Söluauglýsing: 1288762

Suðurhella 12 - 503

221 Hafnarfjörður

Verð

59.900.000

Stærð

77.3

Fermetraverð

774.903 kr. / m²

Tegund

Fjölbýli

Fasteignamat

4.140.000

Fasteignasala

Hraunhamar Fasteignasala

Símanúmer

hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 11 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

BÓKIÐ SKOÐUN - SÝNUM SAMDÆGURS - Glódís s. 659-0510, Vala s. 791-7500, Helgi s. 893-2233, Hlynur s. 698-2603, Ársæll s. 896-6076

Hraunhamar kynnir: Glæsilega nýbyggingu á frábærum stað í Helluhverfinu í Hafnarfirði, einstakt útsýni yfir hraunbreiðuna og til fjalla. 
Íbúðirnar afhendast fullbúnar með gólfefnum.

Íbúð 503 er 77,3 fm og þar af er 7,1 fm geymsla merkt 0108 ásamt 8,5 fm svölum.

Einstök staðsetning við fallega og óspillta náttúru, fallegt útsýni yfir hraunið og til fjalla. 
Aukin lofthæð 2,66 m.

Búið er að útbúa glæsilega sýningaríbúð.

Húsið er klætt að utan með álklæðningu, og ál/tré gluggar. 
Stórir gluggar þar sem útsýnið fær að njóta sín.
_______________________
27 íbúðir eru í húsinu. 
2ja,3ja og 4ra herbergja 
Stærðir frá 67,9 fm til 123,1 fm. 

Verð er frá 58 millj.
_______________________
ATH: Myndir eru af sýningaríbúð og getur skipulag íbúðar verið annað. Efnisval á innréttingum og gólfefnum er eins í öllum íbúðum. 

Afhending í september 2024. Sjá skilalýsingu hér.

Um er að ræða virkilega skemmtilega íbúð með sérinngangi af svölum á 5 hæð í nálægð við fallega náttúru. 

Nánari lýsing á íbúð 503 skv. teikningu:

Forstofa með fataskápum og flísum á gólfi.
Gott opið rými, þar sem eldhús og stofa eru í björtu og fallegu alrými.
Eldhús með smekklegri innréttingu frá Axis og vönduðum eldunartækjum AEG. 
Stofa/borðstofa er björt og með harðparketi á gólfi. Þaðan er útgengt á svalir.
Svefnherbergi er með harðparketi á gólfi og fataskápum. 
Flísalagt baðherbergi með innréttingu, upphengdu salerni og sturtu, þvottaaðstaða á baðherberginu. 
Geymsla í sameign er 5,2 fm.

Kaupandi borgar skipulagsgjald þegar þess verður krafist sem er 0,3 % af væntu brunabótamati eignarinnar. 

Suðurhella 12 er hluti af klasabyggingu þar sem skemmtilegur garður mun tengja húsin saman. Í stigaganginum eru 27 íbúðir.
ÞBF ehf. er byggingaraðili hússins og er reynslumikið og traust byggingarfyrirtæki sem hefur unnið við húsbyggingar í áratugi. 

Hægt er að nálgast skilalýsingu og fá nánari upplýsingar hjá Hraunhamri fasteignasölu. 

Bókið skoðun hjá sölumönnum Hraunhamars: 

Ársæll Ó. Steinmóðsson löggiltur fasteignasali s. 896-6076, [email protected]
Valgerður Gissurardóttir löggiltur fasteignasali s.791-7500, [email protected]
Hlynur Halldórsson, löggiltur fasteignasali, s. 698-2603, [email protected]
Glódís Helgadóttir, löggiltur fasteignasali, s. 659-0510, [email protected]
Helgi Jón Harðarson, sölust. s. 893-2233, [email protected]

Skoðunarskylda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Hraunhamar fasteignasala vill benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga fyrir nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.    Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2.    Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. – kr. 2.700 kr. af hverju skjali.
3.    Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4.    Umsýslugjald til fasteignasölu skv. þjónustusamningi

Hraunhamar er elsta fasteignasala Hafnarfjarðar, stofnuð 1983 og fagnar því 40 ára afmæli á árinu 2023. 
Hraunhamar, í farabroddi í 40 ár ! – Hraunhamar.is 

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband