03.09.2024 1314282
Suðurhella 12 (403)
221 Hafnarfjörður
Verð
Stærð
Fermetraverð
Tegund
- Dagsetning skráningar: 03.09.2024
Dagsetningin þegar að auglýsingin var gefin út. - Staða auglýsingar: Enn í birtingu
Dagsetningin þegar að auglýsingin var fjarlægð. - Birtingartími: 7 dagar
Hversu lengi auglýsingin hefur verið / var inni.
Staðsetning
Tenglar
Lýsing
Lýsing á eigninni frá fasteignasölu
ATH! Hægt er að sækja um hlutdeildarlán á þessa eign! Nánari upplýsingar veitir Gunnlaugur A. Björnsson lgf., [email protected], 617-5161
Nánari lýsing íbúðar 403
Stórglæsileg og vel skipulögð 2ja herbergja 76,3 fm íbúð á 4. hæð. Komið er inn í rúmgott anddyri. Stórt og bjart opið rými sem er eldhús, borðstofa og stofa með harðparketi. Sérsmíðuð eldhúsinnrétting frá Axis og útgengi á svalir/sér afnotarétt úr stofu.
Rúmgott hjónaherbergi með fataskáp.
Baðherbergi flísalagt gólf og veggir flísalagðir að hluta, baðinnrétting frá Axis og sturta sem gengið er inn í. tengi fyrir þvottavél og þurkara.
Íbúðinni fylgir sérgeymsla í kjallara, merkt.
Allar myndir eru úr sýningaríbúð.
Bókið einkaskoðun og fáið frekari upplýsingar hjá:
Gunnlaugur A. Björnsson lgf., [email protected], 617-5161
Anna Sigurðardóttir lgf., [email protected], 898-2017
Brynjólfur Snorrason lgf., [email protected], 896-2953
Sigríður Lind Eyglóardóttir lgf., [email protected], 899-4703
Gunnlaugur A. Björnsson lgf., [email protected], 617-5161
Suðurhella 12 er fimm hæða fjölbýlishús með 27 íbúðum. Hverri íbúð fylgir sérgeymsla. Allar íbúðir afhendast með harðparketi á gólfum með hljóðdempandi undirlagi. Innihurðir eru yfirfelldar, sléttar og hvítlakkaðar. Eldhúsinnrétting er sérsmíðuð af vandaðri gerð frá Axis, vaskur og blöndunartæki eru frá Tengi og eldhústæki eru frá Ormsson. Borðplötur eru harðplastlagðar með slitsterku plasti og kantlímdar með plasti. Gólf í þvottahúsum eru flísalögð, tengi fyrir þvottavél og þurrkara og gert er ráð fyrir barkalausum þurrkara. Gólf í baðherbergjum eru flísalögð og veggir flísalagðir að hluta, baðinnréttingar frá Axis. Í baðherbergjum er ýmist speglaskápur eða spegill, handlaug og blöndunartæki í borðplötu, vegghengd salerni, handklæðaofn og glerskilrúm við sturtu. Baðherbergi og þvottahús er í sama rými í 2ja herb. íbúðum. Sérstakt loftræstikerfi er fyrir hverja íbúð. Kerfið hefur loftskipti í íbúðinni með því að taka loft að utan og dæla því inn í vistarverurnar. Kerfið er með síum og er allt loft sem kemur inn síað. Ekki á að vera þörf á að opna glugga í íbúðinni til loftunar.
Húsið stendur á horni Suðurhellu og Krísuvíkurvegar og markast af ósnortnu landi til suðurs og vesturs þar sem íbúðum á jarðhæð fylgja afmarkaðir sérafnotafletir og íbúar í íbúðum efri hæða geta notið fallegs útsýnis til fjalla. Gróðursett verður með fram allri lóðinni með lágvöxnum runnum, einnig verða ker á lóðinni með sígrænum plöntum.
Vel skipulagðar íbúðir í nýrri lyftublokk og í nágrenni við fallega náttúru. Heimasíða verkefnis er sudurhella.is
Heimili fasteignasala - á traustum grunni frá 2002. Vegna mikillar eftirspurnar á markaði vantar okkur fleiri eignir á söluskrá. Hafið samband í síma 530-6500 eða sendið okkur tölvupóst á [email protected] og við verðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Heimili fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar í samræmi við gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda er kr. 79.900.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á af viðkomandi sveitarfélagi.
Heimili fasteignasala – á traustum grunni frá 2002.
Grensásvegi 3, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Upplýsingar um starfsfólk má finna á heimasíðu Heimili og á Facebook.
Ljósmyndir
Þinglýstir kaupsamningar
Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð
loading
loading
Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum
Eigindi auglýsingar
Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna
- Eignanúmer: 1314282
Einnota auðkenni fyrir hverja eign. - Verð: 58.000.000
Ásett verð eignarinnar í krónum. - Brunabótamat: 0
Brunabótamat eignarinnar samkvæmt síðasta mati. - Áhvílandi: 0
Heildarfjárhæð áhvílandi á eigninni. - Fasteignamat: 4.120.000
Opinbert fasteignamat eignarinnar. - Verð á fermetra: 760.157
Verð eignarinnar á hvern fermetra. - Fermetrar: 76.3
Stærð eignarinnar mæld í fermetrum. - Dagsetning skráningar: 03.09.2024
Dagsetningin þegar að auglýsingin var gefin út. - Staða auglýsingar:
Dagsetningin þegar að auglýsingin var fjarlægð. - Skráningardagur: 03.09.2024
Dagsetningin þegar eignin var skráð opinberlega. - Póstnúmer: 221
Póstnúmer þar sem eignin er staðsett. - Heimilisfang: Suðurhella 12 (403)
Fullt heimilisfang eignarinnar. - Tegund eignar: fjolb
Tegund eignarinnar, t.d. íbúð, einbýlishús, fjölbýlishús. - Byggingarár: 0
Ár þegar bygging eignarinnar var fullgerð. - Herbergi: 2
Heildarfjöldi herbergja í eigninni. - Svefnherbergi: 1
Fjöldi svefnherbergja í eigninni. - Stofur: 0
Fjöldi stofa í eigninni. - Salerni: 0
Fjöldi salerna í eigninni. - Inngangur:
Lýsing á aðalinngangi eignarinnar. - Bílskúr: 0
Hvort eignin hafi bílskúr (satt/rangt). - Heitur pottur: 0
Hvort eignin sé með heitum potti (satt/rangt). - Verönd: 0
Hvort eignin hafi verönd (satt/rangt). - Auka íbúð: 0
Hvort eignin innihaldi auka íbúð (satt/rangt). - Sýnileg: 1
Hvort eignin sé sýnileg á vefsíðum eða öðrum miðlum (satt/rangt). - Heiti heimilisfangs: Suðurhella
Heiti eignar eða byggingar. - Húsnúmer: 12
Húsnúmer eignarinnar.
Fasteignaskrá
Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra
Ekki tókst að sækja eignir.
Samskiptasaga byggingar
Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina
Engin samskiptasaga fannst á þessari eign.
Byggir aðeins á útgefnum fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur á milli 1997 - 2024 ( júlí ).