13.08.2024 1303371

Söluskrá FastansSuðurgata 76

220 Hafnarfjörður

hero

30 myndir

104.900.000

609.175 kr. / m²

13.08.2024 - 3 dag á Fastanum - Fjarlægt þann 16.08.2024

3

Svefnherbergi

2

Baðherbergi

172.2

Fermetrar

Fasteignasala

Domusnova

[email protected]
861 8827
Aukaíbúð
Bílskúr
Svalir

Staðsetning

Auglýsing

Tenglar

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu


Ævar Örn Jóhannson löggiltur fasteignasali og Domusnova kynna í einkasölu Suðurgötu 76.

Mjög snyrtileg, björt og rúmgóð hæð í tvíbýli með sérinngangi og bílskúr á góðum stað í Hafnarfirði.

Eignin er 172,2 fm og þar af er bílskúrinn 26,2 fm.
Bílskúrinn er innréttaður sem aukaíbúð með eldhúsaðstöðu, baðherbergi og svefnherbergi og er í útleigu sem býður upp á leigutekjur.

Hæðin var nýlega tekin í gegn að innan af fyrri eigendum.
Parket var slípað upp og lakkað.
Eldhús, baðherbergi og gestasalerni tekin í gegn.
Nýjar hurðar í öll rými.
Settir voru nýjir gluggar í öll svefnherbergi 2024.

Stór sameiginlegur garður með limgerði og tignarlegum grenitrjám. 
Eigninni fylgir u.þ.b. 10 fm geymsluskúr úr timbri með bárujárnsþaki.

Stutt er í allt það helsta sem þörf er á. Grunnskóli, leikskóli, framhaldsskóli og leiksvæði í stuttu göngufæri ásamt Suðurbæjarlaug og matvöruverslun.
Fjörður verslunarkjarni, miðsvæði Hafnarfjarðar og höfnin einnig í næsta nágrenni.

Frekari upplýsingar veitir:
Ævar Jóhanns löggiltur fasteignasali / s.861 8827 / [email protected]
Skrifstofa / s.527-1717 / [email protected]


Nánari lýsing eignar:
Sérinngangur í flísalagt anddyri með ofni og góðu skápaplássi. Inn af anddyri er rúmgott flísalagt hol með góðu veggplássi.
Inn af holinu er rúmgott þvottahús flísalagt á gólfi með góðu skápaplássi og glugga með opnanlegu fagi.
Snyrtilegt lítið gestasalerni er einnig inn af holinu.
Eldhúsið var nýlega tekið í gegn af fyrri eigendum og er bjart og stórt með hvítri innréttingu, innfeldum ísskáp og nýrri eldavél með span helluborði.
Parketlögð stofan er mjög stór og björt og rúmar vel betri stofu og borðstofu.
Útgengt er á flísalagðar svalir frá stofunni með útsýni yfir garðinn í suðvestur átt.
Inn af stofu er parketlagt sjónvarpshol.
Þar fyrir innan er svefnherbergis álma með þremur svefnherbergjum og baðherbergi.
Hjónaherbergið er rúmgott og parketlagt með skápavegg.
Barnaherbergin eru parketlögð og annað barnaherbergið er einnig með skápapláss.
Út frá svefnherbergisálmu er einnig hurð út á svalir.
Baðherbergið er með sturtu og baðkari og er flísalagt á gólfi og veggjum með hvítan loftpanil. Í kringum sturtu og baðkar eru mósaík flísar.
Inn á baðherbergi er gluggi með opnanlegu fagi og þar er einnig þokkalegt skápapláss, handlaug með innréttingu og snyrtiskápum og upphengt salerni. 


Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
  1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
  2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
  3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
  4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
  5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Verðmat FastansVerðmat Fastans

Söguleg þróun á verðmati eignarinnar frá 2006

Þinglýstir kaupsamningarÞinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

Pnr.HeimilisfangKaupverðStærðFermetraverðTegundFastan.Dags.Noth.
32.500.000 kr.172.20 188.734 kr./m²207980311.04.2007

35.000.000 kr.172.20 203.252 kr./m²207980330.12.2013

69.500.000 kr.172.20 403.600 kr./m²207980311.10.2019

82.900.000 kr.172.20 481.417 kr./m²207980310.09.2021

103.000.000 kr.172.20 598.142 kr./m²207980304.09.2024

Fastinn geymir kaupsamninga aftur til 2007

Sótt frá Þjóðskrá

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingarEigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

FasteignaskráFasteignaskrá

Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra

010101

Íbúð á 1. hæð
172

Fasteignamat 2025

99.550.000 kr.

Fasteignamat 2024

98.550.000 kr.

010201

Íbúð á 2. hæð
192

Fasteignamat 2025

104.150.000 kr.

Fasteignamat 2024

103.150.000 kr.

Samskiptasaga byggingar

Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina

Engin samskiptasaga fannst á þessari eign.


    Byggir aðeins á útgefnum fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur á milli 1997 - 2024 ( júlí ).

    PóstlistiÁbendingarHafa samband