04.09.2024 1314740

Söluskrá FastansGarðatorg 2

210 Garðabær

hero

Verð

104.900.000

Stærð

107.2

Fermetraverð

978.545 kr. / m²

Tegund

Fjölbýli

Fasteignamat

90.950.000

Fasteignasala

Fasteignasalan TORG

Símanúmer


Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 1 daga.


Staðsetning

Auglýsing

Tenglar

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Fasteignasalan TORG kynnir: Glæsilega 3ja herbergja íbúð á annari hæð, merkt 0201, auk stæði í bílageymslu merkt E04. Alls er eignin 107,2fm, þar af er geymsla 7,5 fm í sameign. Rúmgóðar svalir sem snúa til suðurs. Íbúðin skiptist í forstofu, þvottaherbergi, baðherbergi, eldhús, borðstofu og stofu ásamt tveimur svefnherbergjum.  Íbúðin getur verið afhent við kaupsamning.
Allar nánari upplýsingar veitir Gunnar Patrik Sigurðsson lgfs. í síma 822-9415 eða [email protected] 


Nánari lýsing:

Anddyrið er með parket og góðum fataskáp.
Eldhúsið er með fallegri innréttingu, stein á borðum, yfirfellt spanhelluborð, ofn í góðri vinnuhæð og lofthengdur eyjuháfur. Innréttingarnar eru með ljúflokun og ljósum undir efriskápum.
Stofan/borðstofan er með parket á gólfi með stórum gluggum og útgengt á svalirnar.
Hjónaherbergið er mjög rúmgott með parketi á gólfi og stórum fataskápum.
Svefnherbergi II er með parketi á gólfi og góðum fataskápum.
Baðherbergið er með fallegri innréttingu, stein á borði, rúmgóðri walk in sturtu, upphengt innbyggt salerni, gólfhiti og hændklæðaofn.
Þvottahúsið er með góðri innréttingu, flísum á gólfi, tengi fyrir þurrkara og þvottavél, möguleiki á að koma upp vaski.
Rúmgóðar suðursvalir 11,3 fm að stærð.
Geymslan er 7,5 fm. 
 
Garðatorg 2 er sérlega glæsilegt fjölbýlishús með tveimur stigagöngum, í tveimur byggingum með sameiginlegan bílakjallara. Garðatorg 2A er sex hæða og í miðbæ Garðabæjar. Aðalhönnuður hússins er teiknistofan THG arkitektar sem hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir hönnun og arkitektúr. Öll hönnun tekur mið að notagildi íbúða og að staðsetning húsins gefi íbúum sem mesta útsýni yfir bæinn. Við húsið er öll þjónusta fyrir íbúa og næg bílastæði. Húsið er hluti af nýbyggð, þar sem byggt er í samræmi við nútíma þarfir og kröfur. Stutt er í alla þjónustu og má þar helst nefna heilsugæslu, apótek, Bónus og fleiri verslanir ásamt veitingahúsum.
 
Byggt af ÞG Verktökum.
Innréttingar og skápar frá GKS.
Allir gluggar eru úr ál/tré kerfi með k-gleri.
Húsið er klætt að utan með vandaðri viðhaldslítilli smábáruklæðningu með innbrenndum lit og hluti klæðningar er lerki (viður).
Húsvörður sem sér um þrif og létt viðhald.
Öll föst ljós og lýsing fylgja að undanskyldri ljósakrónu í borðstofu og hangandi ljósum í svefnherbergi. Gardínur og myrkvatjöld frá Álnabæ. Útdraganlegur eldhúskrani. 
 
Bílastæði á besta stað í lokaðri bílageymslu. Búið að setja upp tengi fyrir hleðslustöð

Allar nánari upplýsingar veitir Gunnar Patrik Sigurðsson lgfs. í síma 822-9415 eða [email protected] 

Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af fasteignamati fasteignar er 0.8%, en 0,4% fyrir fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald kr.  2.700.- kr. af hverju skjali.  
3. Lántökukostnaður lánastofnunar - mismunandi eftir lánastofnunum.  
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. samningi.
Skoðunarskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sanneynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

 

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningarÞinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingarEigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

FasteignaskráFasteignaskrá

Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra

Ekki tókst að sækja eignir.

Samskiptasaga byggingar

Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina

Engin samskiptasaga fannst á þessari eign.


    Byggir aðeins á útgefnum fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur á milli 1997 - 2024 ( júlí ).

    PóstlistiÁbendingarHafa samband