Söluauglýsing: 1289363

Bauganes 35

102 Reykjavík

Verð

144.500.000

Stærð

202.1

Fermetraverð

714.993 kr. / m²

Tegund

Fjölbýli

Fasteignamat

134.350.000

Símanúmer

hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 10 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Bauganes 35, 102 Reykjavík, er tvílyft einbýlishús ásamt bílskúr á eftirsóttum stað í Skerjafirði. Húsinu er í dag skipt upp í 9 útleigu herbergi auk 2 herbergja íbúðar í bílskúr og eru leigutekjur
um 1,0 mkr. á mánuði. Á neðri hæð er sameiginlegt eldhús, salerni, þvottahús, 4 herbergi og útgengt út í garð með palli. Á efri hæð er rúmgott baðherbergi með sturtu og baðkari sem og 5 herbergi. Útgengt á svalir úr einu herberginu. Í bílskúr er síðan sér 2 herbergja íbúð með sér eldhús og salerni.

Nánari lýsing neðri hæðar:
Gengið inn í flísalagða forstofu
Eldhús er með góðri innréttingu og dúk á gólfi. 
Búið er að útbúa lítið salerni innaf eldhúsi.
Þvottahús rúmgott með sturtu og flísum á gólfi.
Öll herbergin á neðri hæð eru með viðarparket á gólfi
Frá herbergjagangi er útgent á verönd með palli sem snýr í suður.
Nánari lýsing efri hæðar.
Rúmt baðherbergi með bæði sturtuklefa og baðkari, stór innrétting undir vaski og flísar á gólfi og hluta veggja.
Herbergin eru öll með harðparket á gólfi. 
Nánari lýsing íbúðar í bílskúr:
Opið alrými stofu og eldhúss, góð eldhúsinnrétting og harðparket á gólfi. 
Herbergið er rúmt með harðparket á gólfi. 
Baðherbergi með sturtuklefa og tengi fyrir þvottavél. Flísar á gólfi og veggjum. 

Tækifæri til að eignast gott einbýlishús á barnvænum stað þar sem stutt er í bæði leik- og grunnskóla.

Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Procura fasteignasölu á netfang [email protected] eða í síma 497 7700
- - -
SkoðunarskyldaÍ lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum og hvetjum við væntanlega kaupendur til að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Opinber gjöld við kaupKostnaður kaupanda vegna kaupa á þessari eign er stimpilgjald kaupsamnings, 0,4% af fasteignamati fyrir fyrstu kaupendur, 0,8% fyrir aðra einstaklinga og 1,6% fyrir lögaðila. Þinglýsingargjöld eru 2.700 kr. fyrir hvert skjal. 
Forsendur söluyfirlitsSöluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband