03.09.2024 1314362
Engjasel 69
109 Reykjavík
Verð
Stærð
Fermetraverð
Tegund
- Dagsetning skráningar: 03.09.2024
Dagsetningin þegar að auglýsingin var gefin út. - Staða auglýsingar: Enn í birtingu
Dagsetningin þegar að auglýsingin var fjarlægð. - Birtingartími: 5 dagar
Hversu lengi auglýsingin hefur verið / var inni.
Staðsetning
Tenglar
Lýsing
Lýsing á eigninni frá fasteignasölu
Fallega fjögurra herbergja 117,8 fm íbúð á annarri hæð með útsýni. Skráð heildarstærð er 154,4 fm og þar af eru 36,6 fm stæði í bílakjallara með rafmagnstengli fyrir rafbíl. Geymsla 8,1 fm er staðsett á jarðhæð hússins ásamt hjóla- og vagnageymslu og hlutdeild í sameign.
Eignin er laus strax við kaupsamning.
Eignin skiptist í: Forstofu, stofu, borðstofu, eldhús, þrjú svefnherbergi og baðherbergi. Sérmerkt stæði í bílakjallara. Sér geymsla er í kjallara hússins ásamt hlutdeild í sameign. Sameiginleg hjóla- og vagnageymsla auk sameiginlegrar útigeymslu.
Sækja söluyfirlit
Nánari lýsing:
Forstofa: Stór forstofa með skáp og nýlegu Pergo parketi sem leiðir inn í stofu og herbergjagang.
Eldhús: Þýsk sérsmíðuð innrétting frá Innlifun ehf og Dark Beton korkparket á gólfinu frá Þ.Þorgrímsson & co sem auðvelt er að þrifa.
Stofa: Stór og opinn inn í borðstofu með Pergo parketi. Björt og falleg með miklu útsýni.
Borðstofa: Björt og falleg með góðu útsýni til suðurs. Suður svalir.
Hjónaherbergi: Rúmgott með gott skápapláss, parket.
Herbergi 1: Skápur, parket.
Herbergi 2: Skápur, parket.
Baðherbergi: Nýleg innrétting með handlaug. Tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Sameiginlegur garður er fyrir framan húsið með leiktækjum. Einnig er stór grasflötur fyrir aftan húsið.
Viðgerðir á þak umskiptum eru hafnar og hafa þær verið greiddar að fullu.
Nýjir ofnar eru í stofunni. Búið að skipta út innihurðum sem eru frá Byko, sérsmíðaðir þröskuldar. Nýjir lekaliðar og rafmagn dregið í að hluta. Í bílakjallara er stæði með rafmagnstengli og góð aðstaða til að þvo bílinn.
Móða er farin að myndast í nokkrum gluggum.
Seljahverfið er sérlega fjölskylduvænt hverfi og stutt í alla þjónustu. Tveir leikskólar og grunnskólar í göngufæri. Stutt er á íþróttasvæði ÍR og Leiknis. Verslanir og bókasafn í göngufæri ásamt ýmissi þjónustu í Mjódd sem einnig er skammt undan. Auk þess er stutt að fara á útivistarsvæði í Elliðaárdal, og á svæðinu neðan Seljakirkju.
NÁNARI UPPLÝSINGAR:
Díana Arnfjörð löggiltur fasteignasali
[email protected] s: 895 9899
Instagram: dianaarnfjordlfs
Hulda Ósk löggiltur fasteignasali
[email protected] s: 771 2528
Instagram: huldaosklfs
Hafðu samband ef þú vilt frekari upplýsingar eða ert með eign sem við getum aðstoðað þig við sölumeðferð á.
Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.Fasteignasalan Garður bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
www.fastgardur.is | Bæjarhraun 12 | 220 Hafnafjörður | Fasteignasalan Garður
Ljósmyndir
Þinglýstir kaupsamningar
Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð
loading
loading
Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum
Eigindi auglýsingar
Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna
- Eignanúmer: 1314362
Einnota auðkenni fyrir hverja eign. - Verð: 74.900.000
Ásett verð eignarinnar í krónum. - Brunabótamat: 61.480.000
Brunabótamat eignarinnar samkvæmt síðasta mati. - Áhvílandi: 0
Heildarfjárhæð áhvílandi á eigninni. - Fasteignamat: 61.750.000
Opinbert fasteignamat eignarinnar. - Verð á fermetra: 485.104
Verð eignarinnar á hvern fermetra. - Fermetrar: 154.4
Stærð eignarinnar mæld í fermetrum. - Dagsetning skráningar: 03.09.2024
Dagsetningin þegar að auglýsingin var gefin út. - Staða auglýsingar:
Dagsetningin þegar að auglýsingin var fjarlægð. - Skráningardagur:
Dagsetningin þegar eignin var skráð opinberlega. - Póstnúmer: 109
Póstnúmer þar sem eignin er staðsett. - Heimilisfang: Engjasel 69
Fullt heimilisfang eignarinnar. - Tegund eignar: fjolb
Tegund eignarinnar, t.d. íbúð, einbýlishús, fjölbýlishús. - Byggingarár: 1975
Ár þegar bygging eignarinnar var fullgerð. - Herbergi: 5
Heildarfjöldi herbergja í eigninni. - Svefnherbergi: 3
Fjöldi svefnherbergja í eigninni. - Stofur: 0
Fjöldi stofa í eigninni. - Salerni: 1
Fjöldi salerna í eigninni. - Inngangur: Sameiginlegur
Lýsing á aðalinngangi eignarinnar. - Bílskúr: 1
Hvort eignin hafi bílskúr (satt/rangt). - Heitur pottur: 0
Hvort eignin sé með heitum potti (satt/rangt). - Verönd: 1
Hvort eignin hafi verönd (satt/rangt). - Auka íbúð: 0
Hvort eignin innihaldi auka íbúð (satt/rangt). - Sýnileg: 1
Hvort eignin sé sýnileg á vefsíðum eða öðrum miðlum (satt/rangt). - Heiti heimilisfangs: Engjasel
Heiti eignar eða byggingar. - Húsnúmer: 69
Húsnúmer eignarinnar.
Fasteignaskrá
Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra
Samskiptasaga byggingar
Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina