14.07.2015 712771

Söluskrá FastansAusturstræti 22

101 Reykjavík

hero

0 myndir

Tilboð

0 kr. / m²

14.07.2015 - 1633 dag á Fastanum - Fjarlægt þann 01.01.2020

0

Svefnherbergi

0

Baðherbergi

2386

Fermetrar

Fasteignasala

Eignamiðlun

[email protected]
588-9090
Lyfta
Kjallari

Staðsetning

Auglýsing

Tenglar

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Eignamiðlun kynnir: Höfum fengið í sölu þessi sögufrægu endurbyggðu hús í hjarta Reykjavíkur. Heildareignin er 2.386 fm og er öll í langtíma leigu. Óskað er eftir tilboðum í eignina.  Fasteignin Austurstræti 22 er í raun þrjú hús, Lækjargata 2, Austurstræti 22 auk bakhússins Lækjargötu 2b. Húsin voru endurbyggð eftir verðlaunatillögu um uppbyggingu á reitnum eftir að þau hús sem fyrir stóðu eyðilögðust í bruna árið 2007. Arkitektastofurnar Gullinsnið, Studio Granda og Argos unnu tillöguna. Haft var í huga við endurbygginguna að húsin væru byggð skv. nútíma kröfum og þörfum en í anda upprunalegs útlits og standa þau öll á sameiginlegum kjallara þar sem er tæknirými, eldhús og lagerhald fyrir þann rekstur sem í húsinu er. Húsin eru í útleigu til fimm óskyldra aðila, þarna eru tveir veitingastaðir, verslun, lögmannsstofa og listaháskóli. Húsin voru tekin í notkun árið 2011 og er ástand þeirra mjög gott. Hornhúsið, Lækjargata 2, var byggt árið 1852 og er fyrsta sérhannaða hornhúsið í Reykjavík. Sigfús Eymundsson ljósmyndari, bóksali og athafnarmaður bjó í húsinu og rak þar ljósmyndastofu um árabil. Þar hafa verið ýmsar verslanir, myndlistagallerí og veitingahús verið til húsa hin síðari ár. Húsið var byggt í mörgum áföngum frá 1852 til 1980. Þá var húsið hækkað um eina hæð, þ.e. byggð ný fyrsta hæð og eldri hlutar endurgerðir ofan á hana. Húsið er því í dag þrjár hæðir og ris. Við endurgerð efri hæða var haft í huga að lesa megi byggingarsögu hússins að nokkru leyti og var töluverður hluti grindar eldri hluta hússins endurnýttur. Á þaki hússins eru skífur úr íslensku blágrýti og er það í fyrsta sinn svo vitað sé að slíkt sé gert. Í dag er verslun á jarðhæð og skrifstofur á annarri og þriðju hæð og í risi. Lækjargata 2a, Nýja bíó húsið sem stóð á baklóðinni var byggt sem bíóhúsið. Nýja bíó árið 1920 og var þá stærsta samkomuhús landsins með sæti fyrir 500 manns. Það brann árið 1998. Reist var nýtt hús á bakhluta lóðar Austurstrætis 22 sem tók form sitt og yfirbragð að verulegum hluta af Nýja bíói sem reist var 1919-1920. Það hús var tvær hæðir og kjallari, en nýbyggingin er þrjár hæðir og kjallari. Húsið bar einkenni júgendstílsins. Sameiginlegt stigahús með lyftu er á milli Lækjargötu 2 og Lækjargötu 2a, auk þess er stigahús uppá 2. og 3. hæð við vesturenda hússins. Á Jarðhæð og í kjallara er veitingahús. Austurstræti 22 er timburhús reist árið 1801 og var lengi meðal merkustu húsa bæjarins. Það var byggt sem stokkahús og kom tilsniðið til landsins. Í því var íbúð stiftamtmanns, aðsetur landsyfirréttar, prestaskóli, verslunarhús og veitingahús. Húsið er friðað samkvæmt þjóðminjalögum. Þegar Jörundur hundadagakonungur ríkti hér sumarið 1806 þá bjó hann í þessu húsi. Við endurbygginguna tók allt byggingarefni, form og frágangur mið af upphaflega húsinu og var mjög vandað til við endurbyggingu, en við þá vinnu var tekið tillit til nútíma þarfa og notkunar. Húsið er í dag jarðhæð og ris auk kjallara. Í dag er veitingarekstur í húsinu. Grillmarkaðurinn á allar innréttingar (í Grillmarkaðinum). Leigusali á allar innréttingar í Listaháskólanum, nema ljós og hljóðkerfi. Leigusali á allar innréttingar á lögmannsstofunni. Leigusali á allar innréttingar í Austurstræti 22 Upplýsingar á skrifstofu Eignamiðlunar í síma 588-9090 eða á netfang: [email protected]. Kjartan Hallgeirsson lögg. fasteignasali 824-9093 – [email protected] Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum.  Eignamiðlun Grensásvegi 11 - 108 Reykjavík - Sími 588-9090 - [email protected] - Opið frá kl. 9 - 17 alla virka daga         Fletta í fasteignalista

Ljósmyndir

Því miður eru engar myndir af eigninni. Þú gætir fundið myndir á öðrum auglýsingum sömu eignar.

Verðmat FastansVerðmat Fastans

Söguleg þróun á verðmati eignarinnar frá 2006

Þinglýstir kaupsamningarÞinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingarEigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

FasteignaskráFasteignaskrá

Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra

010101

Veitingahús-skrifst. á 1. hæð
2386

Fasteignamat 2025

920.750.000 kr.

Fasteignamat 2024

920.250.000 kr.

Samskiptasaga byggingar

Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina

PóstlistiÁbendingarHafa samband