptasaga fannst á þessari eign.


    Byggir aðeins á útgefnum fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur á milli 1997 - 2024 ( júlí ).

    PóstlistiÁbendingarHafa samband