01.09.2024 1312636
Rauðalækur 24
105 Reykjavík
Verð
Stærð
Fermetraverð
Tegund
- Dagsetning skráningar: 01.09.2024
Dagsetningin þegar að auglýsingin var gefin út. - Staða auglýsingar: Enn í birtingu
Dagsetningin þegar að auglýsingin var fjarlægð. - Birtingartími: 8 dagar
Hversu lengi auglýsingin hefur verið / var inni.
Staðsetning
Tenglar
Lýsing
Lýsing á eigninni frá fasteignasölu
Eignin er skráð 180 fm. skv. fasteignaskrá HMS og er á þremur hæðum - sérinngangur er inn á jarðhæð og fyrstu hæð og auðvelt að gera sér íbúð á neðstu hæðinni.
Nánari lýsing;
Komið er inn í flísalagða forstofu á 1. hæðinni, þar er fatahengi. Hol opnast inn í alrými þar sem búið er að opna milli áður lokaðra rýma og skapa mjög skemmtilegt flæði sem heldur utan um eldhús, borðstofu og setustofu, en auk þess er gestasnyrting er á hæðinni. Eldhúsið er með sprautulakkaðri innréttingu með leðurklæddum höldum og ljósum quartz steinborðplötum, eyja/tangi aðskilur eldhús og borðstofu og býður upp á að 2-3 geti setið við hana. Innrétting er vel hönnum með tilliti til vinnurýmis, og geymslupláss. Innbyggð uppþvottavél frá Miele og 90 cm SMEG gaseldavél eru vönduð eldhústæki sem fylgja með. Gluggar á tvo vegu tryggja gott birtuflæði. Stofa og borðstofa renna saman í fallegu rými með gluggum og hurð út í garðinn sem snýr mót suðri. Gestasnyrting er nýlega uppgerð með upphengdu salerni, handlaug og glugga. Nýlega teppalagður stigi milli hæðanna er fallegur og setur hlýjan svip á rýmið.
Á efri hæðinni eru 4 herbergi, hjónaherbergi rúmgott með hurð út á svalir mót suðri. Tvö barnaherbergi, annað með fataskáp en hitt með skemmtilegu útskoti sem býður upp á ýmsa möguleika. Fjórða herbergið er afar hentugt fyrir fjölskyldur með börn en það er innréttað sem fataherbergi með tengingu fyrir þvottavél og þurrkara, þar er gluggi með opnanlegu fagi. Baðherbergi er glæsilega innréttað með sérvöldum flísum, gólfhita, stórum "walk-in" sturtuklefa, innréttingu og handlaug, gluggi er opnanlegur. Fyrir ofan þessa hæð er risloft aðgengilegt úr holi, þetta er gott geymslurými og sýnir vel ástand þaks enda þakgluggi sem auðveldar aðgengi að þakinu.
Á neðstu hæðinni er opin og björt stofa með vinnuaðstöðu. Svefnherbergi er nett en þjónar sínum tilgangi. Baðherbergi var gert árið 2016, allar lagnir og efni nýtt frá þeim tíma, þar er rúmgóður "walk-in" sturtuklefi, handklæðaofn, salerni og handlaug, gluggi er með opnanlegu fagi. Ágæt geymsla. Forstofa með sér inngangi. Áður var innréttuð sér íbúð á jarðhæðinni og þá með nettri eldhúsinnréttingu í stofunni, auðvelt aðgengi að lögnum býður upp á það aftur án mikils tilkostnaðar.
Húsið hefur verið mjög mikið endurnýjað frá 2016 - nánari upplýsingar hjá fasteignasala.
Góð aðkoma er að húsinu, bílastæði við húsið rúma amk 2 bíla. Garðurinn er einstaklega fallegur, þar er nýlegur timburpallur ca 40-45 fm., skjólveggir og góður geymsluskúr (ca 9 fm). Frábær staðsetning þar sem stutt er í skóla, leikskóla og íþróttamannvirki og útivistarsvæðið í Laugardalnum.
Allar nánari upplýsingar veitir Þóra Birgisdóttir Lögg. fasteignasali í s. 777-2882 eða [email protected]
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Sunna fasteignasala ehf. bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.
Ljósmyndir
Þinglýstir kaupsamningar
Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð
loading
loading
Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum
Eigindi auglýsingar
Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna
- Eignanúmer: 1312636
Einnota auðkenni fyrir hverja eign. - Verð: 155.900.000
Ásett verð eignarinnar í krónum. - Brunabótamat: 78.100.000
Brunabótamat eignarinnar samkvæmt síðasta mati. - Áhvílandi: 0
Heildarfjárhæð áhvílandi á eigninni. - Fasteignamat: 111.350.000
Opinbert fasteignamat eignarinnar. - Verð á fermetra: 866.111
Verð eignarinnar á hvern fermetra. - Fermetrar: 180
Stærð eignarinnar mæld í fermetrum. - Dagsetning skráningar: 01.09.2024
Dagsetningin þegar að auglýsingin var gefin út. - Staða auglýsingar:
Dagsetningin þegar að auglýsingin var fjarlægð. - Skráningardagur: 01.09.2024
Dagsetningin þegar eignin var skráð opinberlega. - Póstnúmer: 105
Póstnúmer þar sem eignin er staðsett. - Heimilisfang: Rauðalækur 24
Fullt heimilisfang eignarinnar. - Tegund eignar: raðpar
Tegund eignarinnar, t.d. íbúð, einbýlishús, fjölbýlishús. - Byggingarár: 1957
Ár þegar bygging eignarinnar var fullgerð. - Herbergi: 6
Heildarfjöldi herbergja í eigninni. - Svefnherbergi: 4
Fjöldi svefnherbergja í eigninni. - Stofur: 0
Fjöldi stofa í eigninni. - Salerni: 3
Fjöldi salerna í eigninni. - Inngangur: Tveir inngangar
Lýsing á aðalinngangi eignarinnar. - Bílskúr: 0
Hvort eignin hafi bílskúr (satt/rangt). - Heitur pottur: 0
Hvort eignin sé með heitum potti (satt/rangt). - Verönd: 1
Hvort eignin hafi verönd (satt/rangt). - Auka íbúð: 1
Hvort eignin innihaldi auka íbúð (satt/rangt). - Sýnileg: 1
Hvort eignin sé sýnileg á vefsíðum eða öðrum miðlum (satt/rangt). - Heiti heimilisfangs: Rauðalækur
Heiti eignar eða byggingar. - Húsnúmer: 24
Húsnúmer eignarinnar.
Fasteignaskrá
Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra
010101
Raðhús á 1. hæð
180 m²
Fasteignamat 2025
112.750.000 kr.
Fasteignamat 2024
109.550.000 kr.
020101
Íbúð á 1. hæð
180 m²
Fasteignamat 2025
114.750.000 kr.
Fasteignamat 2024
111.350.000 kr.
Samskiptasaga byggingar
Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina