03.09.2024 1313924

Söluskrá FastansBarðavogur 36

104 Reykjavík

hero

Verð

112.900.000

Stærð

153.3

Fermetraverð

736.464 kr. / m²

Tegund

Hæðir

Fasteignamat

-

Fasteignasala

Fasteignasalan TORG

Símanúmer


Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 1 daga.


Staðsetning

Auglýsing

Tenglar

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu


FASTEIGNASALAN TORG KYNNIR Í SÖLU: Fjögurra herbergja efri hæð með sér inngang, ásamt íbúð í kjallara við Barðavog 36, 104 Reykjavík. Íbúðin skiptist í anddyri og gang, stiga upp á efri og neðri hæð, stofu, eldhús, þrjú svefnherbergi, baðherbergi og geymsluloft. Svalir út frá eldhúsi til suðvesturs. Íbúðin í kjallara skiptist í eldhús, svefnherbergi og baðherbergi. Allar nánari upplýsingar veitir Matthildur Sunna Þorláksdóttir, lögfræðingur og löggiltur fasteignasali, í síma 690-4966 eða [email protected]

Nánari lýsing:
Verið er að breyta skipulagi húss, ný skráning verður eftirfarandi:153,3 fm sem skiptast í 104,1 fm íbúðarrými á 2. hæð, 8,5 fm á 1. hæð og 40,7 fm í kjallara. Geymsluloft er ekki skráð inni í fm.
Komið er inn um sér inngang, þar sem gengið er upp á efri hæð og niður í kjallara.
Gengið er upp í opið hol með skáp er á efri hæð, þaðan er gengið inn í mjög rúmgott hjónaherbergi, rúmgott barnaherbergi með teppi á gólfi, baðherbergi með viðarlitaðri skúffueiningu undir vaski, upphengdu klósetti, baðkari og aðstöðu fyrir þvottavél og þurrkara. Flísar í hólf og gólf að hluta til.
Úr holi er einnig gengið inn í bjarta stofu og þaðan inn í eldhús. Eldhús er með hvítri innréttingu og eyju með viðarlituðum borðplötum. Eldavél og bakaraofn eru í eyju. Pláss fyrir innbyggða uppþvottavél. Gengið er út á svalir til suðvesturs frá eldhúsi.
Þriðja herbergið er út frá eldhúsi, það er rúmgott og teppalagt.
Gengið er inn í kjallaraíbúð um sama inngang og hæðina, möguleiki er þó að ganga inn um kjallara. Íbúðin skiptist í eldhús með viðarlitaðri innréttingu, ljósri borðplötu og litlum borðkrók, hol, svefnherbergi og baðherbergi með sturtu. Svartar flísar á gólfi.
Fallegur, sameiginlegur garður til suður-suðvestur.

Góð staðsetning í grónu hverfi með leikskólum, grunnskólum og menntaskóla í göngufæri ásamt því að stutt er í Skeifuna.

Að sögn seljenda hefur eftirfarandi verið gert 2024:
Búið er að endurnýja brotnar þakflísar þar sem þurfti
Skipta um þakkant
Múrviðgerðir á húsi og skorstein og hús málað
Skipta um glugga og gler þar sem þurfti
Endurnýja skólp út í götu
Endurnýja eldhús og böð
Skipta um gólfefni þar sem þurfti og pússa önnur upp og lakka
Innra byrði málað
Skipta um rafmagnstöflu, kalda vatns inntak, settur brunnur.
Rafmagn, pípulagnir og múrviðgerðir voru framkvæmdar af löggiltum iðnmeisturum á hverju sviði

Allar nánari upplýsingar veitir Matthildur Sunna Þorláksdóttir, lögfræðingur og löggiltur fasteignasali, í síma 690-4966 eða [email protected].

Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila. Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.700,-. Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á. 
 
TORG fasteignasala bendir fasteignakaupendum á ríka skoðunarskyldu kaupenda sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002. Skorað er á kaupendur að kynna sér vandlega ástand fasteigna og nýta til þess aðstoð sérfræðinga. Sömuleiðis er bent á upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. Laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Seljanda er bent á að kynna sér tilvitnaðar lagagreinar.

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningarÞinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingarEigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

FasteignaskráFasteignaskrá

Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra

010101

Íbúð á 1. hæð
155

Fasteignamat 2025

0 kr.

Fasteignamat 2024

0 kr.

010201

Íbúð á 2. hæð
128

Fasteignamat 2025

0 kr.

Fasteignamat 2024

0 kr.

Samskiptasaga byggingar

Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina

  1. Umsókn / FyrirspurnFrestað

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem felast í að innréttuð hefur verið íbúð í kjallara, byggð sólstofa, innbyggð bílgeymsla innréttuð sem íbúðarrými og gluggum breytt á 1. hæð fjölbýlishúss á lóð nr. 36 við Barðavog. Lögð er fram íbúðarskoðun byggingarfulltrúa dags. 3. október 2002. Áður gerð stækkun: xx ferm., xx rúmm.

    Vísað til athugasemda.


Byggir aðeins á útgefnum fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur á milli 1997 - 2024 ( júlí ).

PóstlistiÁbendingarHafa samband