Söluauglýsing: 1289157

Perla inv. - frábærlega staðsettar íbúðir - stutt frá zenia

1053

Verð

40.300.000

Stærð

70.5

Fermetraverð

571.631 kr. / m²

Tegund

Fjölbýli

Fasteignamat

-

Símanúmer

hero

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

PERLA – HÚS Á SPÁNI Í 20 ÁR.

Perla Investments kynnir: 

Frábærlega staðsettar íbúðir - stutt frá Zenia Boulevard

Þessi glæsilega íbúð er staðsett á mjög vinsælu svæði á Costa Blanca strandlengjunni, þ.e. á milli Los Dolses og La Zenia hverfisins þaðan sem stutt er í alla þjónustu og glæsilega verslunarmiðstöðin Zenia Boulevard í þægilegri göngufjarlægð.

Íbúðin er 70,50 m2 að stærð með rúmgóðum 33,6m2  svölum, 2 baðherbergjum og 2 hjónaherbergis svítum, en úr öðru þeirra er útgengt út á glæsilegar svalirnar.  Íbúðinni fylgir bílastæði í bílakjallara en jafnframt stendur eigendum til boða að kaupa sér einka bílskúr og/eða geymslu.

Íbúðarkjarnin sem íbúðin tilheyrir er einn sá glæsilegasti á svæðinu og þó víðar væri leitað, en á sameiginlegu svæði má meðal annars finna nokkrar sundlaugar, leiksvæði fyrir börn, líkamsrækt, sánu, o.fl.  Hér hefur engu verið til sparað og sjón sögu ríkari.

Skammt er á 18 holu golfvöllinn Villamartin, þar sem njóta má óviðjafnanlegs útsýnis hvort sem er við að iðka golf íþróttina eða tylla sér á fallegan útsýnisbar og njóta þess að hlusta á fagurlitaða páfagaukana kvaka allan ársins hring. 

 Fyrir náttúru unnendur er jafnframt vinsælt að labba eða hjóla eftir vatnssíkinu "el canal" sem liggur skammt frá,  en þar er að finna mikið fuglalíf og hægt að fara í skemmtilegar göngu- eða hjólaferðir meðfram skurðinum til nærliggjandi bæja, án þess að fara út á götu og alltaf umlukin fallegri náttúru, en jafnframt er stutt að fara til annara hverfa, hvort sem er á tveimur jafnfljótum, eða á farartæki s.s. í hverfið Los Altos, La Florida og Playa Flamenca.  En það má segja að ekki sé meira en 10 mín létt labb til allra þessara hverfa.

 

Þú finnur þessa eign inn á heimasíðu okkar á https://www.perlainvest.com/ic/soluskra/costa-blanca-su-ur/los-dolses/frabaerlega-sta-settar-ibu-ir-stutt-fra-zenia-boulevard-45.html

            

Ref: A007

Fylgdu okkur á Facebook - www.facebook.com/Perlainvest 

Kynntu þér svæðið, kaupferlið á Spáni og mikið úrval hágæða eigna á www.perlainvest.com eða sendu okkur línu á [email protected] .  Allar upplýsingar eru veitar í síma 8933911 eða 0034-654832793.

Bjóðum einnig uppá á leiguþjónustu. Kynntu þér málið nánar á https://perlaholidays.com/ic/

Vertu velkomin í sérsniðna, allt að 7 daga, skoðunarferð til Spánar með flugi og gistingu. Hafðu samband til að fá frekari upplýsingar með því að senda fyrirspurn á [email protected] 

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband