03.09.2024 1314298
Jöfursbás 11c
112 Reykjavík
Verð
Stærð
Fermetraverð
Tegund
- Dagsetning skráningar: 03.09.2024
Dagsetningin þegar að auglýsingin var gefin út. - Staða auglýsingar: Fjarlægt þann 05.09.2024
Dagsetningin þegar að auglýsingin var fjarlægð. - Birtingartími: 1 dagar
Hversu lengi auglýsingin hefur verið / var inni.
Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 1 daga.
Staðsetning
Tenglar
Lýsing
Lýsing á eigninni frá fasteignasölu
Fáðu nánari upplýsingar og gerðu tilboð á sölusíðu eignarinnar.
Kaupstaður kynnir:
Afar vel skipulögð 4ra herbergja íbúð með sérinngangi og sérafnotareit við Jöfursbás 11, Gufuneshverfi, Grafarvogi.
* Fallegt útsýni
* Svalir út frá stofu til vesturs
* Byggingarár 2021
* Frábær fyrstu kaup
* Kaupendur á aldrinum 18-40 ára eru í forgangi samkv. kvöð á eigninni.
Nánari upplýsingar veita:
Kaupstaður fasteignasala - 454-0000 - [email protected] - www.kaupstaður.is
Birt stærð eignar samkv. Fasteignaskrá Íslands er 64.8 m² og fyrirhugað fasteignamat 2024 er 54.300.000 kr
Eignin skiptist í anddyri, eldhús / borðstofu / stofu, 3 svefnherbergi og baðherbergi
Anddyri er flísalagt með skáp og fatahengi.
Eldhús, borðstofa og stofa eru í björtu alrými með parket á gólfi. Í eldhúsi er Innrétting með tengi fyrir uppþvottavél, bakarofn, helluborði og viftu.
Út frá stofu er útgengt út á verönd til vesturs.
Baðherbergi er með innréttingu með handlaug og skúffum, upphengdu wc, "walk-in" sturtu með glerlokun, speglaskáp og tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Svefnherbergi 1 er með parket á gólfi og fataskáp.
Svefnherbergi 2 er með parket á gólfi og fataskáp.
Svefnherbergi 3 er með parket á gólfi og fataskáp.
Öll herbergi og stofa eru með fallegum hvítum gólfsíðum gardínum og "blackout" rúllugardínum.
Sameiginleg hjólageymsla og þvottahús er á jarðhæð.
Í sameign er einnig vinnuaðstaða/veislusalur sem íbúar geta leigt og pósthús.
Íbúðirnar hafa haft afnot af matjurtagarði sem Reykjavíkurborg lánar Jöfursbás 11.
Íbúðir Þorpsins vistfélags eru á sjávarlóð í nýju hverfi í Gufunesi. Frá lóðinni er glæsileg sjávarsýn og útsýni yfir Geldinganes og Viðey. Í hverfinu og meðfram lóðinni verða göngu- og hjólastígur meðfram ströndinni sem tengjast grónum íbúðasvæðum í Grafarvogi.
Íbúðarhúsin mynda garðrými fyrir skjólgott torg, leikvöll, boltavelli og grasfleti. Torgið verður við aðalinngang húsanna við sameiginleg rými íbúa. Leik- og dvalaraðstaða er norðan megin gegnt ströndinni þar sem gert er ráð fyrir sparkvelli og götuboltasvæði. Tekið er tillit til sólarátta og byggð skipulögð þannig að garðrýmin eru í góðu skjóli fyrir veðri og vindum. Við innganginn er sólríkt miðlægt torg fyrir framan sameiginleg rými þar sem er veislusalur/kaffihús/vinnurými, sameiginlegt þvottahús og pósthús/búr fyrir aðsendan póst og vörur. Við torgið er leiksvæði fyrir yngri börn en sparkvöllur og götuboltasvæði er í garði á móti sjó. Á torginu er einnig hjóla- og vagnageymsla. Handan götunnar eru matjurtagarðar fyrir íbúa og sérstök deilibílastæði. Matjurtagarðarnir verða til afnota fyrir íbúa til ræktunar fyrir þá sem það kjósa. Þar verður heimilt að gera vermireiti og gróðurskýli og er garðurinn ýmist 20 fm. eða 40 fm.
Deiliskipulag fyrir Gufunes, nýjasta hverfi Reykjavíkur, byggir á verðlaunatillögu hollensku arkitektastofunnar jvantspijker + Felixx sem árið 2016 hreppti fyrstu verðlaun í hugmyndasamkeppni um Gufunessvæðið. Í vinningstillögunni segir að Gufunes eigi að verða eins konar ventill fyrir ungt fólk sem kýs grósku og borgarbrag í stað úthverfa. Tillagan nýtir óhefluð umhverfisgæði og staðaranda sem grunn að samfélagi þar sem tækifæri, hagkvæmni og upplifun verða í forgrunni.
Í Gufunesi verður blönduð byggð fyrir íbúðir, smærri atvinnurekstur, skapandi iðnað, menningu, menntun, sýningar- og atburði, ferðamannaiðnað og sjálfbærar samgöngur. Gufunesið verður þannig einstakt hverfi í borginni þar sem iðnaðarmannvirki, manngert landslag, afþreying- og útivist og stórfengleg fjallasýn við sjávarsíðu mynda órjúfanlega heild.
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill seljandi því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteignarinnar fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Ljósmyndir
Þinglýstir kaupsamningar
Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð
loading
loading
Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum
Eigindi auglýsingar
Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna
- Eignanúmer: 1314298
Einnota auðkenni fyrir hverja eign. - Verð: 56.939.928
Ásett verð eignarinnar í krónum. - Brunabótamat: 40.000.000
Brunabótamat eignarinnar samkvæmt síðasta mati. - Áhvílandi: 0
Heildarfjárhæð áhvílandi á eigninni. - Fasteignamat: 53.600.000
Opinbert fasteignamat eignarinnar. - Verð á fermetra: 878.703
Verð eignarinnar á hvern fermetra. - Fermetrar: 64.8
Stærð eignarinnar mæld í fermetrum. - Dagsetning skráningar: 03.09.2024
Dagsetningin þegar að auglýsingin var gefin út. - Staða auglýsingar: 05.09.2024
Dagsetningin þegar að auglýsingin var fjarlægð. - Skráningardagur: 03.09.2024
Dagsetningin þegar eignin var skráð opinberlega. - Póstnúmer: 112
Póstnúmer þar sem eignin er staðsett. - Heimilisfang: Jöfursbás 11c
Fullt heimilisfang eignarinnar. - Tegund eignar: fjolb
Tegund eignarinnar, t.d. íbúð, einbýlishús, fjölbýlishús. - Byggingarár: 2021
Ár þegar bygging eignarinnar var fullgerð. - Herbergi: 4
Heildarfjöldi herbergja í eigninni. - Svefnherbergi: 3
Fjöldi svefnherbergja í eigninni. - Stofur: 0
Fjöldi stofa í eigninni. - Salerni: 1
Fjöldi salerna í eigninni. - Inngangur: Sameiginlegur
Lýsing á aðalinngangi eignarinnar. - Bílskúr: 0
Hvort eignin hafi bílskúr (satt/rangt). - Heitur pottur: 0
Hvort eignin sé með heitum potti (satt/rangt). - Verönd: 1
Hvort eignin hafi verönd (satt/rangt). - Auka íbúð: 0
Hvort eignin innihaldi auka íbúð (satt/rangt). - Sýnileg: 1
Hvort eignin sé sýnileg á vefsíðum eða öðrum miðlum (satt/rangt). - Heiti heimilisfangs: Jöfursbás
Heiti eignar eða byggingar. - Húsnúmer: 11
Húsnúmer eignarinnar.
Fasteignaskrá
Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra
Samskiptasaga byggingar
Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina