04.09.2024 1314829
Nóatún 25
105 Reykjavík
Verð
Stærð
Fermetraverð
Tegund
- Dagsetning skráningar: 04.09.2024
Dagsetningin þegar að auglýsingin var gefin út. - Staða auglýsingar: Enn í birtingu
Dagsetningin þegar að auglýsingin var fjarlægð. - Birtingartími: 9 dagar
Hversu lengi auglýsingin hefur verið / var inni.
Staðsetning
Tenglar
Lýsing
Lýsing á eigninni frá fasteignasölu
Vel skipulögð, björt og rúmgóð fimm herbergja 113,4 fm. sérhæð/íbúð á 2. hæð að Nóatún 25, 105 Reykjavík með gott útsýni og svalir til suðurs.
Aðeins þrjár íbúðir eru í stigahúsinu, sameiginlegur garður og bílskúrsréttur á lóð fylgir með íbúðinni (Sumar 2024 var innkeyrsla og svæði undir bílskúrsrétt mokað upp, settur jarðvegsdúkur og möl þar yfir)
Í dag eru þrjú svefnherbergi í íbúðinni en hægt væri að bæta við fjórða svefnherberginu (með því að nota borðstofu sem svefnherbergi). Sér þvottahús er innan íbúðar og baðherbergi með opnanlegum glugga. Eigninni fylgir líka stórt og geymsluloft yfir íbúð.
Skipulag: Anddyri/hol, eldhús, borðstofa, stofa, þrjú svefnherbergi, svalir til suðurs, baðherbergi og sér þvottahús. Geymsluloft er yfir íbúðinni. Sameiginlegt þvottahús og hjólageymsla er í kjallara.
Íbúðin er öll parketlögð að undanskildu eldhúsi, þvottahúsi og baðherbergi, þar er flísalagt.
Bókið skoðun hjá Gulla í síma 661-6056 eða með tölvupósti á netfangið [email protected]
Smelltu á linkinn til að skoða íbúðina í 3D
Nánari lýsing:
Komið er inn í anddyri/hol með skápum og aðgengi inn í önnur rými íbúðarinnar.
Stofan er björt og rúmgóð með glugga á tvo vegu, útsýni og útgengi út á yfirbyggðar svalir sem snúa vel á móti sól til suðurs.
Borðstofa er inn af stofu, rúmgott og bjart rými með glugga sem gefur góða birtu inn, aðgengi er þaðan inn í eldhús ( hægt væri að nýta borðstofu sem fjórða svefnherbergið ).
Eldhús er með L -laga viðar innréttingu og borðkrók. Gaseldavél með stórum bakaraofn. Gluggar á tvo vegu með gott útsýni.
Hjónaherbergi er með fataskápum og útgengi út á svalir. Hin herbergin tvö eru bæði rúmgóð með fataskápum.
Baðherbergi er með opnanlegum glugga, það var endurnýjað árið 2015. Upphengt salerni, handklæðaofn og baðinnrétting með steini á borðum og sturta með sturtugleri.
Sér þvottahús er innan íbúðar með skápum og skolvaski.
Yfir íbúðinn er stórt og gott geymsluloft.
Bílskúrsréttur á lóð fylgir íbúð skv. eignaskiptasamningi ( (Sumar 2024 var innkeyrsla og svæði undir bílskúrsrétt mokað upp, settur jarðvegsdúkur og möl þar yfir)
Sameign er öll hin snyrtilegasta. Aðeins þrjár íbúðir eru í stigahúsinu, ein á hæð.
Góð og eftirsótt staðsetning mjög miðsvæðis í höfuðborginni. Í göngufæri við græn útisvæði með góðum hjólreiðar leiðum allt í kring ásamt göngufæri við alla helstu þjónustu
Nánari upplýsingar: Guðlaugur J. Guðlaugsson, löggiltur fasteignasali í síma 661-6056, [email protected]
Vegna mikillar eftirspurnar vantar mig allar tegundir eigna á skrá. Hafðu samband og ég mun verðmeta eign þína þér að kostnaðarlausu.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi 0,8%, ( 0,4% ef um fyrstu kaup er að ræða ) og 1.6% (ef lögaðilar) af heildar fasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900.
Ljósmyndir
Þinglýstir kaupsamningar
Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð
loading
loading
Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum
Eigindi auglýsingar
Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna
- Eignanúmer: 1314829
Einnota auðkenni fyrir hverja eign. - Verð: 89.900.000
Ásett verð eignarinnar í krónum. - Brunabótamat: 55.700.000
Brunabótamat eignarinnar samkvæmt síðasta mati. - Áhvílandi: 0
Heildarfjárhæð áhvílandi á eigninni. - Fasteignamat: 76.900.000
Opinbert fasteignamat eignarinnar. - Verð á fermetra: 792.769
Verð eignarinnar á hvern fermetra. - Fermetrar: 113.4
Stærð eignarinnar mæld í fermetrum. - Dagsetning skráningar: 04.09.2024
Dagsetningin þegar að auglýsingin var gefin út. - Staða auglýsingar:
Dagsetningin þegar að auglýsingin var fjarlægð. - Skráningardagur: 04.09.2024
Dagsetningin þegar eignin var skráð opinberlega. - Póstnúmer: 105
Póstnúmer þar sem eignin er staðsett. - Heimilisfang: Nóatún 25
Fullt heimilisfang eignarinnar. - Tegund eignar: hæðir
Tegund eignarinnar, t.d. íbúð, einbýlishús, fjölbýlishús. - Byggingarár: 1957
Ár þegar bygging eignarinnar var fullgerð. - Herbergi: 5
Heildarfjöldi herbergja í eigninni. - Svefnherbergi: 3
Fjöldi svefnherbergja í eigninni. - Stofur: 0
Fjöldi stofa í eigninni. - Salerni: 1
Fjöldi salerna í eigninni. - Inngangur: Sameiginlegur
Lýsing á aðalinngangi eignarinnar. - Bílskúr: 0
Hvort eignin hafi bílskúr (satt/rangt). - Heitur pottur: 0
Hvort eignin sé með heitum potti (satt/rangt). - Verönd: 1
Hvort eignin hafi verönd (satt/rangt). - Auka íbúð: 0
Hvort eignin innihaldi auka íbúð (satt/rangt). - Sýnileg: 1
Hvort eignin sé sýnileg á vefsíðum eða öðrum miðlum (satt/rangt). - Heiti heimilisfangs: Nóatún
Heiti eignar eða byggingar. - Húsnúmer: 25
Húsnúmer eignarinnar.
Fasteignaskrá
Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra
Samskiptasaga byggingar
Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina