25.07.2024 1296571

Söluskrá FastansGrandavegur 1

107 Reykjavík

hero

30 myndir

89.900.000

781.060 kr. / m²

25.07.2024 - 15 dag á Fastanum - Fjarlægt þann 09.08.2024

2

Svefnherbergi

1

Baðherbergi

115.1

Fermetrar

Ekki tókst að greina fasteignasölu.

Bílskúr
Svalir
Geymsla
Hleðslustöð

Staðsetning

Auglýsing

Tenglar

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Fáðu nánari upplýsingar og gerðu tilboð á sölusíðu eignarinnar.

Kaupstaður kynnir bjarta og fallega íbúð ásamt bílskúr á þessum eftirsóttum stað í Vesturbænum. Um er að ræða 3ja herbergja íbúð á 2.hæð ásamt stakstæðum endabílskúr í eftirtektaverðu fjölbýlishúsi sem er teiknað af arkitektunum Finni Björgvinssyni og Hilmari Þóri Björnsyni. Samtals er eignin skráð 115,1fm og þar af er bílskúrinn 25,2fm.

Frábær staðsetning þar sem stutt er í þjónustu, íþróttasvæði K.R og fallegar gönguleiðir við Ægissíðuna.

Nánari lýsing: forstofa komið er inn í opið rými með parketi á gólfi og góðum fatahengjum.

Stofa: er björt og falleg með ljósu parketi á gólfi. Útgengt er á góðar suðursvalir frá stofunni.

Eldhús: falleg sprautulökkuð innrétting með gráum borðplötum og flísum á milli efri og neðri skápa. Nýlegt spansuðuhelluborð og bakaraofn. Stálháfur yfir. Tengi er fyrir uppþvottavél og parket á gólfi. Stál vaskur og nýleg blöndunartæki.

Svefnherbergi l: rúmgott með góðum fataskáp og ljósu parketi á gólfi.

Svefnherbergi ll: rúmgott með nýjum fataskáp með lýsingu og parket á gólfi.

Baðherbergi: er flísalagt í hólf og gólf með baðkari með sturtuaðstöðu. Innrétting er við vask með halogenlýsingu og handklæðaofn. Nýleg blöndunartæki í baði og vask frá Hansgrohe.

Þvottaherbergi: á gangi fyrir framan íbúð er sameiginlegt þvottahús með einni annarri íbúð og hver með sína vél og þurrkara.

Geymsla: í sameign er sér geymsla með hillum sem fylgja með.

Bílskúr: skráður 25,2 fm með rafmagnshurðaopnara, heitu og köldu vatni og góðu geymslulofti.

Búið er að setja upp fjórar rafhleðslustöðvar á bílastæðum hússins (lagt fyrir sex og því auðvelt að fjölga).

Samkvæmt seljanda:

Árið 2023 - viðgerðir á sameignargluggum í stigagangöngum Grandavegs 1 og 3.

Árið 2022 - var skipt um gler og ytri-gluggalista á báðum svefnherbergjum.

Árið 2021 - allir rafmagnstenglar og rofar í íbúðinni endurnýjaðir með Berker S/B rofalínu frá Johan Rönning.

Athugið. Búið er að samþykkja viðhaldsframkvæmdir á utanverðu húsinu sem hefjast nú í sumar. Meðal annars verða endurnýjaðir yfirborðsfletir á þaki þ.m.t. þakjár og húsið málað. Búið er að samþykkja bindandi verksamning við framkvæmdaaðila með milligöngu verkfræðistofu sem einnig mun annast eftirlit með framkvæmdum. Hlutur íbúðar í samþykktum framkvæmdakostnaði er greiddur af seljanda.

Fyrirvarar

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill seljandi því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteignarinnar fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.

Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Verðmat FastansVerðmat Fastans

Söguleg þróun á verðmati eignarinnar frá 2006

Ath. að Verðmat Fastans er enn í þróun og byggir í dag á mjög grunnum upplýsingum.

Þinglýstir kaupsamningarÞinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

Pnr.HeimilisfangKaupverðStærðFermetraverðTegundFastan.Dags.Noth.
31.000.000 kr.115.10 269.331 kr./m²202534217.04.2007

48.900.000 kr.115.10 424.848 kr./m²202534211.09.2018

89.000.000 kr.115.10 773.241 kr./m²202534209.09.2024

Fastinn geymir kaupsamninga aftur til 2007

Sótt frá Þjóðskrá

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

VerðsagaVerðsaga

Byggt á þinglýstum kaupsamningum

Byggir á kaupsamningum sem deila heimilsfangi og stærð

Sótt frá Þjóðskrá

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

AuglýsingasagaAuglýsingasaga

Endurskráningar sömu eignar á mismunandi verð- og tímabilum

Fjöldi skráningaÁsett verðFermetraverðTímabil.
12 skráningar
89.900.000 kr.781.060 kr./m²07.06.2024 - 07.06.2024
2 skráningar
49.900.000 kr.433.536 kr./m²29.06.2018 - 20.07.2018
1 skráningar
52.500.000 kr.456.125 kr./m²14.06.2018 - 28.06.2018
1 skráningar
54.900.000 kr.476.977 kr./m²01.06.2018 - 13.06.2018

Eignin hefur verið auglýst / endurskráð 16 sinnum síðan 2014.

Eigindi auglýsingarEigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

FasteignaskráFasteignaskrá

Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra

010101

Íbúð á 1. hæð
105

Fasteignamat 2025

80.250.000 kr.

Fasteignamat 2024

77.200.000 kr.

010201

Íbúð á 2. hæð
130

Fasteignamat 2025

84.900.000 kr.

Fasteignamat 2024

81.450.000 kr.

010202

Íbúð á 2. hæð
115

Fasteignamat 2025

78.100.000 kr.

Fasteignamat 2024

75.100.000 kr.

010301

Íbúð á 3. hæð
105

Fasteignamat 2025

76.300.000 kr.

Fasteignamat 2024

73.300.000 kr.

010302

Íbúð á 3. hæð
115

Fasteignamat 2025

77.800.000 kr.

Fasteignamat 2024

74.700.000 kr.

010401

Íbúð á 4. hæð
77

Fasteignamat 2025

62.300.000 kr.

Fasteignamat 2024

60.000.000 kr.

010402

Íbúð á 4. hæð
73

Fasteignamat 2025

60.100.000 kr.

Fasteignamat 2024

57.850.000 kr.

Samskiptasaga byggingar

Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina

  1. ÞakgluggarSamþykkt

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Sótt er um leyfi til setja tvo þakglugga á austurhlið fjölbýlishússins nr. 1 á lóð nr. 1-3 við Grandaveg. Samþykki húsfélagsins Grandaveg 1 dags. 4. maí 2011 og samþykki eigenda Grandaveg 3 fylgir.

  2. ÞakgluggarFrestað

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Sótt er um leyfi til setja tvo þakglugga á austurhlið fjölbýlishússins nr. 1 á lóð nr. 1-3 við Grandaveg. Samþykki húsfélagsins Grandaveg 1 dags. 4. maí 2011 fylgir.


Byggir aðeins á útgefnum fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur á milli 1997 - 2024 ( júlí ).

PóstlistiÁbendingarHafa samband