Söluauglýsing: 1289707

Lindarbraut 3

170 Seltjarnarnes

Verð

185.000.000

Stærð

210.6

Fermetraverð

878.443 kr. / m²

Tegund

Einbýli

Fasteignamat

152.750.000

Fasteignasala

Betri Stofan

Símanúmer

hero

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Betri Stofan fasteignasala kynnir til sölu: Fallegt, mikið endurnýjað og vel skipulagt 210,6 fm einbýlishús að meðtöldum 40,3 fm bílskúr. Eignin stendur á 963 fm eignarlóð á þessum vinsæla stað á sunnanverðu Seltjarnarnesi. 
Nánari upplýsingar veitir Páll Þórólfsson löggiltur fasteignasali í síma 893-9929 eða [email protected]

Nánari lýsing:
Forstofa er með hita í gólfi og flísalögð með ítölskum flísum frá Ebson.
Gestasnyrting er með ítölskum flísum frá Ebson á gólfi og í kringum upphengt salerni. Vola blöndunartæki, klósett og vaskur frá GSI Ceremica og hiti í gólfi. Allt endurnýjað og hannað af Rut Káradóttur 2023. Innfelld lýsing í lofti.

Eldhús er með fallegri sérsmíðaðri innréttingu, flísar á milli efri og neðri skápa, granít á borðum og vönduðum tækjum. Korkur á gólfi. Eldhús var allt endurnýjað 2008. Rúmgóð og björt stofa og borðstofa með parketi á gólfi og aukinni lofthæð. Loftljós hönnuð af Pétri Lútherssyni. Útgengt á skjólgóða hellulagða verönd til s/v og þaðan út á stóra lóð.

Svefnherbergisgangur er parketlagður.

Fjögur góð svefnherbergi með gegnheilu parketi og fataskápum.

Baðherbergi með ítölskum flísum frá Ebson á gólfi og hluta veggja, uppghengt salerni frá GSI ceremica. Öll blöndunartæki er frá Vola, vaskur sérsmíðaður úr náttúrusteini af Fígaró, sérsmíðaðar innréttingar og rúmgóð sturta. Innfelld lýsing í lofti.  Allt hannað af Rut Káradóttur og endurnýjað 2023.

Þvotthús með snyrtilegri hvítri innréttingu og vaski, útgengt á pottasvæði.

Geymsla/Búr með skápum innangengt frá eldhúsi.

Rúmgóður bílskúr með geymslulofti að hluta og sjálfvirkum hurðaopnara.
 
Lóð: Húsið stendur á 963 fm eignarlóð, og er garður stór og talsvert svæði innan byggingareits sem gæfi möguleika á að stækka húsið um allt að 106 fm (drög að teikningum geta fylgt með). Skjólsætt er á stórum palli þar sem gott er að sitja á góðviðrisdögum, einnig er heitur pottur við norður hlið garðsins. Snjóbræðslukerfi á stétt fyrir framan bílsskúr og að anddyri.
 
Staðsetning eignarinnar er virkilega góð og á mjög eftirsóttum stað á sunnanverðu Seltjarnarnesi. Stutt er í alla þjónustu og skóla.
 
Endurbætur
Forstofa og bæði baðherbergin voru endurbætt 2023 og skipt var um allar neysluvatnslagnir á sama tíma. Neðri gluggar í stofu allir endurnýjaðir á síðustu 7 árum.  Endurnýjun á grind í bílskúr með heitu og köldu vatni og varmaskiptum fyrir uþb. 10 árum. 
Fullunnar teikningar af opnun frá forstofu inn í bílskúr og breytingar á búri og þvottahúsi frá Rut Káradóttur geta fylgt með eigninni.
Arkitekt: Kjartan Sveinsson, 1980.
 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af ef að kaupum verður:
1. Stimpilgjald af fasteignamati fasteignar er 0.8%, en 0,4% fyrir fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.  
2. Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökukostnaður samkvæmt verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. gjaldskrá.

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband