Söluauglýsing: 1289310

Ægisgata 31

621 Dalvík

Verð

220.000.000

Stærð

532.9

Fermetraverð

412.835 kr. / m²

Tegund

Atvinnuhúsnæði

Fasteignamat

75.400.000

Fasteignasala

RE/MAX

Símanúmer

hero

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

 RE/MAX  og Ingi Þór Lögg. fasteignasali kynna: Ægisgötu 31, 621 Dalvík.

Um er að ræða 511,4fm sérlega vandað hús sem skiptist í kjallara hæð og ris auk 21,5fm stakstæðs baðhúss.  Samtals um 532,9fm. 
Húsnæðið er í dag nýtt í tvennu lagi, annars vegar veitingastaður í útleigu sem skartar glæsilegu útsýni út á Eyjafjörð og nær sveitir.  Og hins vegar Bjórböðin rekin af eigendum sem er sérlega vandað  Beer spa“ að Tékkneskri fyrirmynd.

Nánari lýsing: Gengið er inn í rúmgott anddyri um sjálfvirka glerhurð.  Anddyri tengir tvær álmur, bjórböðin annarsvegar og bar og veitingastað annars vegar. 
Á vinstri hönd úr anddyri er gengið inn í rúmgóða  móttöku fyrir bjórböðin, með flísum á gólfum og sér smíðuðum innréttingum.  Búningsklefar eru tveir, karla og kvenna báðir með skipti aðstöðu og sturtum, snyrtingum, ljósum flísum á gólfum og læstum skápum.  Infrarauð Sauna er við skiptiklefa sem og lokuð aðstaða fyrir starfsmenn.  Sjö bjórböð ýmist með einstaklings eða tveggja manna bjórkörum.  Öll aðstaða í böðunum er hin vandaðasta, ljósar flísar á gólfum og veggjum að hluta, baðkör úr gegn heilum við og fl.  Steyptur stigi liggur milli hæða, en efri hæðin nokkuð undir súð er nýtt sem opið slökunarrými með mjúku teppi á gólfum og legubekkjum fyrir Spa gesti.  Úti svæði er hið glæsilegasta, hellulagt, með tveimur heitum pottum, stakstæðum Sauna klefa, stakstæðu baðhýsi og einstöku sjávar útsýni út á Eyjafjörð og nær sveitir.  Snjóbræðslukerfi er í stórum hluta hellulagða svæðisins.
 
Veitingastaður: Úr anddyri er farið til hægri inn á bar/móttöku veitingastaðar sem tekur um 60 manns í sæti, á barsvæði eru flísar á gólfi, veruleg aukin lofthæð og gluggar gólfsíðir og má segja að sé útsýni í allar áttir.  Þrjár snyrtingar eru á barsvæði.  Fullbúið eldhús og uppvask aðstaða með epoxy eða sambærilegu efni á gólfum á votsvæðum.  Við eldhús er starfsmanna aðstaða og snyrting starfsmanna.  Veitinga salur er hin glæsilegasti, tekur um 60 manns í sæti með parketi á gólfi, verulegri aukinni lofthæð og gólfsíðum gluggum og glæsilegu útsýni.
Kjallari: er skráður 103 samkv. FMR með pússuðum veggjum, gólf pússuð og flotuð að hluta.  Þar er vel búið þvottahús, geymslurými með hillum, öflugt dælukerfi fyrir bjór, tengirými og fl.  Hægt er að ganga beint ínn í kjallara um tvöfalda hurð á vesturgafli.
 
Staðsetning: Árskógssandur Dalvíkurbyggð er þéttbýliskjarni sem er í hröðum vexti í þjónustu við ferðamenn. Tvö feyki öflug fyrirtæki gera út á hvalaskoðunarferðir á svæðinu og er talið að tugir þúsunda ferðamanna fari í hvalaskoðanir og aðra afþreyingu á svæðinu á hverju sumri.  Einnig er Bruggverksmiðja Kalda vinsæll viðkomustaður.  Hríseyjarferjan Sævar siglir frá Árskógssandi til Hríseyjar sem oft er nefnd perla Eyjafjarðar og margt fleira.
Nánari upplýsingar veitir Ingi Þór Lögg. Fasteignasali
[email protected]
gsm: 698-4450
 

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband