03.09.2024 1314250
Furuvellir 32
221 Hafnarfjörður
Verð
Stærð
Fermetraverð
Tegund
- Dagsetning skráningar: 03.09.2024
Dagsetningin þegar að auglýsingin var gefin út. - Staða auglýsingar: Enn í birtingu
Dagsetningin þegar að auglýsingin var fjarlægð. - Birtingartími: 7 dagar
Hversu lengi auglýsingin hefur verið / var inni.
Staðsetning
Tenglar
Lýsing
Lýsing á eigninni frá fasteignasölu
Afar fallegt og hlýlegt 155,1m2 einbýlishús á einni hæð auk 59,3m2 bílskúrs til samans 214,4m2 samkvæmt þjóðskrá. Húsið er timburhús með einnar tommu múrsteinskápu. Góð forstofa með fataskápum, hjónaherbergi með fataherbergi, tvö barnaherbergi, stór stofa og borðstofa, gott eldhús, baðherbergi með stórri sturtu, sjónvarpsstofa, tvöfaldur bílskúr þar er helmingurinn innréttaður sem íbúð/vinnurými, stór og skjólsæll garður með heitum potti og góðri verönd, steinlögð innkeyrsla með hitalögnum, mikil lofthæð, forhitari fyrir vatnið.
Einbýlishúsið er vel hirt af eigendum og vel tækjum búið. Öryggismyndavélar á öllum hliðum, heiti potturinn er stýrður með appi, golfhermir er í bílskúrnum. Rólegt hverfi og stutt í skóla og leikskóla og aðra þjónustu.
Allar nánari upplýsingar veitir Svavar Friðriksson löggiltur fasteignasali í síma 623-1717 eða [email protected].
Nánari lýsing eignar:
Forstofa er flísalögð og með góðum fataskáp.
Eldhús: Góð dökk innrétting með eyju. Gashelluborð, stór háfur. Bakaraofn og tengi fyrir uppþvottavél. Hlýlegur hlaðinn og bogadreginn veggur. Flísar á gólfi og mosaíkflísar á vegg.
Þvottahús: Flísar á gólfi, ljós innrétting. Vélar í vinnuhæð. Nægt skápapláss. Innangengt inn í bílskúr.
Stofan. Stór og rúmgóð stofa með parketi á gólfi og mikilli lofthæð.
Garður: Gengið er út í stóran afgirtan viðhaldslítinn bakgarð með fjarstýrðum heitum potti og fallegri verönd. Vel smíðuð verönd með skjólveggjum, steinhellur og grasblettur ásamt fallegum gróðri. Mjög skjólsæll bakgarður að sögn eigenda þar sem norðanáttin nær ekki til.
Sjónvarpshol: Stórt sjónvarpshol og hlýlegt. Parket á gólfi.
Hjónaherbergi: Afar rúmgott með parketi á gólfi og með stóru fataherbergi.
Barnaherbergi: Tvö góð parketlögð herbergi með skápum. Bæði herbergin eru rúmlega 10m2.
Baðherbergi: Flísar á gólfi. Góð innrétting, upphengt salerni, handklæðaofn, stór sturta með glervegg. Vatnið er forhitað. Gluggar.
Bílskúr/aukaíbúð:
Bílskúr: Tvískiptur. Annars vegar er hægt að ganga inn í bílskúrinn að baka til og hins vegar er innangengt í bílskúrinn úr þvottahúsinu.
Forstofa: Flísar á gólfi með skáp.
Eldhús: Ljós innrétting með flísum á gólfi.
Stofa/herbergi: Flísar á gólfi. Gott alrými sem hægt er að nota sem vinnustofu eða sem íbúð. Gluggar.
Baðherbergi: Sturta og salerni. Lítil ljós innrétting. Flísar á gólfi.
Um er að ræða rúmgott og vel skipulagt einbýlishús á einni hæð með aukaíbúð í rólegu hverfi. Góð upphituð innkeyrsla og vel hirtur garður. Stutt er í skóla, leikskóla, útivistarsvæði, verslanir og þjónustu.
Allar nánari upplýsingar veitir Svavar Friðriksson löggiltur fasteignasali í síma 623-1717 eða [email protected].
Frítt og skuldbindingarlaust verðmat - Hafðu samband í síma 623-1717 eða [email protected].
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af fasteignamati fasteignar er 0.8%, en 0,4% fyrir fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökukostnaður samkvæmt verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Kaupandi eignarinnar greiðir skipulagsgjald þegar það verður lagt sem er 0,3% af endanlegu brunabótamati eignarinnar.
Skoðunarskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma
í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags.
Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra.
Ljósmyndir
Þinglýstir kaupsamningar
Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð
loading
loading
Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum
Eigindi auglýsingar
Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna
- Eignanúmer: 1314250
Einnota auðkenni fyrir hverja eign. - Verð: 0
Ásett verð eignarinnar í krónum. - Brunabótamat: 92.800.000
Brunabótamat eignarinnar samkvæmt síðasta mati. - Áhvílandi: 0
Heildarfjárhæð áhvílandi á eigninni. - Fasteignamat: 120.950.000
Opinbert fasteignamat eignarinnar. - Verð á fermetra: 0
Verð eignarinnar á hvern fermetra. - Fermetrar: 214.4
Stærð eignarinnar mæld í fermetrum. - Dagsetning skráningar: 03.09.2024
Dagsetningin þegar að auglýsingin var gefin út. - Staða auglýsingar:
Dagsetningin þegar að auglýsingin var fjarlægð. - Skráningardagur: 03.09.2024
Dagsetningin þegar eignin var skráð opinberlega. - Póstnúmer: 221
Póstnúmer þar sem eignin er staðsett. - Heimilisfang: Furuvellir 32
Fullt heimilisfang eignarinnar. - Tegund eignar: einb
Tegund eignarinnar, t.d. íbúð, einbýlishús, fjölbýlishús. - Byggingarár: 2004
Ár þegar bygging eignarinnar var fullgerð. - Herbergi: 5
Heildarfjöldi herbergja í eigninni. - Svefnherbergi: 4
Fjöldi svefnherbergja í eigninni. - Stofur: 0
Fjöldi stofa í eigninni. - Salerni: 2
Fjöldi salerna í eigninni. - Inngangur: Sérinngangur
Lýsing á aðalinngangi eignarinnar. - Bílskúr: 1
Hvort eignin hafi bílskúr (satt/rangt). - Heitur pottur: 1
Hvort eignin sé með heitum potti (satt/rangt). - Verönd: 1
Hvort eignin hafi verönd (satt/rangt). - Auka íbúð: 1
Hvort eignin innihaldi auka íbúð (satt/rangt). - Sýnileg: 1
Hvort eignin sé sýnileg á vefsíðum eða öðrum miðlum (satt/rangt). - Heiti heimilisfangs: Furuvellir
Heiti eignar eða byggingar. - Húsnúmer: 32
Húsnúmer eignarinnar.
Fasteignaskrá
Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra
010101
Íbúð á 1. hæð
214 m²
Fasteignamat 2025
118.250.000 kr.
Fasteignamat 2024
120.950.000 kr.
Samskiptasaga byggingar
Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina