30.08.2024 1311908

Söluskrá FastansRökkvatjörn 6

113 Reykjavík

hero

36 myndir

88.900.000

806.715 kr. / m²

30.08.2024 - 14 dag á Fastanum - Fjarlægt þann 13.09.2024

4

Svefnherbergi

2

Baðherbergi

110.2

Fermetrar

Svalir
Geymsla

Staðsetning

Auglýsing

Tenglar

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Einstaklega falleg og fjölskylduvæn 5 herbergja íbúð með sérinngangi á 2 hæðum við Rökkvatjörn 6 í Úlfarsárdal, Reykjavík.
Vandaðar innréttingar, aukin lofthæð á efri hæðinni, tvennar svalir og tvö baðherbergi.

Eignin skiptist þannig að neðri hæð er 57,8 fm, efri hæð 52,8 fm, alls 110,2 fm skv Fasteignaskrá.

Nánari lýsing eignar.
Neðri hæð:

Forstofa er rúmgóð með góðum skápum og parket á gólfi
Þrjú herbergi sem öll eru rúmgóð með skápum og parketi á gólfi. Útgengt út á suður svalir úr einu herbergjanna.
Baðherbergi flísalagt í hólf og gólf. Sturta, upphengt salerni, handklæðaofn, góð innrétting. Stæði fyrir þvottavél og þurrkara.
Lokuð geymsla undir stiga.

Stigi upp á eftir hæð er teppalagður,  með stórum glugga sem hleypir mikilli birtu inn.

Efri hæð:
Aukin lofthæð er á efri hæðinni sem gefur rýminu skemmtilegt yfirbragð.
Eldhús og stofa í björtu alrými með útgengt út á suður svalir.
Eldhús með fallega gráum innréttingum frá VOKE 3 með ljúfloku búnaði, borðplata er hitaþolin. Ísskápur og uppþvottavél innbyggð.
Hjónaherbergi einnig með aukinni lofthæð og góðum skápum.
Baðherbergi flísalagt í hólf og gólf. Sturta, upphengt salerni, handklæðaofn, góð innrétting. Stæði fyrir þvottavél og þurrkara.
Opið geymslurými um 8 fm  sem gæti nýst sem afþreyingarými eða svefnaðstaða.
​​​​
*Gólfefni harðparket úr Húsasmiðjunni og flísar á votrýmum.
*Frístandandi sameiginleg hjóla-og vagnageymsla við enda bílastæða.
*Næg bílastæði sem eru í sameign.
*Húsið er klætt með rafbrynjaðri báru og viðahaldslítilli bambus viðarklæðningu.
*Burðarvirki hússins er CLT burðarkerfi sem er krosslímt gegnheilt timbur.


Virkilega falleg og vel skipulögð íbúð sem heldur vel utan um fjölskylduna. Frábær staðsetning í Úlfarsasdalnum þar sem stutt er í falleg útivistarsvæði við Úlfarsfell, Reynisvatn og Hafravatn.
Stutt í skóla, leikskóla, sundlaug, íþróttastarf og líkamsrækt og aðra þjónustu.



Nánari upplýsingar veitir Svala Haraldsdóttir löggiltur fasteignasali í s. 820-9699 / [email protected]

Ás fasteignasala er rótgróið fyrirtæki sem hefur veitt alla almenna þjónustu í fasteignaviðskiptum frá árinu 1988.
www.facebook.com/asfasteignasala
www.instagram.com/as_fasteignasala
www.as.is

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Verðmat FastansVerðmat Fastans

Söguleg þróun á verðmati eignarinnar frá 2006

Þinglýstir kaupsamningarÞinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

Engir þinglýstir kaupsamningar fundust á þessari eign

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingarEigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

FasteignaskráFasteignaskrá

Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra

010101

Íbúð á 1. hæð
51

Fasteignamat 2025

47.200.000 kr.

Fasteignamat 2024

44.900.000 kr.

Samskiptasaga byggingar

Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina

  1. Umsókn / FyrirspurnAnnað

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN059909, þ.e. svalir 2. hæðar verði minna inndregnar og fari 80sm út fyrir byggingarreit húss á lóð nr. 6 við Rökkvatjörn. Stærð: xx,x ferm., xx,x rúmm. Erindi fylgir afrit umsagnar skipulagsfulltrúa vegna fyrirspurnar er varðar svalir, dags.

  2. Umsókn / FyrirspurnSamþykkt

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Sótt er um leyfi til að byggja þriggja hæða fjölbýli með 12 íbúðum úr krosslímdum timbureiningum á lóð nr. 6 við Rökkvatjörn. Stærð er: 1.016,2 ferm., 3.709,3 rúmm. Meðfylgjandi erindi er bréf hönnuðar vegna athugasemda SHS, dags. 29. september 2021 og minnisblað ráðgjafa vegna athugasemda SHS, dags. 29. júní 2021.

    Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins. Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

  3. Umsókn / FyrirspurnFrestað

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Sótt er um leyfi til að byggja þriggja hæða fjölbýli með 12 íbúðum úr krosslímdum timbureiningum á lóð nr. 6 við Rökkvatjörn. Stærð er: 1.016,2 ferm., 3.709,3 rúmm. Meðfylgjandi erindi er bréf hönnuðar vegna athugasemdar SHS, dags. 29. september 2021 og minnisblað ráðgjafa vegna athugasemda SHS, dags. 29. júní 2021.

    Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.

  4. Umsókn / FyrirspurnFrestað

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Sótt er um leyfi til að byggja þriggja hæða fjölbýli með 12 íbúðum úr krosslímdum timbureiningum á lóð nr. 6 við Rökkvatjörn. Stærð : 1.016,2 ferm., 3.709,3 rúmm. Meðfylgjandi erindi er bréf hönnuðar vegna athugasemdar SHS, dags. 29. september 2021 og minnisblað ráðgjafa vegna athugasemda SHS, dags. 29. júní 2021.

    Vísað til athugasemda.

  5. Umsókn / FyrirspurnFrestað

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Sótt er um leyfi til að byggja þriggja hæða fjölbýli með 12 íbúðum úr krosslímdum timbureiningum á lóð nr. 6 við Rökkvatjörn. Stærð er: 1.016,2 ferm., 3.709,3 rúmm.

    Vísað til athugasemda. 13

  6. Umsókn / FyrirspurnAnnað

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Sótt er um leyfi til að byggja þriggja hæða fjölbýlishús með 12 íbúðum á lóð nr. 6 við Rökkvatjörn. Erindi fylgir varmatapsútreikningar hönnuðar dags. 6. apríl 2021. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. júní 2021. Einnig fylgir bréf skipulagsfulltrúa dags.

  7. Umsókn / FyrirspurnAnnað

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Sótt er um leyfi til að byggja þriggja hæða fjölbýlishús með 12 íbúðum á lóð nr. 6 við Rökkvatjörn. Erindi fylgir varmatapsútreikningar hönnuðar dags. 6. apríl 2021. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. júní 2021. Einnig fylgir bréf skipulagsfulltrúa dags.

  8. Umsókn / FyrirspurnFrestað

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Sótt er um leyfi til að byggja þriggja hæða fjölbýlishús með 12 íbúðum á lóð nr. 6 við Rökkvatjörn. Stækkun er: [00,0] ferm., [00,0] rúmm. Erindi fylgir varmatapsútreikningar hönnuðar dags. 6. apríl 2021.

    Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

  9. LóðaruppdrátturSamþykkt

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að stofna sex nýjar lóðir, samanber meðfylgjandi uppdrátt dagsettann 28.05.2018. Ný lóð Rökkvatjörn 6 (staðgr. 5.052.304, landeignarnr. L226828). Lóðin er stofnuð með því að taka 1380 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 221447). Lóðin Rökkvatjörn 6 (staðgr. 5.052.304, landeignarnr. L226828) verður 1380 m². Ný lóð Rökkvatjörn 6A (staðgr. 5.052.305, landeignarnr. L226832). Lóðin er stofnuð með því að taka 928 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 221447). Lóðin Rökkvatjörn 6A (staðgr. 5.052.305, landeignarnr. L226832) verður 928 m². Ný lóð Rökkvatjörn 10 (staðgr. 5.052.301, landeignarnr. L226829). Lóðin er stofnuð með því að taka 1030 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 221447). Lóðin Rökkvatjörn 10 (staðgr. 5.052.301, landeignarnr. L226829) verður 1030 m². Ný lóð Silfratjörn 5 (staðgr. 5.052.303, landeignarnr. L226830). Lóðin er stofnuð með því að taka 726 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 221447). Lóðin Silfratjörn 5 (staðgr. 5.052.303, landeignarnr. L226830) verður 726 m². Ný lóð Silfratjörn 5A (staðgr. 5.052.406, landeignarnr. L226833). Lóðin er stofnuð með því að taka 16 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 221447). Lóðin Silfratjörn 5A (staðgr. 5.052.406, landeignarnr. L226833) verður 16 m². Ný lóð Silfratjörn 11 (staðgr. 5.052.302, landeignarnr. L226831). Lóðin er stofnuð með því að taka 660 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 221447). Lóðin Silfratjörn 11 (staðgr. 5.052.302, landeignarnr. L226831) verður 660 m². Sjá deiliskipulag sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði þann 27.09.2017, samþykkt í borgarráði þann 05.10.2017 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 19.02.2018.

    Samræmist ákvæðum laga nr 160 / 2010 Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst


Byggir aðeins á útgefnum fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur á milli 1997 - 2024 ( júlí ).

PóstlistiÁbendingarHafa samband