07.09.2024 1316629

Söluskrá FastansVogatunga 47

270 Mosfellsbær

hero

41 myndir

134.900.000

675.175 kr. / m²

07.09.2024 - 12 dag á Fastanum - Enn í birtingu

1

Svefnherbergi

2

Baðherbergi

199.8

Fermetrar

Fasteignasala

Sunna

[email protected]
777-2882
Bílskúr
Gólfhiti
Svalir
Verönd
Geymsla

Staðsetning

Auglýsing

Tenglar

Nýrri auglýsingar

Nýrri auglýsingar á sömu eign sem eru enn í birtingu

Pnr.HeimilisfangÁsett verðStærðFermetraverðTegundDags.Mbl
134.900.000 kr.200 675.175 kr./m²13.09.2024

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Sunna Fasteignasala og Þóra Birgisdóttir Lögg. fasteignasali kynna einstaklega vel skipulagt endaraðhús við Vogatungu í Leirvogstungunni til sölu - húsið getur verið laust fljótlega.
Eignin er skráð 199,8 fm. skv. fasteignaskrá HMS, þar af er bílskúrinn 27,7 fm. en auk þess er rúmlega 20 fm. óskráð rými sem nýtist vel og er því eignin í heild 220 fm.
Húsið sem er á tveimur hæðum skiptist í 4 góð svefnherbergi, opna stofu, eldhús og borðstofu, fataherbergi, tvö baðherbergi, þvottahús, bílskúr og stórt aukarými sem er nú hobbýherbergi og geymsla.
Nánari lýsing;
Komið er inn í bjarta og rúmgóða forstofu með góðum fataskáp. Innangengt er í bílskúrinn frá forstofu.
Stórt og opið alrými með aukinni lofthæð, gluggum á tvo vegu sem tryggir mikla birtu og góða rýmistifinningu inn í húsið. Frábært útsýni er til norðurs og vesturs (Esjan m.a.).
Eldhúsið er vel skipulagt með innréttingu frá HTH, eldhústækjum frá Ormsson, veglegri eyju með fallegri steinplötu frá steinsmiðjunni Rein,skúffum beggja vegna og pláss fyrir tvöfaldan ísskáp.
Stofan er opin, björt og rúmar vel bæði borðstofu og setustofu, frá henni er gengið út á rúmlega 30 fm. svalir sem eru að hluta undir skyggni og skjólgóðar. Frábært útsýni til n-vesturs úr stofu, eldhúsi og svölunum.
Gestasnyrting er með upphengdu salerni og innréttingu.
Gott svefnherbergi er á efri hæðinni, það er í dag notað sem skrifstofa.
Veglegur teppalagður stigi með járnhandriði er á milli hæðanna.
Neðri hæðin er afar vel skipulögð, örlítið hefur verið brugðið frá upphaflegri teikningu til hagræðingar;
Hjónaherbergi er rúmgott og bjart, þaðan er gengið út á stóra timburverönd þar sem hentugt væri að hafa heitan pott ef áhugi er fyrir.
Barnaherbergi er tvö.
Fataherbergi (hugsað sem geymsla á teikningu) er með góðum og opnum fataskápum (Pax frá IKEA).
Baðherbergi er rúmgott með góðri innréttingu, innfelldri lýsingu, upphengdu salerni, handklæðaofni og stórum "walk-in" sturtuklefa. Þvottahúsið er rúmgott og afar vel skipulagt með góðri innréttingu (frá IKEA) og miklu skápaplássi.
Hobbý-herbergi er ca 20 fm. óskráð og gluggalaust rými með harðparketi, það nýtist vel bæði sem afþreyingarrými, sjónvarpsstofa eða annað, þar innaf er geymsla.
Húsið er vel skipulagt og fullbúið að innan, innréttingar í eldhúsi og baðherbergjum eru frá HTH, skápar frá IKEA, eldhústæki frá Ormsson og blöndunartæki frá Ísleifi Jónssyni. Gólfhiti í húsinu og hitastýring frá Danfoss.
Bílskúrinn er afar snyrtilegur með innréttingu, epoxy máluðu gólfi, geymsluloft yfir hluta og rafdrifin hurð,
Góð aðkoma er að húsinu, upphitað stórt bílaplan sem rúmar 3-4 bíla og steyptar tröppur meðfram húsinu niður í garðinn.
Allar frekari upplýsingar veitir Þóra Birgisdóttir Lögg. fasteignasali í s. 777-2882 eða [email protected]

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Sunna fasteignasala ehf. bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Verðmat FastansVerðmat Fastans

Söguleg þróun á verðmati eignarinnar frá 2006

Ath. að Verðmat Fastans er enn í þróun og byggir í dag á mjög grunnum upplýsingum.

Þinglýstir kaupsamningarÞinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

VerðsagaVerðsaga

Byggt á þinglýstum kaupsamningum

Byggir á kaupsamningum sem deila heimilsfangi og stærð

Sótt frá Þjóðskrá

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

AuglýsingasagaAuglýsingasaga

Endurskráningar sömu eignar á mismunandi verð- og tímabilum

Fjöldi skráningaÁsett verðFermetraverðTímabil.
4 skráningar
134.900.000 kr.675.175 kr./m²04.08.2024 - 19.09.2024
11 skráningar
137.900.000 kr.690.190 kr./m²15.11.2023 - 22.12.2023
1 skráningar
69.000.000 kr.345.345 kr./m²23.05.2018 - 22.08.2018

Eignin hefur verið auglýst / endurskráð 16 sinnum síðan 2014.

Eigindi auglýsingarEigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

FasteignaskráFasteignaskrá

Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra

010101

Raðhús á 1. hæð
199

Fasteignamat 2025

122.250.000 kr.

Fasteignamat 2024

122.500.000 kr.

Samskiptasaga byggingar

Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina

PóstlistiÁbendingarHafa samband