07.08.2024 1300665

Söluskrá FastansIndriðastaðahlíð 120

311 Borgarnes

hero

34 myndir

145.000.000

729.743 kr. / m²

07.08.2024 - 9 dag á Fastanum - Fjarlægt þann 16.08.2024

4

Svefnherbergi

2

Baðherbergi

198.7

Fermetrar

Ekki tókst að greina fasteignasölu.

Bílskúr
Heitur pottur
Verönd
Geymsla
Hleðslustöð

Staðsetning

Auglýsing

Tenglar

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Hrannar Jónsson, löggiltur fasteignasali og Domusnova fasteignasala kynna:

Virkilega vandað heilsárshús með stórri eignarlóð, ægifögru útsýni, bílskúr, gestasvítu, mynstursteyptu bílastæði og stórri verönd allt um kring.

Húsið stendur mjög hátt í landi Indriðastaða, í lokuðu hverfi með aðgangsstýringu og er staðsett fremst í Skorradal.

Um er að ræða sumarhús/einbýlishús sem stendur á frístundalóð en er nýtt í dag til heilsársbúsetu.

Eignin samanstendur af tveimur eignarlóðum (9.755 fm alls) með u.þ.b. 200 fm af húsakosti, yfir 200 fm af verönd og er útsýni um Skorradal, vestur á Snæfellsjökul, upp í Skarðsheiðina og að Skessuhorni. Renna tveir fallegir lækir um lóðirnar og mikið berjaland allt um kring.

Smelltu hér til að fá söluyfirlit sent strax!

Húsið er kynnt með hitaveitu, gólfhita og er heitur pottur á verönd.

Fjögur svefnherbergi, stórt eldhús, tvær stofur, tvö baðherbergi, sér þvottahús og mikið útsýni úr stofu og hátt til lofts í alrými.

Harðviður er í gluggum og hurðum, innfelld lýsing, sérsmíðaðar innréttingar, timburverönd er öll úr harðviði og hvergi verið til sparað við byggingu á þessari vönduðu eign.

Nýlega var bætt við aukastofu sem öll er úr harðvið og gleri, falleg kamína er þar og útsýni óviðjafnanlegt.

Eignin er eingöngu sýnd í einkaskoðun, pantið tíma hjá fasteignasala, [email protected]

Nánari lýsing - Aðalhús:
  • Forstofa með flísum á gólfi og fataskápur ásamt góðu fatahengi.
  • Þvottahús og geymsla er inn af forstofunni, flísar á gólfi, skolvaskur, innrétting og skápar.
  • Baðherbergi ímeð flísum á gólfi og veggjum, góð innrétting með vask og hirslum, stór spegill, baðkar með sturtu, upphengt salerni og svo er gluggi með opnanlegu fagi.
  • Hjónaherbergið er sýnu stærst, góðir fataskápar, parket á gólfi og horngluggi með fallegu útsýni.
  • Hin tvö herbergin eru rúmgóð, með góðum gluggum, parketi á gólfi og fataskápum
  • Eldhús er með fallegri innréttingu með góðu geymsluplássi, granít á borðum, innbyggð uppþvottavél, pláss fyrir einfaldan ísskáp, vandað parket á gólfi og aukin lofthæð.
  • Borðstofan er í beinu framhaldi af eldhúsinu, rúmgóð, rúmar stórt borðstofuborð, aukin lofthæð og vandað parket á gólfi.
  • Stofan er rúmgóð, björt, hátt til lofts og vandað parket á gólfi.
  • Sólstofan eða stækkunin sem er nýjasta viðbótin við húsið, vandaðar flísar á gólfi , gólfsíðir gluggar á öllum hliðum og fallega hönnuð kamína.
Nánari lýsing - Gestavíta og bílskúr:
  • Gengið er inn í gestasvítuna af veröndinni  og er hún innst í bílskúrshúsinu.
  • Miðrýmið virkar eins og forstofa, stór fataskápur, innrétting með vaski og spegill, flísar á gólfi.
  • Stórt svefnherbergi með góðum glugga og vönduðu parketi á gólfi.
  • Gestasnyrting með upphengdu salerfni og flísar á hluta veggja og gólfi.
  • Tvöföld stór sturta er í sér rými, flísar á veggjum og gólfi, nýtist vel fyrir notkun á heita pottinum á verönd.
  • Bílskúrinn sjálfur er mjög rúmgóður, með máluðu gólfi, góðum hirslum og með rafdrifinni hurð.
  • Rafhleðslustöð fyrir Teslubíl er á framhlið bílskúrs sem fylgir með.
Nánari lýsing - Útisvæði: 
  • Virkilega stór verönd úr harðviði er í kringum aðalhúsið og tengir saman gestahús/bílskúr ásamt bílastæðinu.
  • Göngustígar í allar áttir til útvistar, stutt að fara jafnt á fjöll sem niður að vatni.
  • Bílastæði er mjög rúmgott, mynstursteypt og lagt fyrir snjóbræðslu undir það.
  • Tveir bæjarlækir á lóðunum og mikið berjaland.
Einstök eign í alla staði og upplögð bæði sem sumarparadís fyrir stóra fjölskyldu sem og til heilsársbúsetu fyrir þá sem vilja búa í sveitinni.

Upplýsingar gefur: 
Hrannar Jónsson, löggiltur fasteignasali
Sími: 899 0720
Netfang: [email protected]

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Verðmat FastansVerðmat Fastans

Söguleg þróun á verðmati eignarinnar frá 2006

Þinglýstir kaupsamningarÞinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

Engir þinglýstir kaupsamningar fundust á þessari eign

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingarEigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

FasteignaskráFasteignaskrá

Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra

010101

Sumarhús á 1. hæð
183

Fasteignamat 2025

108.050.000 kr.

Fasteignamat 2024

97.150.000 kr.

Samskiptasaga byggingar

Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina

Engin samskiptasaga fannst á þessari eign.


    Byggir aðeins á útgefnum fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur á milli 1997 - 2024 ( júlí ).

    PóstlistiÁbendingarHafa samband