Söluauglýsing: 1289228

Sunnuvegur 8

220 Hafnarfjörður

Verð

69.900.000

Stærð

109.5

Fermetraverð

638.356 kr. / m²

Tegund

Fjölbýli

Fasteignamat

69.600.000

Fasteignasala

Fasteignaland

Símanúmer

hero

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Rúmgóð eign á frábærum stað í Hafnarfirði. Er laus og hægt að fá afhenda við kaupsamning.
Árni Björn Erlingsson löggiltur fasteignasali og Fasteignaland ehf. kynna eignina Sunnuvegur 8, 220 Hafnarfjörður, nánar tiltekið eign merkt 01-01, fastanúmer 208-0040 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi.
Eignin er skráð 109,5 fm að stærð samkv. HMS, þar af íbúð á hæð 96,5 fm og geymsla 3,3 fm auk sér herbergis í kjallara sem er skráð 9,7 fm. auðvelt að breyta hluta af stofunni í aukaherbergi.

Gengið er inn flísalagða forstofu og þaðan liggur leið inní hol sem tengir tvö svefnherbergi, stofu, eldhús og baðherbergi saman. Útgengt er útá svalir úr öðru herberginu sem snýr út í garð, en bæði herbergin eru rúmgóð og annað þeirra með góðu skápaplássi. Eldhúsið er með glugga sem snúa í austur og með fínni vinnuaðstöðu. Baðherbergi er flísalagt með snyrtilegri baðinnréttingu og baðkari með sturtu og upphengt klóset. Stofan er tvískipt og miklir möguleikar á að gera breytingar þar, eigandi er búinn að gera ráð fyrir þeim möguleika að að færa eldhúsið í annan hluta stofunar. Auk þess tilheyrir íbúðinni sameiginleg geymsla og þvottahús sem og sameiginlegur garður á bak við hús.

Lýsing eignar:
Forstofa:  Með flísum á gólfi.
Eldhús:  Með parket á gólfi og eldhúsinnréttingu sem þarf aðeins að yfirfara, keramik helluborð og ofn.
Stofa: Er rúmgóð og björt með parket á gólfi og með gluggum í suður/austur. Eru þetta í raun tvær samliggjandi stofur, en búið er að leggja vatnslögn í vegginn og var hugmyndin að færa eldhúsið þangað og breyta núverandi eldhúsi í herbergi, en nýr kaupandi tekur við þessu verkefni i því ástandi sem það er núna.
Hjónaherbergi:  Rúmgott með parket á gólfi góðu skápaplássi. 
Barnaherbergi:  Með parket á gólfi.
Baðherbergi:  Með flísum á gólfum og upp veggi, með baðkari með sturtu. 
Þvottahús/Geymsla: Á neðstu hæð er sameginlegt þvotthús, og geymslur, innangengt er þangað niður úr forstofu.

Eign með mikla möguleika, en þarfnast umhyggju.


Nánari upplýsingar veita:
Árni Björn Erlingsson löggiltur fasteignasali / s.898-0508 / [email protected]

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Væntanlegum kaupendum er bent á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Almennt getur kaupandi ekki borið fyrir sig að ástand eignar sé annað en það sem hann hefði mátt sjá við slíka skoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Almennt um fylgifé íbúðarhúsnæðis:
Til fylgifjár íbúðarhúsnæðis teljast varanlegar innréttingar og búnaður sem annaðhvort er skeytt varanlega við fasteignina eða er sérstaklega sniðinn að henni. Þetta á meðal annars við um fastan búnað og lagnir til hitunnar og vatnsmiðlunar, rafmagnsvirki og leiðslur, loftnet og annan móttökubúnað í eigu seljanda, sem fest eru á fasteign, föst gólfteppi og önnur gólfefni sérstaklega tilsniðin, gluggabúnað, bað- og eldhúsinnréttingar og tæki og vélar sem eru sérstaklega felld inn í innréttingarnar og verða hluti af þeim og aðra innbyggða hluta.

Um ástand einstakra eignarhluta:
Efst í söluyfirlitli þessu er að finna dálka um ástand einstakra hluta eignarinnar. Eftirfarandi lykil er til skýringar á þeirri skráningu:
  Nýtt - Eignin er nýbygging.
  Upprunalegt - Seljandi veit ekki til þess að byggingarhluti hafi verið endurnýjaður.
  Endurnýjað - Byggingarhlutinn hefur verið endurnýjaður í heild sinni á einhverjum tímapunkti.
  Endurnýjað að hluta - Hluti byggingarhlutans hefur verið endurnýjaður á einhverjum tímapunkti.
  Ekki vitað - Seljandi þekkir ekki til ástands og ekki er hægt að leggja mat á það með sjónskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
 

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband