03.09.2024 1314398
Kirkjubraut 19
170 Seltjarnarnes
Verð
Stærð
Fermetraverð
Tegund
- Dagsetning skráningar: 03.09.2024
Dagsetningin þegar að auglýsingin var gefin út. - Staða auglýsingar: Enn í birtingu
Dagsetningin þegar að auglýsingin var fjarlægð. - Birtingartími: 7 dagar
Hversu lengi auglýsingin hefur verið / var inni.
Staðsetning
Tenglar
Lýsing
Lýsing á eigninni frá fasteignasölu
Lokað hefur verið á milli hæða og hefur verið útbúin aukaíbúð með sérinngangi á neðri hæð. Skv. HMS er eignin skráð á eftirfarandi hátt: Íbúð á efri hæð er skráð 120,9 fm2, íbúð á neðri hæð er 69 fm2. Bílskúr er mjög rúmgóður með gluggum á tveimur hliðum, innkeyrsluhurð, ásamt gönguhurð við hlið hennar og annarri hurð með útgengi út í garð.
Húsið er á mjög eftirsóttum stað í friðsælli götu við Kirkjubraut á Seltjarnarnesi. Örstutt er í verslanir og þjónustu á Eiðistorgi, í næsta nágrenni er leikskóli, grunnskóli, tónlistarskóli, sundlaug, íþróttasvæði Gróttu og fjölbreytt útivistarsvæði.
Einstök eign á frábærum stað á Seltjarnarnesi með mikla tekjumöguleika.
Nánari lýsing eignar:
Efri hæð:
Forstofa: Flísar á gólfi.
Eldhús: Falleg ljós innrétting með granítborðplötu, niðurfellt helluborð, háfur, ofn í vinnuhæð,búrskápur, tvöfaldur ísskápur. Góður borðkrókur með fallegu útsýni. Flísar á gófli.
Stofur: Þrjár bjartar stórar og samliggjandi stofur þ.m.t. borðstofa, gluggar á tvo vegu, útgengt á suðvestur svalir. Stórfenglegt útsýni er úr stofu til sjávar. Falleg tekk rennihurð er á milli einnar stofunnar og arinstofu. Glæsilegur stílhreinn arinn. Hægt er að ganga inn í arinstofu frá forstofu og væri því auðvelt að útbúa svefnherbergi þar. Eikarparket á gólfi.
Hjónaherbergi: Rúmgott og bjart, gott skápapláss, eikarparket á gólfi.
Herbergi: Rúmgott, parket á gólfi.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf, innrétting á vegg með vaski ofan á, speglaskápur fyrir ofan. Fín sturta með glerskilrúmi, háskápur með hillum á vegg, gólfhiti.
Þvottahús: Er inn af eldhúsi.
Neðri hæð:
Forstofa: Flísar á gólfi.
Svefnherbergi: Bjart með dúk á gólfi.
Eldhús/ stofa: Eldhús er í skoti inn af stofu. Opin neðri innrétting með skúffum, frístandi eldavél, rúmgóð stofa er í sama rými, útgengt út á lítinn timburpall og í garð.
Baðherbergi: Mjög rúmgott , gluggi með opnanlegu fagi. Nýlegur sturtuklefi, flísar á gólfi og veggjum.
Bílskúr
Mjög rúmgóður 36 fm2 bílskúr með innkeyrsluhurð ásamt hurð við hlið hennar, einnig er hurð úr bílskúr með útgengi út í garð. Gluggar á þremur hliðum með opnanlegum fögum. Rafdrfin hurðaopnun.
Ath! Eignin er ekki skv. upprunalega skipulagi og teikningum. Opið var á milli hæða þar sem nú hefur verið lokað á milli og útbúin aukaíbúð á neðri hæð.
Athygli er vakin á því að seljandi hefur ekki búið í eigninni í töluverðan tíma og þekkir því ekki ástand hennar að öðru leyti en fram kemur í söluyfirlitinu. Væntanlegum kaupendum er því bent á að skoða eignina með það í huga.
Nánari upplýsingar veita:
Ingunn Björg Sigurjónsdóttir löggiltur fasteignasali / s.856 3566 / [email protected]
Skrifstofa / s.527-1717 / [email protected]
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Um ástand einstakra eignarhluta:
Efst í söluyfirlitli þessu er að finna dálka um ástand einstakra hluta eignarinnar. Eftirfarandi lykill er til skýringar á þeirri skráningu:
Nýtt - Eignin er nýbygging.
Upprunalegt - Seljandi veit ekki til þess að byggingarhluti hafi verið endurnýjaður.
Endurnýjað - Byggingarhlutinn hefur verið endurnýjaður í heild sinni á einhverjum tímapunkti.
Endurnýjað að hluta - Hluti byggingarhlutans hefur verið endurnýjaður á einhverjum tímapunkti.
Ekki vitað - Seljandi þekkir ekki til ástands og ekki er hægt að leggja mat á það með sjónskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
- Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
- Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
- Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
- Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
- Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
Ljósmyndir
Þinglýstir kaupsamningar
Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð
loading
loading
Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum
Eigindi auglýsingar
Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna
- Eignanúmer: 1314398
Einnota auðkenni fyrir hverja eign. - Verð: 163.000.000
Ásett verð eignarinnar í krónum. - Brunabótamat: 85.900.000
Brunabótamat eignarinnar samkvæmt síðasta mati. - Áhvílandi: 0
Heildarfjárhæð áhvílandi á eigninni. - Fasteignamat: 110.250.000
Opinbert fasteignamat eignarinnar. - Verð á fermetra: 721.558
Verð eignarinnar á hvern fermetra. - Fermetrar: 225.9
Stærð eignarinnar mæld í fermetrum. - Dagsetning skráningar: 03.09.2024
Dagsetningin þegar að auglýsingin var gefin út. - Staða auglýsingar:
Dagsetningin þegar að auglýsingin var fjarlægð. - Skráningardagur: 03.09.2024
Dagsetningin þegar eignin var skráð opinberlega. - Póstnúmer: 170
Póstnúmer þar sem eignin er staðsett. - Heimilisfang: Kirkjubraut 19
Fullt heimilisfang eignarinnar. - Tegund eignar: hæðir
Tegund eignarinnar, t.d. íbúð, einbýlishús, fjölbýlishús. - Byggingarár: 1959
Ár þegar bygging eignarinnar var fullgerð. - Herbergi: 7
Heildarfjöldi herbergja í eigninni. - Svefnherbergi: 3
Fjöldi svefnherbergja í eigninni. - Stofur: 0
Fjöldi stofa í eigninni. - Salerni: 2
Fjöldi salerna í eigninni. - Inngangur: Sérinngangur
Lýsing á aðalinngangi eignarinnar. - Bílskúr: 1
Hvort eignin hafi bílskúr (satt/rangt). - Heitur pottur: 0
Hvort eignin sé með heitum potti (satt/rangt). - Verönd: 0
Hvort eignin hafi verönd (satt/rangt). - Auka íbúð: 1
Hvort eignin innihaldi auka íbúð (satt/rangt). - Sýnileg: 1
Hvort eignin sé sýnileg á vefsíðum eða öðrum miðlum (satt/rangt). - Heiti heimilisfangs: Kirkjubraut
Heiti eignar eða byggingar. - Húsnúmer: 19
Húsnúmer eignarinnar.
Fasteignaskrá
Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra
010101
Íbúð á 1. hæð
225 m²
Fasteignamat 2025
119.050.000 kr.
Fasteignamat 2024
110.250.000 kr.
Samskiptasaga byggingar
Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina