Söluauglýsing: 1289020

Vogatunga 72

270 Mosfellsbær

Verð

114.900.000

Stærð

160.4

Fermetraverð

716.334 kr. / m²

Tegund

Rað/Par

Fasteignamat

102.500.000

Fasteignasala

Fastborg

Símanúmer

hero

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Borg fasteignasala  kynnir til sölu fallegt 160,4 fermetra raðhús á einni hæð við Vogatungu í Mosfellsbæ. Húsið skiptist í forstofu, stofu og  opið eldhús, tvö svefnherbergi, baðherbergi, sjónvarpshol með möguleika á að breyta í herbergi. Bílskúr með geymslurými í lofti. Fallegt fjölskylduhús á einni hæð. 

Nánari lýsing:
Komið er inn á parketlagða forstofu með skápum. Eldhús er með hvítlakkaðri innréttingu og eyju. Steinn er á  borðplötu. Stofa er björt með parketi á gólfum og innfelldri lýsingu. Mikil lofthæð sem gerir rýmið glæsilegt. Eldhús og stofa eru samliggjandi með aukinni lofthæð. Hjónaherbergi er parketlagt með góðum fataskápum og útgengi út á baklóð. Svefnherbergin eru tvö, bæði með parketi á gólfum og annað með fataskápum. Sjónvarpshol með opið út á ganginn sem hægt væri að breyta í svefnherbergi.   Baðherbergið er flísalagt, gólf og veggir með innréttingu og sturtuklefa. Þvottahús er flísalagt með innréttingu. Bílskúr er með máluðu gólfi og opnara. Í bílskúr er geymsluloft. Fallegt og vel skipulagt raðhús á einni hæð.  


Birt stærð íbúðarhlutans er 132,6 fm. og sambyggður bílskúr er 27,8 fm. 

Forstofa: Parketlögð með góðum skápum. Aukin lofthæð.
Stofa og eldhús: Eldhús og stofa liggja saman í opnu rými með mikilli lofthæð. Í eldhúsi er hvít háglans L-laga innrétting með blástursofni í borðhæð, keramik helluborði, viftu og borðplötu úr steini. Skúffur í neðri skápum eru með ljúflokum. Ljós er undir efri skápum. 
Hjónaherbergi: Rúmgott, parketlagt  og með góðum skápum. Útgengi út á pall. 
Barnaherbergi: Rúmgott, parketlagt og með skáp. 
Sjónvarpsherbergi / svefnherbergi: Rúmgott, parketlagt.  Búið er að opna rýmið og nú er sjónvarpsherbergi þar. 
Baðherbergi: Stórt baðherbergi flísalagt í hólf og gólf, með hvítri baðinnréttingu, walk in sturtu og handklæðaofni. Upphengt salerni með innbyggðum vatnskassa. Hert öryggiskler aðskilur sturtu, án hurðar. 
Þvottahús: Flísalagt með innréttingu. 
Bílskúr:  Fínn bílskúr, 27,8 fm.  Milliloft.  Epoxy á gólfi. 
Lóð /pallar: Bæði eru pallar og skjólveggir fyrir framan og aftan hús.   Fyrir framan húsið er nýlega gerður glæsilegur afgirtur pallur með heitum og köldum potti.   Fyrir aflan hús er líka pallur og góðar skjólgirðingar. Hellulögð stétt er fyrir framan bílskúr og eru hitalagnir í henni.   

Parket er á íbúðinni, en 60x60 flísar eru á baðherbergi og forstofu. Hvít innfelld ljós eru loftum í stofu og eldhúsi. Gólfhiti er í öllu húsinu.

Allar innréttingar eru frá HTH (Ormsson), tæki í eldhúsi eru frá AEG (Ormsson).  Allar flísar eru ítalskar 60x60 frá  Casa Dolce Casa (Birgisson), parket er frá Kährs (Birgisson). Baðkar, vaskur og WC eru frá Duravit (Ísleifur Jónsson) og blöndunartæki eru frá Hans Grohe (Ísleifur Jónsson).

Eignin er staðsett í nýju fjölskylduvænu hverfi í Mosfellsbænum. Hinn nýlagði Tunguvegur tengir hverfið við íþróttamiðstöðina að Varmá, Varmárskóla og miðbæ Mosfellsbæjar í innan við 4 mín akstri.
Stutt í útiveru, gönguleiðir, upplýstan battavöll, körfuboltavöll, laxaveiði, hestamannahverfi Harðar, flugklúbb Mosfellsbæjar osfrv. Sveitasæla og rólegheit í aðeins 15 mín keyrslu frá miðpunkti Reykjavíkur.

Nánari upplýsingar veita: 
Börkur Hrafnsson í síma 8924944.  Netfang: [email protected]
Ingimar Ingimarsson í síma 8618458: Netfang: [email protected]

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband