Söluauglýsing: 1289278

Túngata 44a

820 Eyrarbakki

Verð

48.800.000

Stærð

93.7

Fermetraverð

520.811 kr. / m²

Tegund

Einbýli

Fasteignamat

22.150.000

Símanúmer

hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 3 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Fasteignamiðlun og Hreiðar Levý kynna Túngata 44a, 820 Eyrarbakki. Fallegt og sjarmerandi mikið uppgert einbýlishús á 3 hæðum á afar fallegum og rólegum. Húsið er byggt árið 1905 og er bárujárnsklætt timburhús á 3 hæðum, aðalhæð, ris og kjallari. Eignin skiptist í: Á fyrstu hæð er svefnherbergi með hjónarúmi, stofa, nýuppgert eldhús og baðherbergi með hita í gólfi. Efri hæðin er töluvert undir súð. Það er nú nýtt sem svefnherbergi. Í kjallara er lofhæð ca. 160cm. Þar gott geymslurými og lagnagrind hússins. Nýbúið er að skipta um járn á þakinu. Frábær staðsetning í rólegum, fallegum og sjarmerandi bæ á suðurlandinu. Stutt í fallega og sögufræga staði eins og Þingvelli, Geysi, Skógarfoss o.m.fl. Þá er aðeins tæplega klukkutíma akstur til borgarinnar og Selfoss í aðeins um korters akstursfæri. Eignin hefur að hluta verið nýtt til útleigu á Airbnb og fengið afar góða dóma eða 4,73⭐️

Bókið skoðun hjá Hreiðari Levý lögg. fasteignasala í síma 661-6021 eða [email protected]

Eignin Túngata 44a er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 220-0305, birt stærð 93.7 fm. Birtir fermetrar eru eftir eldri mælingu og ekki í samræmi við núverandi byggingareglugerð. Lofthæð í kjallara er um 160cm.

Fyrsta hæð:
Á aðalhæðinni er svefnherbergi, sjarmerandi og hugguleg stofa með góðri tengingu við nýlega uppgert eldhús. Eldhús með fallegri ljósri innréttingu með efri og neðri skápum, bakaraofni, spanhelluborði og vask. Viðarplata á eldhúsbekk. Baðherbergið er afar fallega uppgert með fallegum flísum á gólfi og stórum hluta veggja. Opin sturta með innfeldum tækjum og glerskilrúmi. Borðhandlaug ofan á baðinnréttingu með tveimur skúffum, upphengt klósett, skápur ásamt aðstöðu fyrir þvottavél.

Gólefni:
Viðarplankar í stofu, herbergi og gangi. Gólf flotað í eldhúsi. Flísar á gólfi í baðherbergi.

Ris:
Opið rými. Nýtt í dag sem svefnherbergi.

Gólefni: Viðarplankar á gólfi.

Kjallari:
Skráð sem geymsla.

Fallegt og sjarmerandi einbýlishús á Eyrabakka. Fallegur og rólegur bær í grend við Höfuðborgina, Selfoss ásamt fjölda vinsælla kennileita eins og gullna hringinn, svörtu strendurnar milli Eyrabakka og Stokkseyri, Skógarfoss o.fl. 

Nánari upplýsingar veitir Hreiðar Levý Guðmundsson Löggiltur fasteignasali, í síma 6616021, tölvupóstur [email protected]

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignamiðlun fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband