20.08.2024 1306158

Söluskrá FastansHvassaleiti 103

103 Reykjavík

hero

50 myndir

149.900.000

656.592 kr. / m²

20.08.2024 - 17 dag á Fastanum - Fjarlægt þann 06.09.2024

4

Svefnherbergi

2

Baðherbergi

228.3

Fermetrar

Fasteignasala

Helgafell Fasteignasala

[email protected]
893 3276
Bílskúr
Sólpallur
Svalir
Arinn

Staðsetning

Auglýsing

Tenglar

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

*** OPIÐ HÚS VERÐUR ÞRIÐJUDAGINN 20. ÁGÚST KL. 17:00 - 18:00 - VINSAMLEGAST BÓKIÐ TÍMA Á NETFANGIÐ [email protected] EÐA Í S. 893 3276 - VERIÐ VELKOMIN ***

Helgafell fasteignasala og Hólmar Björn Sigþórsson löggiltur fasteignasali kynna í einkasölu:

Eitt af glæsilegri raðhúsum við Hvassaleiti í Reykjavík. Húsið er byggt 1962 og hannað af Gunnari Hanssyni arkitekt sem þótti djarfur og í senn rómantískur í hönnun sinni og bera verk hans með sér ákveðinn léttleika og fágun sem njóta sín vel í þessu húsi.  Hvassaleiti 103 er fallegt og vel skipulagt 228,3 fermetra raðhús sem telur fjórar hæðir á pöllum. Húsið er staðsett innarlega í botngötu og öll helsta þjónusta er í göngufæri, s.s. verslun, skólar o.fl. Hús sem þessi koma sjaldan í sölu. 

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ FÁ SENT SÖLUYFIRLIT STRAX


Eignin skiptist í anddyri, hol, gestasalerni, stofu / borðstofu, svalastofu, eldhús, svefnherbergisgang, fimm svefnherbergi, baðherbergi, í kjallara með sérinngagni er þvottahús, geymslur og eitt af svefnherbergjunum, bílskúr.

Nánari lýsing:
Anddyri: Komið inn í flísalagða forstofu. 
Hol: Úr forstofu er komið inn í hol með fataskáp, marmaraflísar á gólfi. 
Gestasnyrting: Inn af holi, vaskur, skápur, flísar á gólfi og veggjum að hluta. 
Stofa / borðstofa: Úr holi er gengið upp í stóra og bjarta stofu / borðstofu með mikilli lofthæð. Komið er upp í borðstofuna sem er á neðri palli og þaðan gengið upp í stofu. Milli borðstofu og stofu er glæsilegur arinn hannaður af Gunnari Einarssyni innanhússarkitekt, parket á gólfi.
Svalastofa: Bætt hefur verið við stofu með því að byggja yfir stórar svalir ca. 22,5 fermetra svalastofu með opnanlegum gluggum sem snúa út í garði, marmaraflísar á gólfi. 
Eldhús: Úr borðstofu er gengið inn í eldhús með upprunalegri innréttingu, bakaraofn og helluborð, flísar milli skápa, borðkrókur, parket á gólfi. 
Svefnherbergisgangur: Parket á gólfi. 
Svefnherbergi: Úr holi er gengið niður flísalagðar tröppur á neðri hæð þar sem eru þrjú svefnherbergi. Inn af holi er forstofuherbergi og í kjallara er svefnherbergi með sérinngangi. 
Hjónaherbergi með góðu skápaplássi, útgengt út í garð með suðvestur sólpalli, parket á gólfi.
Svefnherbergi 2 með teppi á gólfi.
Svefnherbergi 3 með fataskáp, parket á gólfi. 
Forstofuherbergi 4 með dúk á gólfi.
Svefnherbergi 5 í kjallara með dúk á gólfi.
Baðherbergi: Rúmgott baðherbergi, innbyggður speglaskápur, baðker, flísar á gólfi og veggjum að hluta. 
Kjallari: Komið er niður í kjallara með sérinngangi. Þar er svefnherbergi, þvottahús og geymslur, dúkur á gólfi.
Bílskúr: Birt stærð 21,6 fermetrar, hiti, kalt vatn, borð og hillur, ómálað gólf. 
Lóð: Framan við húsið eru steyptar tröppur og steypt innkeyrsla, á baklóð er fallegur gróinn garður með suðvestur sólpall. 
Húsið: Er steypt og byggt 1962. Húsið er hluti af Hvassaleiti 113-101 sem eru sjö raðhús. 

Hvassaleiti tilheyrir Háaleiti og Bústöðum.  Eignin er vel staðsett, skjólsælt og gróið hverfi og úti­vist­ar­gildi svæð­is­ins er talsvert. Gott aðgengi er að hjóla- og göngustígum og öllum helstu stofnbrautum. Hverfið teng­ist gömlum og rót­grónum hverfum og mjög stutt í alla verslun og þjón­ustu.

Hér er um að ræða einstaka eign sem býður upp á fjölbreytta möguleika þar sem hægt er að leika sér með notagildið og fagurfræðina bæði innan og utandyra.  Sjón er sögu ríkari.

HÚSIÐ HEFUR VERIÐ Í EIGU EINNAR FJÖLSKYLDU. INNRÉTTINGAR ERU UPPRUNALEGAR OG ÁSTAND Á ÞAKI OG LÖGNUM EKKI FYLLILEGA ÞEKKT. KAUPENDUR ERU ÞVÍ HVATTIR TIL AÐ SKOÐA EIGNINA MEÐ ÞAÐ Í HUGA OG LEITA SÉR AÐSTOÐAR FAGMANNS.

Nánari upplýsingar og bókun á skoðun gefur Hólmar Björn Sigþórsson, löggiltur fasteignasali og félagsmaður í Félagi fasteignasala í s. 893 3276 eða í netfangið [email protected]

 

----------------------------------------------------------
Heimasíða Helgafells fasteignasölu
Facebook síða Helgafells

- Hafðu samband og við gerum söluverðmat á eign þinni, þér að kostnaðarlausu -

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt í kringum 50þ., oft lægra eða ekkert lántökugjald fyrir fyrstu kaup. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Þjónustusamningur milli kaupanda og fasteignasölu - Kr.  79.980,- m/vsk.

Helgafell fasteignasala bendir kaupendum á ríka skoðunarskyldu sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr.40/2002. Skorað er á kaupendur að kynna sér vandlega ástand fasteigna og nýta til þess aðstoð sérfræðinga.  Sömuleiðis er bent á upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. Laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Seljanda er bent á að kynna sér tilvitnaðar lagagreinar.

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Verðmat FastansVerðmat Fastans

Söguleg þróun á verðmati eignarinnar frá 2006

Þinglýstir kaupsamningarÞinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingarEigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

FasteignaskráFasteignaskrá

Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra

020101

Íbúð á 1. hæð
228

Fasteignamat 2025

129.850.000 kr.

Fasteignamat 2024

128.200.000 kr.

Samskiptasaga byggingar

Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina

PóstlistiÁbendingarHafa samband