Söluauglýsing: 1289779

Melás 10

210 Garðabær

Verð

98.800.000

Stærð

147.7

Fermetraverð

668.923 kr. / m²

Tegund

Hæðir

Fasteignamat

88.350.000

Fasteignasala

RE/MAX

Símanúmer

hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 2 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Berglind Hólm lögg.fasteignasali og RE/MAX kynna: Sérlega falleg og mikið endurnýjuð sérhæð í þríbýlishúsi með bílskúr á útsýnislóð í Garðabænum. Í eigninni eru 4 svefnherbergi, stór stofa + borðstofa, fallegt endurnýjað eldhús, baðherbergi og rúmgott þvottaherbergi. Bílskúr er á jarðhæð og hleðslustöð fyrir rafmagnsbíl. Mikið er búið að gera í viðhaldi á húsinu og það almennt í góðu ástandi. Um er að ræða mikið endurnýjaða og góða fjölskylduíbúð í grónu hvergi í Garðabæ.
 
Allar nánari upplýsingar veitir Berglind Hólm lgfs. í síma 694-4000 eða [email protected]
 
Nánari lýsing eignar:

Gengið er upp eina hæð um steyptar utanáliggjandi tröppur frá bílaplaninu og bílskúrnum. Íbúðin er að hluta til á jarðhæð en á 1.hæð með svölum að hluta. Sérinngangur er frá nýlega múruðum stigapallinum.
Forstofa: Komið er inn í forstofu með fallegum ljósum flísum á gólfi og góðum fataskáp með rennihurðum.
Setu-, sjónvarps- og borðstofa: Komið er inn í rúmgóða setu-, sjónvarps- og borðstofu með fallegu ljósu harðparketi á gólfi sem gengur inn í vinkil. Hægt er að ganga inn úr stofurýminu frá tveimur hliðum inn í eldhúsið. Stórir gluggar eru í stofunni á tvo veggi. Ef þörf er á fleiri svefnherbergjum væri hægt að loka af borðstofuna og útbúa aukaherbergi þar.
Eldhús: Eldhúsið er endurnýjað á glæsilegan hátt. Innrétting er í vinkil með hvítum neðri skápum og fallegum hvítum stein á borðum. Á móti er stór og góður tækjaveggur með fallegri dökkri innréttingu. Í tækjaveggnum er ofn og örbylgja í innréttingu í vinnuhæð ásamt því að ísskápur er innbyggður í innréttinguna. Fallegt spanhelluborð er ofan í borðplötu og vaskur er undirfeldur.
Svefnálma:
Frá stofunni er gengið inn á svefnherbergisgang með fjórum svefnherbergjum, baðherbergi og þvottahúsi. Við enda svefnherbergisganginn, næst stofunni, er gengið úr á góðar suðursvalir með útsýni yfir hraunið í Hafnarfirðinum.
Baðherbergi: Baðherbergið er með hvítum flísum á gólfi og á hluta veggja. Hvít innrétting er undir vaski og við spegil. Bæði er baðkar og sturtuklefi í rýminu. Stór handklæðaskápur er á vegg. Tveir gluggar og opnanlegt fag.
4 x herbergi: Svefnherbergin eru fjögur. Öll herbergin eru með fallegu harðparketi á gólfi. Góður fataskápur með rennihurðum er í hjónaherberginu.
Þvottaherbergi: Þvottaherbergið er rúmgott með sérlega góðri innréttingu  með miklu skápaplássi. Opnanlegur gluggi er í rýminu.
Bílskúr: Bílskúrinn er næstur tröppunum upp að íbúðinni. Skúrinn er skráður 22,6 fm. Hitaveita, heitt og kalt neysluvatn. Sjálfvirkur bílskúrshurðaopnari.

Framkvæmdir húsfélagsins síðustu ára:
- þak og þakkantur endurnýjaðir 2018
- múrviðgerðir og málning á húsi 2018
- ný bílskúrshurð 2019
- 3 fasa væðing og töfluskipti í sameign 2023 tafla í geymslu.
- 3 fasa tafla í bílskúr 2024
- Vör og lekaliðar í töflu íbúðar endurnýjaðir 2014, ásamt tenglum og rofum.

 
Allar nánari upplýsingar veitir Berglind Hólm lögg.fasteignasali í síma 694-4000 eða [email protected]

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband