11.09.2024 1318763

Söluskrá FastansLaufásvegur 7

101 Reykjavík

hero

49 myndir

490.000.000

931.559 kr. / m²

11.09.2024 - 8 dag á Fastanum - Enn í birtingu

7

Svefnherbergi

4

Baðherbergi

526

Fermetrar

Fasteignasala

LIND Fasteignasala

[email protected]
898-5115
Aukaíbúð
Kjallari
Há lofthæð
Svalir
Arinn
Geymsla
Hleðslustöð

Staðsetning

Auglýsing

Tenglar

Nýrri auglýsingar

Nýrri auglýsingar á sömu eign sem eru enn í birtingu

Pnr.HeimilisfangÁsett verðStærðFermetraverðTegundDags.Mbl
490.000.000 kr.526 931.559 kr./m²17.09.2024

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

LIND Fasteignasla kynnir í einkasölu:
Algerlega einstaka fasteign við Laufásveg 7 í Reykjavík með mikla sögu. 
Húsið er byggt  úr íslensku grágrýti eins og Alþingi Íslendinga.
Hægt er að panta einkaskoðun hjá Guðmundi: [email protected] s.898-5115
Hér má skoða eignina í þrívídd

Margrét Zoëga lét reisa húsið og þar bjuggu Valgerður dóttir hennar og eiginmaður, Einar Benediktsson skáld.
Seinna var
 Tónlistarskólinn í Reykjavík í húsinu og þar á eftir Menntaskólinn í Reykjavík.
Jens Eyjólfsson teiknaði og byggði húsið og fékk það nafnið Þrúðvangur. Einstakur arkitektúr með virðulegu steinsteypuskrauti.
Húsinu hefur verið haldið vel við og mikið endurnýjað. Svona hús verður sennilega aldrei byggt aftur.
Fimm hundruð tuttugu og sex fm hús, mikil lofthæð (3,2m) sjö svefnherbergi, sjö stofur, þrjú baðherbergi ásamt gestasalerni.
Jarðhæð/Aukaíbúð: Sérinngangur í aukaíbúð. Flísalögð forstofa og gangur, tvö baðherbergi, rúmgott eldhús, borðstofa og stofa, þrjú svefnherbergi ásamt vinnurými/sjónvarpsrými.
Aðalhæð: Forstofa með marmaraflísum á gólfi og fallegum gluggum. Úr forstofu er gengið inn í hol með marmaraflísum þar tekur á móti manni voldugur stigi. Gestasalerni í holi.
Stofur: Tvær rúmgóðar (50 fm) parketlagðar stofur með fallegum arni skrautlistum í lofti, útskornum hurðum og rismyndum eftir Ríkarð Jónsson.
Dagstofa: Tuttugu og átta fm stofa.
Eldhús og borðstofa: Samliggandi tæpir þrjátíu fm, mikil lofthæð.
Önnur hæð: Aukin lofthæð. Voldugur stigi milli hæða, fjögur svefnherbergi ásamt baðherbergi og þvottahúsi. Útgengt á þrjátíu fm skjólgóðar þaksvalir og tíu fm útsýnissvalir.
Risloft: Óinnréttað risloft með miklum möguleikum. Ævintýraland fyrir börn, vinnurými, skrifstofur, ásamt geymslurými. Gólfflötur 75 fm, u.þ.b 50 nýtanlegir fm.
Fallegir gluggar á göflum og kvistum hússins, tvö lítil herbergi. 
Við norðurhlið hússins er innkeyrsla með fjarstýrðu hliði og bílastæði ásamt hleðslustöð fyrir rafmagnsbíla.
Búið er að teikna viðbót með tveimur stórum bílastæðum
.
Geymsla: Lítil geymsla baka til nýtt sem hjóla og verkfærageymsla
Lóð og  garður:
Lóðin er 564 fm. Fallegur og vel hirtur garður.
Allar upplýsingar veitir: Guðmundur Hallgrímsson s. 898-5115 [email protected]

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Verðmat FastansVerðmat Fastans

Söguleg þróun á verðmati eignarinnar frá 2006

Næg gögn eru ekki tiltæk til að gera verðmat á þessari eign.

Þinglýstir kaupsamningarÞinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

Engir þinglýstir kaupsamningar fundust á þessari eign

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

AuglýsingasagaAuglýsingasaga

Endurskráningar sömu eignar á mismunandi verð- og tímabilum

Fjöldi skráningaÁsett verðFermetraverðTímabil.
3 skráningar
490.000.000 kr.931.559 kr./m²22.08.2024 - 19.09.2024
13 skráningar
520.000.000 kr.988.593 kr./m²16.02.2024 - 20.02.2024

Eignin hefur verið auglýst / endurskráð 16 sinnum síðan 2014.

Eigindi auglýsingarEigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

FasteignaskráFasteignaskrá

Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra

010101

Einbýli á 1. hæð
453

Fasteignamat 2025

217.000.000 kr.

Fasteignamat 2024

202.250.000 kr.

Samskiptasaga byggingar

Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina

  1. Breytingar inni - sólpallurFrestað

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Sótt er um leyfi til að byggja sólpall á NV lóðarmörkum í stað bílastæðis, ásamt því að breyta innra fyrirkomulagi í einbýlishúsi á lóð nr. 7 við Laufásveg.

  2. ReyndarteikningarSamþykkt

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum þar sem gerð er grein fyrir kjallara með íbúðarherbergum og öðrum áðurgerðum breytingum á húsinu á lóð nr. 7 við Laufásvegi. Brunavirðingargjörð frá 1919 og bréf frá Minjastofnun Íslands dags. 26. janúar 2015 fylgir erindinu.

  3. Svalir 2.h bakhliðSamþykkt

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Sótt er um leyfi til þess að setja svalahandrið og breyta nær flötu þaki í svalir á útbyggingu á baklóð einbýlishússins á lóð nr. 7 við Laufásveg. Umsögn Húsfriðunarnefndar dags. 26. júlí 2002, umsögn Árbæjarsafns dags. 25. júlí 2002, samþykki nágranna dags. 22. júlí 2002 og útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 2. ágúst 2002 fylgja erindinu.

  4. Svalir 2.h bakhliðFrestað

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Sótt er um leyfi til þess að setja svalahandrið og breyta nær flötu þaki í svalir á útbyggingu á baklóð einbýlishússins á lóð nr. 7 við Laufásveg. Umsögn Húsfriðunarnefndar dags. 26. júlí 2002, umögn Árbæjarsafns dags. 25. júlí 2002 og samþykki nágranna dags. 22. júlí 2002 fylgja erindinu.

  5. Fella tréSamþykkt

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Ofanritaður óskar eftir leyfi til þess að fella þrjú tré á lóðinni nr. 7 við Laufásveg.


Byggir aðeins á útgefnum fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur á milli 1997 - 2024 ( júlí ).

PóstlistiÁbendingarHafa samband