04.09.2024 1314986

Söluskrá FastansIðavellir 7

230 Reykjanesbær

hero

18 myndir

70.000.000

360.268 kr. / m²

04.09.2024 - 17 dag á Fastanum - Enn í birtingu

0

Svefnherbergi

2

Baðherbergi

194.3

Fermetrar

Kjallari

Staðsetning

Auglýsing

Tenglar

Nýrri auglýsingar

Nýrri auglýsingar á sömu eign sem eru enn í birtingu

Pnr.HeimilisfangÁsett verðStærðFermetraverðTegundDags.Mbl
70.000.000 kr.194 360.268 kr./m²20.09.2024

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

ALLT fasteignasala kynnir í einkasölu eignina Iðavellir 7, 

Mjög gott atvinnuhúsnæði sem skiptist í framrými sem snýr út á aðalgötu með tveimur herbergjum og salerni.  Rúmgott bakrými og afstúkað 47 fm sér rými sem er í útleigu. Samtals er eignin 194,3 fm byggð árið 2001. Um er að ræða 25% eignarhluta af húsnæðinu. Húsnæðið er á jarðhæð og er vel skipulagt. Eignin er einstaklega vönduð  og snyrtileg með álklæðningu og ál gluggum.

Heildar lofthæð er 2,7 metrar en ef kerfisloft er fjarlægt næst 3,1 metra lofthæð.
Epoxy teppi á gólfum og flísar. Veggir með gifsklæðningu og tvöfalt E 30 gifs í brunahólfum.
Auðvelt að breyta eigninni og sameina minna rýmið við aðalrými, milliveggir eru léttir. 
Andyri:
Sameiginlegt anddyri og stigahús með öðrum hluta hússins. Gengið er til hægri í rýmið.
Framrými:
Búið er að stúka af rýmið að hluta til með léttum veggjum sem auðvelt er að fjarlægja. Í þessu rými eru svo tvö herbergi annað 10,6 fm og hitt 7,2 fm ásamt rúmgóðu 5,3 fm salerni með flísum, innbyggðu salerni og vaski. Einnig er vönduð lítil eldhúsinnrétting með vaski sem og góður skápur.
Bakrými:
Baka til er 45 fm rými með epoxy teppi ásamt tveimur 5 fm geymslum og sameiginlegu töfluherbergi.
Sérrými:
Sérrými er aftan við húsið og er framhald af bakrými. Sér inngangur og möguleiki á að setja vöruhurð. Gengið er inn í aðalrými sem er 27 fm og til hliðar við það er gangur með 2 fm salernisaðstöðu og 8 fm kaffistofu. Góðir tekjumöguleikar.
Sameign:
Til sameignar telst stigahús ásamt 14 fm bogadregnu sorpskýli. Þjófavarnarkerfi er í húsinu.
Hitaveita:
Hitaveitan er sér fyrir þetta rými. Ofnakerfi er í húsinu.
Loftræsting:
Sér loftræstikerfi er í rýminu.
Stórt bílastæði, heldar stærð lóðar er 4560 fm

Öll lóðin er malbikuð og er sameign allra eiganda húsnæðis. Lóðin og bílastæðin nýtist vel undir margvíslega starfssemi svo sem bílaleigu.
Húsnæðið er allt vandað og býður upp á mikla möguleika.  Nálægð við flugvöll gerir húsnæðið að mjög eftirsóttri eign.

Nánari upplýsingar veitir Páll Þorbjörnsson Löggiltur fasteignasali, í síma 560-5501, tölvupóstur [email protected].

ALLT fasteignasala er staðsett á eftirfarandi stöðum:
Hafnargötu 91, 230 Reykjanesbæ - Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ
 
Kostnaður kaupanda:
1. Af gjaldskyldum skjölum skal greiða 0,8% af fasteignamati ef kaupandi er einstaklingur og 1,6% af fasteignamati ef kaupandi er lögaðili.
2. Þinglýsingargjald á hvert skjal er kr. 2.700.
3. Lántökugjald fer eftir verðskrá lánastofnunar hverju sinni.
4. Umsýslugjald til ALLT fasteignasölu er kr. 59.440 m/vsk.
5. Sé um nýbyggingu um að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.

Skoðunar- og aðgæsluskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. ALLT fasteignasala vill beina því til væntanlegs kaupanda að kynna sér ástand fasteignar vel við skoðun og fyrir tilboðsgerð. Ef þurfa þykir er ráðlagt að leita til sérfræðifróðra aðila. Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit þetta er samið af fasteignasala til samræmis við lög um sölu fasteigna og skipa nr. 70/2015. Upplýsingar þær sem koma fram í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, frá seljanda og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eignina til samræmis við upplýsingaskyldu sína sbr. lög um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteignar sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki með berum augum, eins og t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
 

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing

Verðmat FastansVerðmat Fastans

Söguleg þróun á verðmati eignarinnar frá 2006

Næg gögn eru ekki tiltæk til að gera verðmat á þessari eign.

Þinglýstir kaupsamningarÞinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

Pnr.HeimilisfangKaupverðStærðFermetraverðTegundFastan.Dags.Noth.
15.900.000 kr.194.30 81.832 kr./m²224665311.03.2015

Fastinn geymir kaupsamninga aftur til 2007

Sótt frá Þjóðskrá

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

VerðsagaVerðsaga

Byggt á þinglýstum kaupsamningum

Byggir á kaupsamningum sem deila heimilsfangi og stærð

Sótt frá Þjóðskrá

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

AuglýsingasagaAuglýsingasaga

Endurskráningar sömu eignar á mismunandi verð- og tímabilum

Fjöldi skráningaÁsett verðFermetraverðTímabil.
4 skráningar
70.000.000 kr.360.268 kr./m²15.07.2024 - 21.09.2024
1 skráningar
55.000.000 kr.283.067 kr./m²30.01.2023 - 16.06.2023
1 skráningar
43.700.000 kr.224.910 kr./m²03.09.2021 - 01.04.2022
3 skráningar
39.700.000 kr.204.323 kr./m²29.09.2016 - 01.01.2020
1 skráningar
40.000.000 kr.205.867 kr./m²01.11.2018 - 09.05.2019
1 skráningar
42.900.000 kr.220.793 kr./m²14.05.2018 - 12.04.2019
2 skráningar
Tilboð-22.05.2017 - 23.02.2018

Eignin hefur verið auglýst / endurskráð 13 sinnum síðan 2014.

Eigindi auglýsingarEigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

FasteignaskráFasteignaskrá

Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra

Ekki tókst að sækja eignir.

Samskiptasaga byggingar

Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina

Engin samskiptasaga fannst á þessari eign.


    Byggir aðeins á útgefnum fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur á milli 1997 - 2024 ( júlí ).

    PóstlistiÁbendingarHafa samband