Söluauglýsing: 1289871

Breiðvangur 1

220 Hafnarfjörður

Verð

97.900.000

Stærð

193.1

Fermetraverð

506.991 kr. / m²

Tegund

Fjölbýli

Fasteignamat

93.250.000

Fasteignasala

Hraunhamar Fasteignasala

Símanúmer

hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 2 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Haunhamar kynnir sérlega glæsilega íbúð efstu hæð á þessum eftirsótta stað í Norðurbæ Hafnarfjarðar. Íbúðin er  157,3 fm auk bílskúrs sem er 30,5 fm og geymsla 7,8 fm samtals 193,1 fm fm. Einungis þrjár íbúðir í stigahúsinu. 

Skipting eignarinnar:

5 svefnherbergi, stofa, eldhús með borðkróki, sjónvarpshol, hol, baðherbergi, þvottaherbergi, 2 svalir, bílskúr og geymsla. 

Komið inn í góða forstofu, skápar þar.
Rúmgott sjónvarpshol.
Fallegt eldhús með fallegri innréttingu, nýleg gaseldavél og nýr ofn.
Inn af eldhúsinu er þvottahús með glugga.
Björt og rúmgóð stofa og þaðan er útgengt út á suður svalir, mikið. Fallegt útsýni til suðurs og vesturs.
Góður svefnherbergisgangur með 4 barnaherbergjum,
Rúmgótt hjónaherbergi með góðum fataskápum og þaðan er útgengt út á litlar svalir.
Flísalagt baðherbergi með rúmgóðum sturtuklefa, snyrtileg innrétting.
Gólfefni eru  parket og flísar.
Í kjallaranum er sérgeymsla  ásamt reglubundinni sameign.
 Bílskúrinn er með heitu og köldu vatni .Nýleg bílskúrshurð með rafmagnsopnara.

Þetta er fín eign fyrir stóra fjölskyldu.
Húsið er klætt með áklæðningu af stórum hluta. Nýlegir gluggar að hluta til í íbúðinni. Verið er að leggja lokahönd á að mála húsið að utan á kostnað seljanda.
Falleg eign sem vert að skoða. 

Nánari upplýsingar veitir Hlynur Halldórsson sölumaður í síma 698-2603 eða í gegnum tölvupóst á [email protected]/ Valgerður Ása Gissurardóttir sölumaður í síma 791-7500 eða í gegnum tölvupóst á [email protected]

Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Hraunhamar fasteignasala vill benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga fyrir nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.    Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2.    Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. – kr. 2.700 kr. af hverju skjali.
3.    Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4.    Umsýslugjald til fasteignasölu skv. þjónustusamningi
 
Hraunhamar er elsta fasteignasala Hafnarfjarðar, stofnuð 1983.
Hraunhamar, í fararbroddi í rúm 40 ár. – Hraunhamar.is

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband