03.09.2024 1314058
Njálsgata 19
101 Reykjavík
Verð
Stærð
Fermetraverð
Tegund
Fasteignamat
- Dagsetning skráningar: 03.09.2024
Dagsetningin þegar að auglýsingin var gefin út. - Staða auglýsingar: Fjarlægt þann 05.09.2024
Dagsetningin þegar að auglýsingin var fjarlægð. - Birtingartími: 1 dagar
Hversu lengi auglýsingin hefur verið / var inni.
Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 1 daga.
Staðsetning
Tenglar
Lýsing
Lýsing á eigninni frá fasteignasölu
Fáðu nánari upplýsingar og gerðu tilboð á sölusíðu eignarinnar.
Kaupstaður fasteignasala kynnir glæsilega 4ra herbergja íbúð í nýlegu húsi á Ölgerðarreit í miðbæ Reykjavíkur. Íbúðin er á fyrstu hæð og snýr alfarið frá götu út í sameiginlegan bakgarð til austurs og að 43 m2 skjólgóðri og gróðursælli sérverönd til suðurs og vesturs. Læstur bílakjallari er undir húsinu og fylgir sér bílastæði íbúðinni. Geymsla íbúðar er við hlið bílastæðis. Skráð flatarmál er 124,6 m2. íbúð 116,3 m2 og geymsla 8,3 m2.
Sérlega vönduð og einstök eign hönnuð af Tangram arkitektum. Húsið var byggt árið 2005. 14 íbúðir eru í húsinu sem er með lyftu. Gott húsfélag er í húsinu.
Allar innréttingar eru sérsmíðaðar af Trésmiðju Gks. Fallegt olíuborið eikarparket frá Agli Árnasyni er á allri íbúðinni nema baðherbergi sem er flísalagt með ítölskum flísum einnig frá AÁ. Blöndunartæki eru frá Tengi.
Nánari lýsing:
Forstofa: Frá bjartri sameign er gengið inn í góða forstofu með þreföldum fataskáp.
Stofa/borðstofa: Stofa og borðstofa eru samliggjandi, rúmgóðar og bjartar. Gengið er út á skjólgóða og gróðursæla verönd frá stofu.
Eldhús: Eldhúsið er mjög rúmgott og er opið inn í stofu/borðstofu. Eldhúsinnréttingin er sérhönnuð með innbyggðum ísskáp og uppþvottavél. Rúmgóð eyja er í eldhúsi. Innréttingin er úr spónlagðri eik og borðplötur eru með harðplasti.
Svefnherbergi I: Frá eldhúsi er gengið inn í bjart og rúmgott herbergi.
Svefnherbergi II: Rúmgott og bjart með þreföldum innbyggðum fataskáp.
Svefnherbergi III: Mjög rúmgott og bjart með þreföldum innbyggðum fataskáp.
Baðherbergi: Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf. Baðkar og sturtuklefi. Upphengt innbyggt salerni og vönduð blöndunartæki.
Geymsla: Í sameign er sér geymsla fyrir íbúðina við hlið bílastæðis.
Verönd: Gengið er út á sérnota skjólgóða og gróðursæla verönd frá eldhúsi og stofu sem snýr til suðurs og vesturs. Veröndin er með rásuðum Bangkirai harðviði.
Sameign: Í sameign við hlið íbúðar er þvottahús fyrir íbúðirnar á 1.hæð. Í kjallara er rúmgóð hjóla- og vagnageymsla auk sorpgeymslu.
Bílakjallari: Íbúðinni fylgir bílastæði í læstum bílakjallara. Aðkoma að bílakjallara er um port frá Frakkastíg.
Garður: Sameiginlegur snyrtilegur garður fyrir öll húsin á Ölgerðarreitnum er í portinu.
Frábært tækifæri til að eignast stórglæsilega og einstaka eign í miðbæ Reykjavíkur. Eign sem vert er að skoða.
Verkefnið á Ölgerðarreit, Njálsgötu 19 var tilnefnt til íslensku byggingarlistaverðlaunanna 2007, þar stendur:
„Hverfið næst gömlu Ölgerðarlóðinni á mörkum Frakkastígs og Njálsgötu í Reykjavík einkennist af ósamstæðum og marglitum húsum af öllum gerðum. Hin nýja íbúðaþyrping á reitnum tekur upp þráðinn í góðri sátt við nágranna sína með fjölbreytilegum húshlutum í svipuðum kvarða, sem raðast um húsagarð þar sem einnig er ekið inn í bílastæði í kjallara. Mjög er vandað til innra fyrirkomulags íbúða og ólík tengsl þeirra við staðinn og borgina eru nýtt á margvíslegan hátt, en yfirbragð þyrpingarinnar er stillt og efnisval yfirvegað.“
FyrirvararÍ lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill seljandi því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteignarinnar fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Ljósmyndir
Þinglýstir kaupsamningar
Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð
loading
loading
Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum
Eigindi auglýsingar
Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna
- Eignanúmer: 1314058
Einnota auðkenni fyrir hverja eign. - Verð: 124.900.000
Ásett verð eignarinnar í krónum. - Brunabótamat: 68.100.000
Brunabótamat eignarinnar samkvæmt síðasta mati. - Áhvílandi: 0
Heildarfjárhæð áhvílandi á eigninni. - Fasteignamat: 99.650.000
Opinbert fasteignamat eignarinnar. - Verð á fermetra: 1.002.408
Verð eignarinnar á hvern fermetra. - Fermetrar: 124.6
Stærð eignarinnar mæld í fermetrum. - Dagsetning skráningar: 03.09.2024
Dagsetningin þegar að auglýsingin var gefin út. - Staða auglýsingar: 05.09.2024
Dagsetningin þegar að auglýsingin var fjarlægð. - Skráningardagur: 03.09.2024
Dagsetningin þegar eignin var skráð opinberlega. - Póstnúmer: 101
Póstnúmer þar sem eignin er staðsett. - Heimilisfang: Njálsgata 19
Fullt heimilisfang eignarinnar. - Tegund eignar: fjolb
Tegund eignarinnar, t.d. íbúð, einbýlishús, fjölbýlishús. - Byggingarár: 2005
Ár þegar bygging eignarinnar var fullgerð. - Herbergi: 4
Heildarfjöldi herbergja í eigninni. - Svefnherbergi: 3
Fjöldi svefnherbergja í eigninni. - Stofur: 0
Fjöldi stofa í eigninni. - Salerni: 1
Fjöldi salerna í eigninni. - Inngangur:
Lýsing á aðalinngangi eignarinnar. - Bílskúr: 0
Hvort eignin hafi bílskúr (satt/rangt). - Heitur pottur: 0
Hvort eignin sé með heitum potti (satt/rangt). - Verönd: 1
Hvort eignin hafi verönd (satt/rangt). - Auka íbúð: 0
Hvort eignin innihaldi auka íbúð (satt/rangt). - Sýnileg: 1
Hvort eignin sé sýnileg á vefsíðum eða öðrum miðlum (satt/rangt). - Heiti heimilisfangs: Njálsgata
Heiti eignar eða byggingar. - Húsnúmer: 19
Húsnúmer eignarinnar.
Fasteignaskrá
Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra
Samskiptasaga byggingar
Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina