08.08.2024 1301119

Söluskrá FastansÁsvallagata 51

101 Reykjavík

hero

34 myndir

57.900.000

1.015.789 kr. / m²

08.08.2024 - 1 dag á Fastanum - Fjarlægt þann 09.08.2024

1

Svefnherbergi

1

Baðherbergi

57

Fermetrar

Ekki tókst að greina fasteignasölu.

Hjólageymsla
Geymsla

Staðsetning

Auglýsing

Tenglar

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Fáðu nánari upplýsingar og gerðu tilboð á sölusíðu eignarinnar.

Kaupstaður fasteignasala kynnir bjarta, fallega og talsvert endurnýjaða 2ja herbergja íbúð á efstu hæð í Verkamannabústöðunum. Frábærum staðsetning í Gamla-Vesturbænum.
Húsinu er vel við haldið og vel þjónustað þökk sé sterku húsfélagi.
Fallegt plankaparket úr eik er í öllum rýmum íbúðar nema inni á baðherbergi sem er flísalagt.
Stórir gluggar príða hvert herbergi og opnast þeir upp á gátt til að tryggja gott loftflæði. Gluggakistur, karmar og upprunalegar hurðar hafa allar verið lakkaðar hvítar.
Tvær sérgeymslur eru í sameign og hefur önnur hefur verið notuð sem gestaherbergi eða skrifstofa. Sameiginlegt þvottarými og sér þurrkherbergi er á neðstu hæð húss.
Húsfélag Alþýðunnar er stærsta og eitt elsta húsfélag Íslands og sér það um að halda öllum íbúðum, ásamt húsunum sjálfum, í góðu ásigkomulagi en Verkamannabústaðirnir voru lýstir friðaðir 2011.
Eignin er skráð skv. fasteignaskrá HMS 57,0 m².

Nánari lýsing:
Anddyri: Frá götu er gengið inn í snyrtilega og bjarta sameign með stórum glugga. Þaðan er gengið upp til íbúðar en niður í þvottahús/geymslur. Úr þvottahúsi er gengið í sameiginlegan garð.
Forstofa/gangur: Frá stigapalli er komið inn í forstofu þaðan sem gengið er í önnur rými íbúðarinnar. Innbyggður skápur við dyr.
Eldhús: Falleg U-laga innrétting frá 2021. Gott og praktískt vinnupláss ásamt skápaplássi. Hvert horn er vel nýtt. Innbyggð uppþvottavél, stór vaskur og smá set”krókur” með útsýni út á Ásvallagötuna. Síðdegissólin kemur inn um gluggann.
Borðstofa/stofa: Björt og góð stofa með glugga í suðvestur. Upprunaleg hurð sem auðvelt er að taka af til að opna rýmið enn frekar.
Svefnherbergi: Bjart og gott herbergi með grunnum fataskáp.
Baðherbergi: Nýlega endurnýjað og flísalagt að mestu. Upphengt salerni, handklæðaofn og rúmgott baðkar með sturtuaðstöðu.
Þvottahús: Í sameign í kjallara er snyrtileg hjólageymsla/þvottahús og þurrkherbergi. Hver íbúð hefur pláss fyrir sín eigin tæki.
Geymsla: Í sameign fylgja tvær geymslur íbúðinni. Önnur 4m² en hin 8m². Stærri geymslan hefur verið nýtt sem herbergi/skrifstofa og er hiti í henni.


Garður: Gróinn og fallegur sérgarður. Í gegnum hann er gengið yfir í stærri garð með leikvelli og kössum til grænmetisræktunar. Garðinum er lokað götumegin á næturnar til að tryggja svefnfrið.
Samkvæmt eiganda var rafmagn tekið í gegn fyrir árið 2016 en nákvæmt ártal liggur ekki fyrir.
Frábær staðsetning þar sem stutt er í alla helstu þjónustu; búðir, sundlaug, kaffihús og heilsugæslu. Örstutt er í skóla og leikskóla, Háskóli Íslands í göngufæri. Stutt til sjávar og niður í miðbæ. Strætó stoppar steinsnar frá útidyrum.


Eignin er í rótgrónu hverfi Vesturbæjarins þar sem mikla menningu er að finna, en íbúðin er í Verkamannabústöðunum sem hafa mikla og merkilega sögu að geyma.

Fyrirvarar

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill seljandi því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteignarinnar fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.

Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Verðmat FastansVerðmat Fastans

Söguleg þróun á verðmati eignarinnar frá 2006

Þinglýstir kaupsamningarÞinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

Pnr.HeimilisfangKaupverðStærðFermetraverðTegundFastan.Dags.Noth.
17.000.000 kr.56.20 302.491 kr./m²200251321.07.2008

15.250.000 kr.57.00 267.544 kr./m²200251619.01.2010

14.500.000 kr.57.00 254.386 kr./m²200251506.05.2011

19.700.000 kr.56.20 350.534 kr./m²200251430.12.2013

25.000.000 kr.57.00 438.596 kr./m²200251524.05.2016

27.600.000 kr.57.00 484.211 kr./m²200251602.11.2016

35.000.000 kr.56.20 622.776 kr./m²200251306.01.2020

35.200.000 kr.57.00 617.544 kr./m²200251506.03.2020

47.550.000 kr.57.00 834.211 kr./m²200251502.11.2022

61.900.000 kr.57.00 1.085.965 kr./m²200251628.08.2024

Fastinn geymir kaupsamninga aftur til 2007

Sótt frá Þjóðskrá

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingarEigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

FasteignaskráFasteignaskrá

Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra

040101

Íbúð á 1. hæð
56

Fasteignamat 2025

48.900.000 kr.

Fasteignamat 2024

47.550.000 kr.

040102

Íbúð á 1. hæð
56

Fasteignamat 2025

48.900.000 kr.

Fasteignamat 2024

47.550.000 kr.

040201

Íbúð á 2. hæð
57

Fasteignamat 2025

49.100.000 kr.

Fasteignamat 2024

47.700.000 kr.

040202

Íbúð á 2. hæð
57

Fasteignamat 2025

49.100.000 kr.

Fasteignamat 2024

47.700.000 kr.

Samskiptasaga byggingar

Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina

Engin samskiptasaga fannst á þessari eign.


    Byggir aðeins á útgefnum fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur á milli 1997 - 2024 ( júlí ).

    PóstlistiÁbendingarHafa samband