04.09.2024 1314642
Hjallavegur 40 ásamt byggingarrétti
104 Reykjavík
Verð
Stærð
Fermetraverð
Tegund
- Dagsetning skráningar: 04.09.2024
Dagsetningin þegar að auglýsingin var gefin út. - Staða auglýsingar: Enn í birtingu
Dagsetningin þegar að auglýsingin var fjarlægð. - Birtingartími: 6 dagar
Hversu lengi auglýsingin hefur verið / var inni.
Staðsetning
Tenglar
Lýsing
Lýsing á eigninni frá fasteignasölu
Eignamiðlun kynnir:
Þriggja herbergja samtals 85,5 m² íbúð á jarðhæð með bílskúr sem breytt hefur verið í stúdíóíbúð ásamt samþykktum byggingarrétti að 102,3 m² húsi á baklóð Hjallavegs 40.**Ekki verður haldið opið hús heldur áhugasömum sýnd eignin í einkaskoðun**
Smellið hér til að fá söluyfirlit sent strax
Samkvæmt skráningu HMS er birt flatarmál eignarinnar 85,5 m², flatarmál íbúðarrýmis er 51,9 m² og bílskúr er 33,6 m².
Íbúðin skiptist í anddyri/hol, baðherbergi, tvö svefnherbergi, eldhús, stofu, sér geymslu og sameiginlegt þvottahús með stúdíóíbúð. Sameiginlegur inngangur er með efri hæðinni.
Lýsing eignar:
Frá sameign er gengið inn í sér geymslu. Komið er inn í parketlagt anddyri/hol. Til vinstri er flísalagt baðherbergi, með sturtu og opnanlegum glugga. Næst til vinstri er parketlagt herbergi. Til hægri er nýlegt eldhús með litlum borðkrók. Beint áfram frá holi er björt og parketlögð stofa, með gluggum á tvo vegu. Inn af stofu er hjónaherbergið. Gólfefni eru nýleg.
Að innan hefur eignin verið töluvert endurnýjuð og má þar nefna gólfefni, eldhúsinnréttingu og baðherbergi. Búið er að taka húsið mikið í gegn. Allar vatnslagnir, frárennsli, dren og rafmagn. Einnig er búið að endurnýja glugga, gler, þak að hluta og þakjárn o.fl.
Bílskúrinn hefur verið endurnýjaður frá grunni. Þar er nú björt og falleg fullbúin stúdíóíbúð. Í alrými er fullbúið eldhús og stofa. Baðherbergi flísalagt í hólf og gólf, sturtuklefi og vegghengt salerni og innréttingu undir handlaug. Gólfhiti er í íbúðinni. Stúdíóbúðin deilir þvottahúsi með íbúðinni. StúdíóÍbúðin er í leigu og leigufjárhæð kr. 195.000,-
Samþykktur byggingarréttur að litlu húsi á baklóð Hjallavegs 40
Um er að ræða húsbyggingu þá sem sýnd er á meðfylgjandi þrívíddarteikningum. Húsið fær sér bílastæði á lóð og mjög skjólsælan suður og vesturgarð.
Eina tenging húsanna verður forstofa byggingarinnar sem tengist vesturhlið gamla hússins. Það er einn eigandi að Hjallavegi og bæði möguleiki á að kaupa heildareignina (en í gamla húsinu eru tvær uppgerðar 3ja herbergja íbúðir sem báðar eru í útleigu) og eða fá forkaupsrétt að þeim til síðari kaupa. Nýbyggingin og allar breytingar á deiliskipulagi eru unnar af Nordic arkitektum og hafa teikningar verið samþykktar af byggingaryfirvöldum. Núverandi áform gera ráð fyrir að nýbyggingin verði út timbri og klædd með álklæðningu.
Breytingar á framhúsi
Breytingar á inngöngum og þvottahúsi 1. hæðar þar sem báðar hæðir í framhúsi fá sér inngang ásamt því að 1. hæðin fær útgang úr stofu út í garð, mun auka mjög gæði og verðgildi íbúða í framhúsi. Með þessum breytingum verður engin sameign sem hefur mikla þýðingu fyrir afkomu af leigu og almennan rekstrarkostnað.
Hönnun
Mjög hefur verið vandað til hönnunar og teikninga af einni bestu arkitektastofu landsins. Bæði eigendur og hönnuðir hafa lagt mikla vinnu í að nýta byggingarréttinn sem best. Auk þess mun kostnaður við bygginguna verða hagfelldur og byggingartími stuttur þar sem heimilt er að byggja úr timbri og því þarf hvorki stóra krana né önnur þung byggingartæki til framkvæmda. Nýja húsið fær sér garð sem mun verða mjög skjólsæll. Það er einstaklega fallegt og fellur vel að bæði framhúsinu og öðru umhverfi. Sér bílastæði verður út frá götustíg upp að
nýja húsinu nr. 42. Auk þess mun innkeyrsla að framhúsinu fylgja neðri hæð hússins.
Nánari uppl.
Brynjar Þór Sumarliðason löggiltur fasteignasali og viðskiptafræðingur í síma 896 1168 - [email protected]
***
Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum.
Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Heimasíða Eignamiðlunar
Eignamiðlun á Facebook
Ljósmyndir
Þinglýstir kaupsamningar
Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð
loading
loading
Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum
Eigindi auglýsingar
Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna
- Eignanúmer: 1314642
Einnota auðkenni fyrir hverja eign. - Verð: 99.500.000
Ásett verð eignarinnar í krónum. - Brunabótamat: 55.350.000
Brunabótamat eignarinnar samkvæmt síðasta mati. - Áhvílandi: 0
Heildarfjárhæð áhvílandi á eigninni. - Fasteignamat: 66.650.000
Opinbert fasteignamat eignarinnar. - Verð á fermetra: 1.163.743
Verð eignarinnar á hvern fermetra. - Fermetrar: 85.5
Stærð eignarinnar mæld í fermetrum. - Dagsetning skráningar: 04.09.2024
Dagsetningin þegar að auglýsingin var gefin út. - Staða auglýsingar:
Dagsetningin þegar að auglýsingin var fjarlægð. - Skráningardagur:
Dagsetningin þegar eignin var skráð opinberlega. - Póstnúmer: 104
Póstnúmer þar sem eignin er staðsett. - Heimilisfang: Hjallavegur 40 ásamt byggingarrétti
Fullt heimilisfang eignarinnar. - Tegund eignar: fjolb
Tegund eignarinnar, t.d. íbúð, einbýlishús, fjölbýlishús. - Byggingarár: 1946
Ár þegar bygging eignarinnar var fullgerð. - Herbergi: 3
Heildarfjöldi herbergja í eigninni. - Svefnherbergi: 2
Fjöldi svefnherbergja í eigninni. - Stofur: 0
Fjöldi stofa í eigninni. - Salerni: 1
Fjöldi salerna í eigninni. - Inngangur: Sameiginlegur
Lýsing á aðalinngangi eignarinnar. - Bílskúr: 1
Hvort eignin hafi bílskúr (satt/rangt). - Heitur pottur: 0
Hvort eignin sé með heitum potti (satt/rangt). - Verönd: 0
Hvort eignin hafi verönd (satt/rangt). - Auka íbúð: 1
Hvort eignin innihaldi auka íbúð (satt/rangt). - Sýnileg: 1
Hvort eignin sé sýnileg á vefsíðum eða öðrum miðlum (satt/rangt). - Heiti heimilisfangs: Hjallavegur
Heiti eignar eða byggingar. - Húsnúmer: 40
Húsnúmer eignarinnar.
Fasteignaskrá
Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra
Ekki tókst að sækja eignir.
Samskiptasaga byggingar
Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina