Söluauglýsing: 1288887

Þórsgata 17

101 Reykjavík

Verð

59.900.000

Stærð

74.8

Fermetraverð

800.802 kr. / m²

Tegund

Fjölbýli

Fasteignamat

56.400.000

Fasteignasala

RE/MAX

Símanúmer

hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 3 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Guðmundur Þór Júlíusson og Ástþór Reynir löggiltir fasteignasalar hjá RE/MAX fasteignasölu kynna í einkasölu:

Þórsgata 17, 101 Reykjavík, glæsileg 2ja herbergja íbúð í Þingholtunum í miðbæ Reykjavíkur. Íbúðin er einstaklega glæsileg, með aukinni lofthæð og stórum fallegum gluggum. Eignin er skráð hjá FMR 74,8 fm. Sérinngangur inn í íbúðina.


Skipulag telur: forstofu, hol, eldhús, borðstofu, stofu, svefnherbergi ásamt fataherbergi, baðherbergi og þvottahús sem er í sameign á hæðinni. Íbúðinni fylgir geymsla í kjallara. Einstök staðsetning í hjarta miðborgar, en samt á nokkuð rólegum stað. Hallgrímskirkja í nokkra metra fjarlægð.

Bókið skoðun hjá Gumma Júl í síma 858-7410 eða með tölvupósti á netfangið [email protected] eða á Ástþór Reyni í síma 899-6753 eða með tölvupósti á netfangið [email protected]

Nánari lýsing eignar:
Forstofa með rúmgóðum fataskápum.
Hol sem leiðir þig í allar vistaverur íbúðar.
Eldhús er opið við stofu og borðstofu sem mynda alrými eignarinnar, eldhús er innréttað með hvítri/svartri innréttingu.
Stofan er opin við borðstofu og eldhús, rúmgóð og björt stofa.
Hjónaherbergi er inn af stofu.
Baðherbergið er mjög fallegt, flísalagt og með góðri snyrtiaðstöðu. Á baði er sturta og góð innrétting undir handlaug með spegli fyrir ofan.
Geymsla er í sameign sem og sameiginleg þvottaaðstaða.
Húsið: er þriggja hæða steinsteypt hús og kjallari ásamt rishæð. Þórsgata 17 hýsir 5 íbúðir. Öll gólf eru steinsteypt. 
Íbúðin: er á 1. hæð gengið inn frá Baldursgötu.

Um er að ræða mjög fallega og sjarmerandi íbúð á 1.hæð, með sérinngangi í Þingholtum í miðbæ Reykjavíkur. Einstök staðsetning.

Allar nánari upplýsingar um eignina veitir: 
Guðmundur Þór Júlíusson löggiltur fasteignasali í síma 858-7410 eða [email protected]
Ástþór Reynir löggiltur fasteignasali í síma 899-6753 eða [email protected]

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana. 
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband