Söluauglýsing: 1289690

Perla inv. - einstakt einbýlishús í quesada

1053

Verð

94.500.000

Stærð

265

Fermetraverð

356.604 kr. / m²

Tegund

Fjölbýli

Fasteignamat

-

Símanúmer

hero

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

PERLA – HÚS Á SPÁNI Í 20 ÁR.

Perla Investments kynnir:Einstakt einbýlishús í Quesada

Mjög heillandi einbýlishús í rólegri götu í bænum Ciudad Quesada, um 15 mínútum frá Torrevieja. Húsið sem er á tveimur hæðum er með 4 svefnherbergjum og 3 baðherbergjum. Mjög rúmgott og bjart alrými með fullbúnu eldhúsi með hágæða heimilistækjum, borðstofa og stofa en frá henni er gengið út á stóra verönd með sér sundlaug. Einnig fylgir bílskúr með eigninni og þvottahús innan íbúðar.

Ciudad Quesada er afar skemmtilegur og líflegur bær á Costa Blanca ströndinni sem hefur upp á allt að bjóða allan ársins hring, mikið úrval veitingastaða, verslana og allskyns afþreyingu fyrir allan aldurshóp s.s. Go-Kart, vatnsleikjagarð, mini golf, keiluhöll og fleira og fleira, svo er örstutt á glæsilega golfvöllinn La Marquesa, 18 holu golfvöll með allt til alls fyrir golfspilarann. Fyrir náttúruunnendur eru fjölmargar náttúruperlur allt í kring um bæinn og má þar meðal annars nefna Saltvötnin í Torrevieja og náttúruverndarsvæðið El Recorral þar sem vinsælt er að fara í lautarferð og fylgjast með iðandi fuglalífinu eða skella sér í göngutúr á þeim ótal gönguleiðum á svæðinu. 

Innan við 10 mín akstur er svo að finna hina 11 kílómetra löngu gullnu strandlengju við Guardamar del Segura sem fengið hefur vottun Evrópusambandsins fyrir gæði sjávar og þjónustu í formi Bláa fánans, auk þess sem Torrevieja er stutt frá. Svo er einnig stutt í verslunarmiðstöðvarnar Habaneras og La Zenia og aðeins 35 mínútur frá flugvellinum í Alicante.

Endilega hafðu samband til að fá meiri upplýsingar um þessa glæsilegu eign!

Þú finnur þessa eign inn á heimasíðu okkar á https://www.perlainvest.com/ic/soluskra/costa-blanca-su-ur/ciudad-quesada/einstakt-einbylishus-i-quesada-636.html                                  

Ref: V588

Fylgdu okkur á Facebook - www.facebook.com/Perlainvest 

Kynntu þér svæðið, kaupferlið á Spáni og mikið úrval hágæða eigna á www.perlainvest.com eða sendu okkur línu á [email protected] .  Allar upplýsingar eru veitar í síma 8933911 eða 0034-654832793.

Bjóðum einnig uppá á leiguþjónustu. Kynntu þér málið nánar á https://perlaholidays.com/ic/

Vertu velkomin í sérsniðna, allt að 7 daga, skoðunarferð til Spánar með flugi og gistingu.  Hafðu samband til að fá frekari upplýsingar með því að senda fyrirspurn á [email protected] 

Ljósmyndir

Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband