Söluauglýsing: 1289249

Jörfagerði 6

805 Selfoss

Verð

36.900.000

Stærð

56.8

Fermetraverð

649.648 kr. / m²

Tegund

Sumarhús

Fasteignamat

25.350.000

Fasteignasala

Fasteignamarkaðurinn

Símanúmer

hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 10 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Fasteignamarkaðurinn ehf. s: 570-4500 kynnir til sölu virkilega fallegt og vandað 3ja herbergja 56,8 fermetra sumarhús auk um 20,0 fermetra svefnlofts á virkilega fallegri, gróinni og ræktaðri 5.236,0 fermetra eignarlóð á eftirsóttum stað í landi Mýrarkots í Grímsnesi þaðan sem stutt er í þjónustu og t.a.m. golfvellina í Kiðjabergi, Öndverðarnesi og í þjónustumiðstöðina, sundlaugina og golfvöllinn í Hraunborgum.  Hitaveita er í húsinu.

Húsið var byggt á staðnum árið 2001 og innréttað á árunum 2001-2006.  Stór viðarverönd er umhverfis húsið með heitum potti og skjólveggum.  Góð aðkoma er að húsinu og stór malarborið bílaplan.
Skv. gildandi skipulagi á svæðinu má byggja að hámarki 150,0 fermetra á lóðinni og allt að þrjú þök.  
Sumarhúsahverfið í Mýrarkoti, sem er með gsm stýrðu aðgangshliði, samanstendur af 78 lóðum og eru 37 þeirra enn óbyggðar.  Sameiginlegt leiksvæði fyrir börn er á svæðinu.


Lýsing eignar:
Frostofa, flísalögð og rúmgóð með fatahengi.
Þvottaherbergi/geymsla, innaf forstofu er flísalagt og með glugga. 
Svefnherbergi I, parketlagt.
Baðherbergi, með glugga, flísalagt gólf og panelklæddir veggir, sturtuklefi og útgengi á verönd þar sem er heitur pottur.
Svefnherbergi II, parketlagt.
Eldhús, opið við stofu, parketlagt og með fallegum hvítum innréttingum með graníti á borðum og eyju með gashelluborði.
Stofa, parketlögð björt og rúmgóð með útgengi á verönd. 
Svefnloft er yfir svefnherbergjum og baðherbergi og er lofthæð á svefnlofti allt að 1,95 metrar. 
Geymsluskúr, sem byggður var árið 2010 og er um 8,0 fermetrar að stærð.  Geymsluskúrinn er ekki inni í stærð eignarinnar í Fasteignaskrá Íslands.

Lóðin, er 5.236,0 fermetrar að stærð og er eignarlóð.  Lóðin var mótuð eftir hönnun landslagsarkitekts og hafa núverandi eigendur verið að rækta lóðina upp í um 20 ár með fjölbreyttum trjám og plöntum.

Húsið að utan hefur alla tíð fengið gott viðhald og er í góðu ástandi.

Staðsetning eignarinnar er í um 85 kílómetra fjarlægð frá Reykjavík og Mýrarkot er stasett á milli Kiðjabergs og Hraunborga á svæði þar sem stutt er m.a. í golfvellina í Kiðjabergi, Öndverðarnesi, þjónustumiðstöð, veitingahús, sundlaug og 9 holu golfvöll í Hraunborgum.  Um 8 km eru á Borg þar sem er sundlaug og ýmis önnur þjónusta.

Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Fasteignamarkaðarins ehf. í síma 570-4500 eða á netfanginu [email protected]

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband