Söluauglýsing: 1289049

Hólaberg 76

111 Reykjavík

Verð

149.000.000

Stærð

283.2

Fermetraverð

526.130 kr. / m²

Tegund

Einbýli

Fasteignamat

125.510.000

Fasteignasala

Trausti

Símanúmer

hero

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

EINBÝLI Á TVEIMUR HÆÐUM AUK TVEGGJA SÉR ÍBÚÐA Á ÞESSUM RÓLEGA STAÐ Í BREIÐHOLTINU - 111 REYKJAVÍK. Eigni er laus við kaupsamning. 

Um er að ræða193.2fm steinsteypt einbýli á tveimur hæðum byggt árið 19781 ásamt 90fm aukahúsi framan við húsið með sér 50,6 fm. íbúð og 39.4fm.  íbúð sem áður var bílskúr, alls er um að ræða 232,6 fm. 


Eignin þarfnast endurbóta og standsetningar.
Á neðri hæð er forstofa, þvottahús, baðherbergi, hjónaherbergi, eldhús, borðstofa og stofa ásamt stiga upp á efri hæðina. Á efri hæðinni eru þrjú svefnherbergi, baðherbergi og rými með rennihurð sem auðvelt er að opna aftur. Garðurinn stór og snýr til suðurs. Í fylgieigninni eru nú tvær sér íbúðir. Önnur 2ja herbergja íbúð og hin stúdíóíbúð.  Góð bílastæði eru framan við húsið.

Nánari lýsing
Neðri hæð:

Forstofa rúmgóð með opnum fataskáp og flísum á gólfi.  
Stofa mjög rúmgóð og björt með parketi á gólfi. Útgengt er út í garðinn úr stofunni. 
Eldhús með eldri innréttingu, tengi fyrir uppþvottavél, rúmgóður eldhúskrókur og dúkur á gólfi. Léttur veggur er á milli stofu og eldhússins og því auðvelt að opna á milli. 
Þvottahús með vask. Útgengt er úr þvottahúsinu út í bakgarð hússins.
Geymsla er inn af þvottahúsi með skápum. 
Hjónaherbergi rúmgott með skáp og parket á gólfi.
Gestasalerni með glugga og flísum á gólfi.

Efri hæð: 
Parket er á allri hæðinni nema baðherbergið sem er flísalagt með baðkari.
Þrjú svefnherbergi og opið rými sem í dag er stúkað af með léttum vegg og auðvelt að opna aftur og nýta t.d. sem sjónvarpshol. Parket á gólfi sem þarfnast lagfæringar.
Gengið er út á stórar svalir sem snúa til suðvesturs úr holinu. Einnig er útgengt úr tveimur svefnherbergjum út á aðrar svalir á hlið hússins. 
Baðherbergi rúmgott og hefur verið endurnýjað með baðkari og sturtu, gluggi, snyrtileg innrétting og flísalagt í hólf og gólf. 

Aukabyggingin
2ja herb. íbúð með sérinngangi.
Flísalögð forstofa með fatahengi.
Stofan er rúmgóð með parketi á gólfi.
Eldhús er opið við stofuna, snyrtileg innrétting, tengi fyrir uppþvottavél og parket á góllfi.
Svefnherbergi  rúmgott með parketi.  
Baðherbergið með sturtu, gluggi og flísalagt. 

Stúdíóíbúð  með sérinngangi
Forstofa með fatahengi og flísum á gólfi. 
Alrými með aukinni lofthæð og dúkur á gólfi. 
Eldhús með snyrtilegri innréttingu og dúkur á gólfi. Útgengt er út í garð úr eldhúsinu. 
Baðherbergi með innangengri sturtu, gluggi og flísalagt. 

Hluti aukabyggingar er líka geymsla.

Ljósleiðari er kominn inn í húsið.
Eignin er vel skipulögð og gefur ýmsa möguleika!

Allar nánari upplýsingar veitir Guðbjörg G. Sveinbjörnsdóttir löggiltur fasteignasali í síma 8995949 eða á netfanginu [email protected]

Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 

Skoðunarskylda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Trausti fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband