Söluauglýsing: 1289261

Fróðaþing 3

203 Kópavogur

Verð

Tilboð

Stærð

382.4

Fermetraverð

-

Tegund

Einbýli

Fasteignamat

204.150.000

Fasteignasala

Fasteignamarkaðurinn

Símanúmer

hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 3 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Fasteignamarkaðurinn ehf. s: 570-4500 kynnir til sölu virkilega glæsilegt, vandað og vel skipulagt 382,4 fermetra einbýlishús á tveimur hæðum auk kjallara við Fróðaþing í Kópavogi með 35,8 fermetra innbyggðum bílskúr. í Kjallara er óskráð rými sem er um 70,0 fermetrar að stærð skv. upplýsingum frá seljendum þannig að heildarstærð eignar er 452,4. Gólfhitakerfi er í húsinu og mikið er lagt í raflagnir og tölvulagnir. Innfelld lýsing er í loftum að stórum hluta og innbyggt ryksugukerfi er í húsinu. Gert er ráð fyrir aukaíbúð í hluta eignarinnar og því auðvelt að útbúa hana ef vill.

*Seljendur skoða skipti á minni eign*


Fyrirhugað fasteignamat eignarinnar fyrir árið 2025 er kr. 206.650.000.-

Eignin stendur á 750,0 fermetra lóð sem er frágengin að mestu með tyrfðum flötum, fallegum hlöðnum veggjum og skjólsælli viðarverönd á baklóð með heitum potti.

Nánari upplýsingar og bókun á einkaskoðun í síma 570-4500 eða í netfanginu [email protected]

Eignin skiptist þannig: á neðri hæð eru forstofa, hol, eldhús, samliggjandi glæsilegar stofur, gestasnyrting, þrjú herbergi, baðherbergi og bílskúr sem innangengt er í úr forstofu.
Á efri hæð hússins eru sjónvarpshol, fjögur barnaherbergi, baðherbergi, þvottaherbergi og hjónasvíta sem er bæði með baðherbergi og fataherbergi inn af. 
Í kjallara hússins eru 12,9 fermetra geymsla og óskráð og gluggalaust rými sem er um 70,0 fermetrar að stærð skv. upplýsingum frá seljendum. 


Lýsing eignar:
Forstofa, rúmgóð, flísalögð og bæði með fatahengi og fataskápum. Úr forstofu er innangengt í bílskúr.
Bílskúr, er 35,8 fermetrar að stærð og með gluggum, rafmótor á hurð, göngudyrum og rennandi heitu og köldu vatni.
Gestsnyrting, flísalagt gólf, vegghengt wc, innrétting og handklæðaofn.
Barnaherbergi I, innaf forstofu er rúmgott og harðparketlagt.
Gangur, harðparketlagður.
Barnaherbergi II, rúmgott, harðparketlagt.
Barnaherbergi III, rúmgott, harðparketlagt. 
Baðherbergi, með glugga, flísalagt gólf og veggir, innrétting, vegghengt wc, handklæðaofn og flísalögð sturta.
Eldhús, bjart og rúmgott með fallegri gluggasetningu og harðparketi á gólfi. Vandaðar og miklar viðarinnréttingar með búrskáp, tækjaskáp og gengi fyrir uppþvottavél. Stór eyja í eldhúsi og góð borðaðstaða.  Úr eldhúsi er útgengi á skjólsæla viðarverönd til suðurs með skjólveggjum og heitum potti.
Samliggjandi borð- og setustofa, stórar, parketlagðar og bjartar með gólfsíðum gluggum í tvær áttir og útgengi á skjólsæla viðarverönd til suðurs með heitum potti og skjólveggjum.

Gengið er upp á efri hæð hússins um fallegan parketlagðan stiga.

Sjónvarpshol, harðparketlagt og mjög rúmgott með aukinni lofthæð. Úr sjónvarpsholi er útgengi á 16,7 fermetra þaksvalir.
Þvottaherbergi, með glugga, flísalagt og mjög rúmgott. Góðar innréttingar með stæðum fyrir vélar í vinnuhæð, vinnuborð og vaskur.
Hjónaherbergi, mjög rúmgott, parketlagt og með gluggum í tvær áttir.
Fataherbergi, innaf hjónaherbergi er parketlagt og með innréttingum.
Baðherbergi, innaf hjónaherbergi er með glugga. Flísalagt gólf og veggir, handklæðaofn, innrétting og flísalögð sturta með sturtugleri.
Barnaherbergi IV, harðparketlagt og rúmgott. 
Barnaherbergi V, harðparketlagt og rúmgott með fataskápum og gluggum í tvær áttir.
Barnaherbergi VI, harðparketlagt og rúmgott með fataskápum og gluggum í tvær áttir.
Barnaherbergi VII, harðparketlagt og rúmgott. 
Baðherbergi, með glugga, flísalagt gólf og veggir, innrétting, vegghengt wc, innrétting, baðkar og flísalögð sturta með sturtugleri.

Kjallari:
Geymsla, 12,9 fermetrar að stærð.
Óskráð rými, parketlagt, sem er um 70,0 fermetrar að stærð skv. upplýsingum frá seljendum, er nýtt sem fjölskyldurými. 

Eignin stendur á 750,0 fermetra lóð sem er frágengin að mestu með tyrfðum flötum, fallegum hlöðnum veggjum og skjólsælli viðarverönd á baklóð með heitum potti.

Húsið er byggt úr forsteyptum einingum frá Einingasmiðjunni. Ál á þaki hússins er frá Áltaki og gluggar og hurðir í húsinu eru frá Byko. 

Staðsetning eignarinnar er góð í grónu og eftirsóttu hverfi við Vantsenda í Kópavogi.  Stutt er í leikskóla, skóla og falleg útivistarsvæði og gönguleiðir.

Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Fasteignamarkaðarins ehf. í síma 570-4500 eða í netfanginu [email protected]

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband