Söluauglýsing: 1288863

Stígprýði 3

210 Garðabær

Verð

139.900.000

Stærð

158.3

Fermetraverð

883.765 kr. / m²

Tegund

Rað/Par

Fasteignamat

108.150.000

Fasteignasala

Fasteignasala Grafarvogs

Símanúmer

hero

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Rúnar Örn Rafnsson og Fasteignasalan Grafarvogi kynna Stígprýði 3 í Garðabæ

Fallegt og vel staðsett raðhús á einni hæð með innbyggðum bílskúr í botnlangagötu í rólegu hverfi í Garðabæ.
Raðhúsið er skráð 158,3 m² skv. fasteigaskrá og þar af er bílskúrinn 34,3 m².
Með svalalokun fyrir framan eldhús bætast rúmlega 15 m² við þessa tölu og er eignin því rúmlega 173 m² að heildarstærð.  
Stór upphituð steypt stétt (stæði) er fyrir framan húsið og bakvið er skjólgóð afgirt lóð til suðurs, sem er paradís að sumri.

Eignin getur verið laus við kaupsamning. Pantið tíma í skoðun hjá Rúnari í síma 771-5600

Nánari lýsing:
Forstofa: Gengið beint inn í parketlagða forstofu. Úr forstofu er gengið í alrými, 2 svefnherbergi og þvottahús.
Alrými: Samanstendur af stofu / borðstofu og eldhúsi í stóru, fallegu og björtu rými með stórum gluggum til suðurs.
Eldhúsinnrétting er stór og góð, hvít með dökkum borðplötum og góðri eyju. Útgengt úr eldhúsrýminu á baklóðina
í gegnum nýlega svalalokun sem stækkar rýmið og húsið um ca. 15 m², sem eru ekki taldir með í fasteignaskrá.
Innréttingin er frá Byko og henni fylgir gashelluborð og innbyggð uppþvottavél frá Electrolux.
Hjónaherbergi: Mjög rúmgott með góðum björtum glugga og úr því innangengt í gott fataherbergi.
Herbergi 2 og 3: Eru ágætlega rúmgóð herbergi og er gengið inn í þau úr forstofunni.
Baðherbergi: Mjög rúmgott með góðri innréttingu, Villeroy & Boch salerni og vaski og "walk in" sturtu. Flísalagt í hólf og gólf.
Þvottahús: Er flísalagt og þar hefur verið sett upp auka salerni með sturtu. Gengið er inn í þetta rými úr forstofunni.
Bílskúr: Er innbyggður með sér inngönguhurð og rafdrifinni bílskúrshurð með gluggum. Innangengt úr eldhúsi.
Gólf bílskúrs er slípað steingólf og inn af bílskúr er búið að stúka af litla geymslu.
Einnig er geymslurými á lofti sem er aðgengilegt úr bílskúrnum í gegnum fellihlera með stiga.
Lagnagrind er í bílskúrnum fyrir gólfhita, hitastillir fyrir heitan pott, og inntak fyrir vatn og rafmagn hússins.

Öll rýmin eru parketlögð nema baðherbergi, þvottahús og bílskúr. Hiti er í gólfum.
Alrými hefur verið stækkað um ca. 15 m² með því að loka útskoti við eldhús með rennihurð, og er þar útgengi á baklóðina.
Innfeld loftljós eru í stærstum hluta íbúðarinnar.
Baklóðin er afgirt og að mestu gróin. Á lóðinni er heitur pottur.
Stétt fyrir framan húsið er er steypt og mjög snyrtileg. Hitabræðslukerfi er í stéttinni.
Eigninni var áður skipt upp í tvær íbúðir og er þessvegna auka eldhúsinnrétting í einu herberginu sem auðvelt er að fjarlægja.

Um er að ræða skemmtilegt og heillandi raðhús á spennandi stað í þessu fallega hverfi í Garðabæ sem er staðsett við gamla Álftanesveginn.


Nánari upplýsingar um eignina veitir:
Rúnar Örn Rafnsson, löggiltur fasteignasali
Fasteignasalan Grafarvogi
S: 771-5600
[email protected]

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband