04.09.2024 1314507
Refsholt 4
311 Borgarnes
Verð
Stærð
Fermetraverð
Tegund
- Dagsetning skráningar: 04.09.2024
Dagsetningin þegar að auglýsingin var gefin út. - Staða auglýsingar: Enn í birtingu
Dagsetningin þegar að auglýsingin var fjarlægð. - Birtingartími: 4 dagar
Hversu lengi auglýsingin hefur verið / var inni.
Staðsetning
Tenglar
Lýsing
Lýsing á eigninni frá fasteignasölu
Lýsing eignar:
Gott aðgengi er að bústað og rúmgott stæði fyrir framan hús fyrir allt að 4-6 bíla. Gengið er upp á rúmgóðan pall þaðan sem aðgengi er að aðalhúsi og gestahúsi. Einstakt útsýni er frá eign.
Aðalhús: Opið sameiginlegt rými stofu og eldhúss.
Eldhús er innréttað með neðri skápum, tvöföldum vaski á borði og hillur og glerskápur þar fyrir ofan. Innrétting með neðri skápum og skúffum ásamt helluborði. Gengið er út frá stofurými að rúmgóðum palli.
Baðherbergi: Fallegur frístandandi glerskápur, sturtuklefi, salerni, handlaug og opin skápur þar undir.
Svefnherbergi með innbyggðu rúmi og geymslupláss undir rúmi og við höfuðgafl.
Kynding aðalhúss er með nýjum rafmagnsofnum.
Gestahús Lýsing:
Gesthús samanstendur af salerni og svefnaðstöðu þar sem gott pláss er fyrir tvö rúm. Lítið geymslurými er framan við salerni í gestahúsi.
Salerni ásamt handlaug og opnum skáp. Bara kalt vatn í gestahúsi.
Kynding í gestahúsi er með nýjum rafmagnsofnum.
Húsin voru máluð 2020, birkiskógur og annar gróður fjarlægður umhverfis húsin. Settar náttúrulegar úthagaþökur umhverfis húsin sem þarf bara að slá 1-2 sinnum yfir sumarið, hlaðinn fallegur stígur úr náttúrugrjóti úr Skorradalnum og gerð snyrtileg beð framan við húsin með ýmsum fjölærum plöntum og lággróðri. Einnig sett niður líparít hring N-A megin sem hefur nýst sem útisvæði fyrir varðeld og kósýheit á kvöldin.
Pallurinn milli húsanna var byggður samhliða húsunum og eru rúmir 60 fm og úr harðvið sem fengið hefur að grána. Pallurinn er útisvæði en þar er gott pláss fyrir útiborð, stóla og bekki. Frá pallinum er afar fallegt útsýni yfir Skessuhorn og Skarðsheiðina.
Flestir innanstokksmunir fylgir með í kaupum eftir samkomulagi og óskum kaupenda, fyrir utan lausa persónulega muni.
Um óeinangruð bjálkahús er að ræða sem gerir það að verkum að gott loft gera húsin að afar notalegum íverustað.
Hús og gestahús er hitað með nýjum rafmagnsofnum og hitakútur hitar vatn.
Hitaveita komin að húsi.
Myndavél og lokað hlið er við innkomu í hverfið. Félagsgjald 30.000.- pr.ár, hlið inni í þeirri tölu.
Lóðarleiga kr. 105.000.- fyrir árið og greidd í maí 2024
Svæðið er um 15 ára bústaðabyggð um 30 hús þegar komin en byggðin fer stækkandi. Í Hálsaskógi verða þó ekki fleiri en 60 lóðir. Bústaðurinn er á afar friðsælum stað við götu sem heitir Refsholt 4 og er neðarlega í byggðinni, bara tvö hús og er nr. 4 innst í botnlanga. Ekkert verður byggt fyrir framan eða nálægt bústaðnum samkvæmt upplýsingum seljanda.
Bústaðurinn er vestan megin við Skorradalsvatn og með fallegt útsýni á vatnið og byggðina.
Einkar sjarmerandi og kósý sumarhús í um klukkustundar akstursfjarlægð frá höfuðborginni.
Sjón er sögu ríkari.
Allar upplýsingar veita: Björg Kristín Sigþórsdóttir s.771-5501 [email protected] og Kristín Sigurey Sigurðardóttir lgf. s.820-8101 [email protected]
Bókið skoðun á [email protected] eða í síma 771-5501.
Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af fasteignamati (eða 0,4% við fyrstu-kaup kaupanda) eða 1.6% fyrir lögaðila.
1. Þinglýsingagjald af hverju skjali kr. 2.700,-
2. Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt um 1,0% af höfuðstól skuldabréfs.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu kr. 77.900,- með vsk.
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. 101 Reykjavík Fasteignasala hvetur væntanlega kaupendur til að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015 um sölu fasteigna og skipa. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni en getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem eru ekki aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp, þak osfrv.
Ljósmyndir
Þinglýstir kaupsamningar
Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð
loading
loading
Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum
Eigindi auglýsingar
Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna
- Eignanúmer: 1314507
Einnota auðkenni fyrir hverja eign. - Verð: 29.900.000
Ásett verð eignarinnar í krónum. - Brunabótamat: 13.120.000
Brunabótamat eignarinnar samkvæmt síðasta mati. - Áhvílandi: 0
Heildarfjárhæð áhvílandi á eigninni. - Fasteignamat: 21.600.000
Opinbert fasteignamat eignarinnar. - Verð á fermetra: 674.944
Verð eignarinnar á hvern fermetra. - Fermetrar: 44.3
Stærð eignarinnar mæld í fermetrum. - Dagsetning skráningar: 04.09.2024
Dagsetningin þegar að auglýsingin var gefin út. - Staða auglýsingar:
Dagsetningin þegar að auglýsingin var fjarlægð. - Skráningardagur: 04.09.2024
Dagsetningin þegar eignin var skráð opinberlega. - Póstnúmer: 311
Póstnúmer þar sem eignin er staðsett. - Heimilisfang: Refsholt 4
Fullt heimilisfang eignarinnar. - Tegund eignar: sumarhus
Tegund eignarinnar, t.d. íbúð, einbýlishús, fjölbýlishús. - Byggingarár: 2004
Ár þegar bygging eignarinnar var fullgerð. - Herbergi: 1
Heildarfjöldi herbergja í eigninni. - Svefnherbergi: 2
Fjöldi svefnherbergja í eigninni. - Stofur: 0
Fjöldi stofa í eigninni. - Salerni: 2
Fjöldi salerna í eigninni. - Inngangur: Sérinngangur
Lýsing á aðalinngangi eignarinnar. - Bílskúr: 0
Hvort eignin hafi bílskúr (satt/rangt). - Heitur pottur: 0
Hvort eignin sé með heitum potti (satt/rangt). - Verönd: 0
Hvort eignin hafi verönd (satt/rangt). - Auka íbúð: 0
Hvort eignin innihaldi auka íbúð (satt/rangt). - Sýnileg: 1
Hvort eignin sé sýnileg á vefsíðum eða öðrum miðlum (satt/rangt). - Heiti heimilisfangs: Refsholt
Heiti eignar eða byggingar. - Húsnúmer: 4
Húsnúmer eignarinnar.
Fasteignaskrá
Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra
010101
Sumarhús á 1. hæð
44 m²
Fasteignamat 2025
23.350.000 kr.
Fasteignamat 2024
21.600.000 kr.
Samskiptasaga byggingar
Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina