25.07.2024 1296371

Söluskrá FastansKolagata 2

101 Reykjavík

hero

25 myndir

114.900.000

1.242.162 kr. / m²

25.07.2024 - 15 dag á Fastanum - Fjarlægt þann 09.08.2024

2

Svefnherbergi

2

Baðherbergi

92.5

Fermetrar

Fasteignasala

Eignamiðlun

[email protected]
867-0968
Svalir
Hjólageymsla
Geymsla

Staðsetning

Auglýsing

Tenglar

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Eignamiðlun kynnir:

Rúmgóð og björt þriggja herbergja íbúð með 3 m lofthæð. Íbúðin er á 3 hæð, við Kolagötu 2 á Hafnartorgi. Æðisleg staðsetning miðsvæðis í Reykjavík með mannlífi allt um kring, stutt í alla helstu þjónustu og verslun, sögu og menningu.

Samkvæmt HMS er hún skráð 92,5 fm en þar af er geymsla í kjallara 7,9 fm.
Íbúum Hafnartorgs stendur til boða að leigja bílastæðakort samkvæmt verðskrá.

***Smelltu hér til að sækja söluyfirlit***

Nánari lýsing:
Forstofa með spónlögðum fataskápum, lýsing að innan og harðparket á gólfi
Stofa og borðstofa í opnu rými ásamt eldhúsi, gengið er út á svalir sem vísa til suð -vesturs. Harðparket er á gólfi.
Eldhús með flottri innréttingu frá Noblessa og GKS með ljúflokum á skápum og skúffum. Hvít Meganite borðplata, innbyggður vaskur og klæðning milli skápa er úr sama efni. Vola blöndunartæki í eldhúsi og einnig eru vönduð tæki frá Siemens. Blástursofn og helluborð, innbyggður ísskápur og uppþvottavél fylgja. Dunavox vínkælir og gufugleypir er frá Elica.
Barnaherbergi með spónlögðum upplýstum fataskápum og harðparketi á gólfi.
Baðherbergi flísalagt með ítölskum flísum. Innrétting frá Noblessa með Meganite borðplötu og innbyggðum vaski úr sama efni. Mini Glo Ball speglalýsing frá Flos ásamt Vola hreinlætistæki. Rúmgóð "walk in" sturta.
Hjónaherbergi með spónlögðum upplýstum fataskápum. Harðparket á gólfi. Baðherbergi inn af hjónaherbergi, flísalagt með ítölskum flísum. Innrétting frá Noblessa með Meganite borðplötu og innbyggðum vaski úr sama efni. Mini Glo Ball speglalýsing frá Flos og Vola hreinlætistæki. Rúmgóð "walk in" sturta.
Þvottahús með vandaðri innréttingu og vaski. Flísar á gólfi.

Í kjallara er sér geymsla, 7.9 fm) og sameiginleg hjólageymsla. 
Geymsla 7,9 fm. ( Í kjallara ) Sameign, sameiginleg hjólageymsla í kjallara og gámar fyrir sorp. Innihurðar eru 2,5 m háar, sprautulakkaðar og framleiddar hjá HBH.

Arkitektar hússins eru PKdM arkitektar en stofan var hönnuð af Pálmari Kristmundssyni arkitekt sem vinnur í samstarfi með Fernando de Mendonca og öflugu teymi arkitekta frá öllum heimshornum.
Byggingaraðili hússins er ÞG Verktakar ehf og Guðbjörg Magnúsdóttir sá um innanhússhönnun.
Hafnartorg skartar 70 hágæða íbúðum í miðbæ Reykjavíkur. Allt ytra efnisval bygginganna er í hæsta gæðaflokki sem og allur lóðarfrágangur.

Undir húsunum er stærsti bílakjallari landsins sem nær allt til Hörpunnar og stendur íbúum Hafnartorgs til boða að leigja bílastæðakort samkvæmt verðskrá.

Nánari upplýsingar veitir Unnar Kjartansson, löggiltur fasteignasali, í s:867-0968 eða [email protected]

***
Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum. 

Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.

Heimasíða Eignamiðlunar

Eignamiðlun á Facebook

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Verðmat FastansVerðmat Fastans

Söguleg þróun á verðmati eignarinnar frá 2006

Þinglýstir kaupsamningarÞinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingarEigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

FasteignaskráFasteignaskrá

Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra

070211

Íbúð á 2. hæð
91

Fasteignamat 2025

90.850.000 kr.

Fasteignamat 2024

82.750.000 kr.

070209

Íbúð á 2. hæð
75

Fasteignamat 2025

80.650.000 kr.

Fasteignamat 2024

73.550.000 kr.

070210

Íbúð á 2. hæð
79

Fasteignamat 2025

83.350.000 kr.

Fasteignamat 2024

75.950.000 kr.

070212

Íbúð á 2. hæð
84

Fasteignamat 2025

86.200.000 kr.

Fasteignamat 2024

78.600.000 kr.

070309

Íbúð á 3. hæð
75

Fasteignamat 2025

80.400.000 kr.

Fasteignamat 2024

73.300.000 kr.

070310

Íbúð á 3. hæð
79

Fasteignamat 2025

83.200.000 kr.

Fasteignamat 2024

75.850.000 kr.

070311

Íbúð á 3. hæð
92

Fasteignamat 2025

91.250.000 kr.

Fasteignamat 2024

83.150.000 kr.

070312

Íbúð á 3. hæð
84

Fasteignamat 2025

86.050.000 kr.

Fasteignamat 2024

78.450.000 kr.

070405

Íbúð á 4. hæð
160

Fasteignamat 2025

170.850.000 kr.

Fasteignamat 2024

154.250.000 kr.

070406

Íbúð á 4. hæð
174

Fasteignamat 2025

178.900.000 kr.

Fasteignamat 2024

161.800.000 kr.

Samskiptasaga byggingar

Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina

PóstlistiÁbendingarHafa samband