Söluauglýsing: 1289792

Hagi við gíslholtsvatn

851 Hella

Verð

49.900.000

Stærð

80

Fermetraverð

623.750 kr. / m²

Tegund

Sumarhús

Fasteignamat

34.850.000

Fasteignasala

Landmark
hero

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

LANDMARK kynnir:  Virkilega fallegt 80 fm sumarhús á 1.200 fm eignarlóð í lokuðu hverfi í afar fallegu sumarhúsahverfi við Gíslholtsvatn, í landi Haga.  Í húsinu eru þrjú svefnherbergi og tvö baðherbergi.  Að auki er lítið upphitað gestahús á lóðinni og geymsluhús sem er tvískipt, sem eru ekki inn í birtri stærð hússins.  Sumarhúsið er um 90 km frá Reykjavík og 20 km frá Hellu. Afar gróðursælt og skjólgott svæði með læstu hliði.

Forstofa er með flísalagt gólf og fataskáp.
Tvö svefnherbergi eru inn af forstofu, bæði með parketi á gólfi.
Annað salernið er inn af forstofu með sturtuklefa og glugga.
Stofan og borðstofan eru rúmgóðar með parketi á gólfi og þaðan er útgengt út á verönd.
Eldhúsið er með fallegri hvítri innréttingu og parketi á gólfi, opið inn borðstofu og stofu.
Hjónaherbergi er með parketi á gólfi og fataskápum.
Við hjónaherbergi er baðherbergi með flísalagt gólf, fallega innréttingu og sturtuklefa.  Útgengt út á verönd.
Þvottahús er innangengt af verönd, við hlið baðherbergis.

Gistihús á lóð er einangrað og upphitað með rafmagni og þriggja manna koju.  
Geymsluhús er með góðri vinnuaðstöðu og þar inntakið fyrir heita vatnið og rafmagn.  Geymslurými með hillum í hinum hlutanum.

Verönd með heitum potti er sunnanmeginn við húsið.  Fallegt útsýni af verönd.  Umhverfi hússins er fallegt og snyrtileg og góð lóð er sunnameginn við húsið sem nýtist t.d. vel sem leiksvæði 

Á svæðinu er óskipt 4000 fermetra sameignarland, þar sem er vel tækjum búinn leikvöllur og tækjageymsla með aðgengi að Gíslholtsvatni, höfn fyrir smábáta og ból. Hitaveita er á svæðinu og vatnsveita á vegum sveitarfélagsins Rangárþing ytra.

Upplýsingar veitir Sigurður Samúelsson Lgf í netfangið [email protected]
----------------------------------------------------------


 

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. LANDMARK fasteignamiðlun bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda kr. 79.000 m/vsk. 
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Heimasíða LANDMARK fasteignamiðlunar
Panta FRÍTT söluverðmat

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband